Húnavaka - 01.01.2018, Page 205
203
unar Norðurlands, Blönduósi. Félagið veitti rekstrarstyrk til Heimilisiðnað-
arsafnsins, gaf í jólasjóð Rauða kross Íslands Austur-Húnavatnssýsludeildar og
greiddi árgjald til Kvennaathvarfsins.
Þóra Sverrisdóttir.
KVENFÉLAG BÓLSTAÐARHLÍÐARHREPPS.
Árið 2017 var afmælisár félagsins en það varð 90 ára þann 15. febrúar. Félags-
konur settu sér það markmið að vera virkar og duglegar að hittast á afmælis-
árinu. Árið hófst 4. janúar með góðri stund á Hóli,
svo var komið saman 12. febrúar á Bergsstöðum og
bakað flatbrauð og tófubrauð. Það var aðal flat-
brauðsmeistarinn, Sigga í Hvammi, sem stjórnaði
bakstrinum og sýndi hvernig best væri að gera en
margar félagskvenna höfðu aldrei bakað flatbrauð.
Á konudaginn, 19. febrúar, var farið á tónleika
hjá Kvennakórnum Sóldísi en með þeim syngur ein
félagskona. Fjórtánda mars hittust kvenfélagskonur
á Eyvindarstöðum og áttu þar notalega stund við
handavinnu og spjall. Þann 25. mars fóru nokkrar
félagskonur, ásamt fjölskyldumeðlimum, að sjá sýn-
inguna Ove í Miðgarði. Vökukonur buðu svo kven-
félögum í sýslunni til sín 6. apríl.
Aðalfundurinn var haldinn 28. apríl og í tilefni
afmælisins voru húsráðendur í Húnaveri fengnir til
að elda. Maturinn var alveg frábær og hefði ekki
verið betri á fínum veitingastað.
Stjórn félagsins skipa: Ingibjörg Sigurðardóttir formaður, Herdís Jakobs-
dóttir gjaldkeri og Sesselja Sturludóttir ritari.
Um miðjan júní voru keypt sumarblóm í ker sem farið var með á HSN á
Blönduósi svo vistmenn gætu notið þeirra yfir sumarið. Þann 15. júní var hist
á Auðólfsstöðum og m.a. var Turid kvödd en hún var að flytja til Danmerkur.
Í lok sumars fóru félagskonur ásamt fjölskyldumeðlimum í bíltúr í Vatns-
dalinn en Vatnsdælingurinn, Fanney á Eyvindarstöðum, var leiðsögumaðurinn.
Ekið var fram í Forsæludal og nesti borðað í Þórdísarlundi í fallegu umhverfi.
Virkilega skemmtileg ferð.
Haustfundur var 3. október á Auðólfsstöðum þar sem við ræddum starfið
framundan og þann 9. nóvember var notaleg samverustund í Hólabæ. Þá fóru
fé lags konur saman á Búgreinahátíðina ásamt mökum og gestum þann 18.
nóv ember.
Hinn árlegi jólamarkaður var í Húnaveri 2. desember og var frekar fámennt
þetta árið. Félagið var með kaffisölu og tombólu og rann ágóðinn til jólasjóðs
Rauða krossins í A-Hún. Litlujól félagskvenna voru á Bergsstöðum og lögðu
allar til eitthvað jólalegt á hlaðborð svo úr varð dýrindis veisla. Jólaballið var
Fáni Kvenfélags
Bólstaðarhlíðarhrepps