Húnavaka - 01.01.2018, Page 219
217
aður á milli ára og hlutfall starfsstétta svipað. Á árinu var ráðinn iðjuþjálfi til
starfa við hjúkrunardeild HSN á Blönduósi og eykur það enn á gæði þjón ust-
unnar sem veitt er.
Stöðugt er unnið að viðhaldi húsnæðis og tækja. Samt er það nú þannig að
stuðningur fyrirtækja, félagasamtaka og einstaklinga er mikilvægur. Hollvina-
samtök Heilbrigðisstofnunarinnar á Blönduósi hafa farið þar fremst í flokki og
gáfu m.a. á síðasta ári vökvadælur og lyftara fyrir skjólstæðinga okkar. Gott
samstarf er við leik- og grunnskóla þar sem yngri nemendur koma nokkrum
sinnum á ári og heimsækja vistmenn, öllum til skemmtunar.
Heilbrigðisstofnun Norðurlands er framsækin stofnun sem leggur áherslu á
að vera í fararbroddi heilbrigðisþjónustu og heilbrigðismenntunar í dreifbýli.
Til okkar koma nemar úr ýmsum heilbrigðisstéttum, bæði íslenskir og erlendir.
Sérstakur samningur hefur verið gerður við Háskólann á Akureyri um mót-
töku hjúkrunar- og iðjuþjálfanema. Læknanemar koma einnig reglulega, sem
og sjúkraliðanemar.
Gildi Heilbrigðisstofnunar Norðurlands eru fagmennska, samvinna og virð-
ing.
Ásdís H. Arinbjarnardóttir, yfirhjúkrunarfræðingur með staðarumsjón á Blönduósi.
VINIR KVENNASKÓLANS.
Aðalfundur Vina Kvennaskólans var haldinn 30. maí. Ekki urðu
neinar breyt ingar á aðalstjórn félagsins. Jóhanna Erla Pálmadóttir,
framkvæmdastjóri Textílseturs Íslands, kynnti Prjónagleði 2017 fyrir fund-
argestum og Ragnheiður Björk Þórsdóttir, vefnaðarkennari og veflistamaður,
kynnti Rannísstyrk sem Textílsetur Íslands og Þekkingarsetrið á Blönduósi fengu
til að vinna rannsóknarverkefnið „Bridging Textiles to the Digital Future“.
Iðunn Vignisdóttir sagnfræðingur vann að skrifum á sögu Kvennaskólans
og fékk til þess styrk frá Uppbyggingarsjóði Norðurlands vestra og að sjálf-
sögðu einnig frá Vinum Kvennaskólans.
Minjastofan í Kvennaskólanum var opin á virkum dögum um sumarið en
lokuð um helgar. Starfsmenn Þekkingarsetursins á Blönduósi sáu um leiðsögn.
Einnig var alltaf hægt að hafa samband við stjórnarkonur um opnun á öðrum
tímum, sérstaklega ef um hópa var að ræða og opið var á Prjónagleðinni og
um Húnavökuna.
Nokkrar gjafir bárust á árinu og kenndi þar ýmissa grasa. Má þar nefna
minningarbók einnar námsmeyjar, litunarbók frá 1877, barnauppeldisfræði,
burtfararskírteini frá 1905 og þrívíddarteikningar með skyggingum úr mynd-
listarkennslu frá því veturinn 1915-1916. Einnig handskrifaða matreiðslubók
sem auðséð er að hefur verið mikið notuð gegnum árin og mynda-albúm úr
eigu námsmeyjar.
Síðast en ekki síst verður að nefna handskrifaða vinnubók sem unnin var í
tímum hjá Aðalbjörgu Ingvarsdóttur. Tímarnir hétu „Þvottur, ræsting og
háttvísi“ og var vinnubókin skrifuð á sjöunda áratugnum. Fróðleg og sérlega
skemmtileg lesning. Þar má til dæmis finna hvernig á að haga sér í leikhúsi.