Húnavaka - 01.01.2018, Page 220
218
„Ekki má tala eða hvíslast á meðan á sýningu stendur. Ekki má skrjáfa í pokum
eða viðhafa annan hávaða. Ekki má skyggja á aðra og ekki sitja kyrr þegar
farið er framhjá í sæti.“ Einnig eru upplýsingar um hvað gera má í hléum.
Dæmi: „Þá má tala, heilsa og horfa á aðra eftir vild. Ekki má eiga sér stað að
rjúka úr sætum þegar sýningu er lokið, heldur á að bíða eftir klappinu og því
að leikararnir komi fram.“ Einnig er í vinnubókinni kennsla í að ganga upp og
niður stiga. „Ef stiginn er nógu breiður, ganga þeir sem saman eru, samhliða
upp og niður og taka eina og eina tröppu.“
Kurteisi í daglegri umgengni er einnig að finna í bókinni. „Haldið gefin
loforð, sérstaklega er það mikilvægt gagnvart börnum, en einnig gagnvart
hverjum og einum. Sýnið ætíð kurteisi. Gleymið ekki að þakka fyrir hvern
þann greiða sem gerður er, eða fyrir máltíð.“ Aldeilis þarfar ábendingar enn
þann dag í dag.
Að lokum er hér áskorun til Kvennaskólans á Blönduósi sem fannst á miða
í mjög gamalli bók „Niður með reikning og íslenska málfræði, en upp með
ástarsögur og charleston.“ Undirskrift „Kvennaskólastúlkur“.
Þórhalla Guðbjartsdóttir, formaður.
FÉLAG ELDRI BORGARA Í HÚNAÞINGI.
Á árinu voru farnar tvær ferðir í leikhús í mars og maí til Sauðárkróks og
Borgarness. Aðalfundur félagsins var haldinn í apríl. Þá urðu formannsskipti í
félaginu, Sigurjón Guðmundsson, sem hafði verið formaður síðustu 10 ár,
hætti störfum og við tók Ásgerður Pálsdóttir.
Fyrsta verk nýrrar stjórn ar var að senda kynn ingarbréf til allra íbúa í
A-Hún. þar sem félagið var kynnt og fólk hvatt til að ganga í það. Þá var farin
dagsferð með leiðsögn í V-Hún. um haustið og borðaður kvöldverður á nýju
og glæsilegu hóteli á Laugar bakka. Flestir í hópnum höfðu farið oft þarna um
áður en án sérstakrar leiðsagnar um bæi og staði. Leiðsögu maðurinn í ferðinni
var Karl Sigurgeirsson frá Bjargi og var hann skemmtilegur og fræðandi.
Félagið hefur greitt
leigu fyrir húsnæði vegna
leikfimi fyrir eldri borg-
ara einu sinni í viku yfir
vetrartímann. Þá hef ur
félagið séð um og rekið
púttvöll á Blöndu ósi.
Haldinn var almenn -
ur félagsfundur 11. nóv-
ember. Gestur þess fund-
ar var Ingi Heiðmar Jóns-
son, söngstjóri og for-
maður Sögufélags Hún-
vetninga.Kirkjan í Kirkjuhvammi var skoðuð.