Húnavaka - 01.01.2018, Page 222
220
Nythæstu kýrnar:
Kýr Bú Faðir Ársafurð Prótein Fita
0682 Pía Brúsastöðum 03014 Hegri 12.409 3,38 3,94
0676 Nína Brúsastöðum 02016 Ófeigur 12.298 3,23 4,21
0756 Krissa Brúsastöðum 06010 Baldi 11.442 3,28 3,95
0673 Kalla Brúsastöðum 02032 Síríus 11.197 3,37 4,14
1445621-150 Korna Brúsastöðum 98046 Hræsingur 11.186 3,25 2,95
Alls voru keyptir 68 kálfar að Nautastöðinni á Hesti árið 2017, þar af tveir
af okkar svæði. Það voru Boltasonurinn Stæll frá Hnjúki og Þytssonurinn
Óbama frá Syðra-Hóli.
Félag kúabænda í A-Hún., ásamt félögum okkar í V-Hún., stóð fyrir rútu-
ferð í Skagafjörðinn þar sem skoðuð voru ný fjós á Vöglum og í Kúskerpi.
Loðdýrabúið Urðarköttur á Skörðugili var heimsótt og einnig áttum við erindi
við bændur í Útvík. Að ferðalokum var snæddur kvöldverður í boði MS á Kaffi
Krók. Nágrannar okkar tóku á móti okkur með kostum og kynjum og var
þetta góð ferð í alla staði.
Brynjólfur Friðriksson, formaður.
KRABBAMEINSFÉLAG A-HÚN.
Krabbameinsfélag A-Húnvetninga hefur starfað linnulaust í tæpa hálfa öld
en félagið er eitt af aðildarfélögum Krabbameinsfélags Íslands. Ekki er sjálf-
gefið að félög starfi svona lengi en það gerir Krabb. A-Hún., sem er stytting á
nafninu. Aðsetur félagsins er á Blönduósi en þjónar fólki í allri austursýslunni
ef á þarf að halda.
Félagið hefur ávallt fundið fyrir velvilja fólks á vegferð sinni og það reiðir sig
hverju sinni á íbúa sýslunnar til fjáröflunar og eins þeirra sem hafa flutt burtu
og eru félagar. Með haustsölunni eru það ýmsir hlutir, minningarkortin auk
félagsgjaldanna sem eflir starfsemi þess en félagar eru nú um 200.
Árlega veitir félagið styrki í formi þess að greitt hefur verið fyrir dvöl í
íbúðum Krabbameinsfélags Íslands til þeirra félaga sem eru í meðferð og
einnig til þeirra félaga sem þurfa að fara erlendis til lækninga í svokallaðan
Jáeindaskanna en hann er ekki enn tilbúinn til notkunar í Reykjavík. Nýlega
voru útbúnar styrktarreglur af stjórn um hvernig styrkjum skuli hagað til þess
að auðvelda ferlið við kostnað og veitingu þeirra. Voru reglurnar samþykktar
á aðalfundi 2017.
Að venju, og til að minna á átak gegn krabbameini, voru fengnar bleikar
filmur í októbermánuði til að lýsa upp en það voru kirkjan á Skagaströnd,
Bólstaðarhlíðarkirkja, auk Heilbrigðisstofnunar Norðurlands á Blönduósi sem
voru lýstar upp.