Húnavaka - 01.01.2018, Page 223
221
Stjórnin minnir á sölu minningarkorta félagsins sem ávallt fást hjá Lyfju á
Blönduósi, hægt er að kaupa þau á vefnum krabb.is og leita þeirra undir nafni
Krabbameinsfélags Austur-Húnavatnssýslu. Eins er á vefnum hægt að gerast
félagi og velunnari okkar félags sem ekki veitir af til að félagið standi áfram
undir merki.
Sveinfríður Sigurpálsdóttir, formaður.
LESTRARFÉLAGIÐ FJÖLNIR.
Bókasafnið í Dalsmynni í Húnavatnshreppi er opið á þriðjudagskvöldum yfir
vetrartímann. Safnið var opið 22 kvöld og heimsótti það 261 gestur sem tók
296 bækur að láni. Keyptar voru 28 bækur. Þetta kvöld einu sinni í viku er
orðið að skemmtilegri hefð fyrir fólk að hittast, spjalla, fá sér kaffi og kökur,
hlæja og hafa gaman. Hláturinn lengir lífið. Vill hússtjórnin þakka öllum þeim
sem hafa komið og gert það mögulegt að þetta litla en gamla lestrarfélag sé
ennþá opið.
F.h. hússtjórnar Dalsmynnis, Guðrún Sigurjónsdóttir.
SÝSLUMAÐURINN Á NORÐURLANDI VESTRA.
Almennt.
Eins og kunnugt er voru gerðar miklar skipulagsbreytingar um áramótin
2014/2015 þar sem lögreglan var aðskilin frá sýslumannaembættum landsins,
embættum fækkað og þau stækkuð með það að markmiði að efla þau og
styrkja. Þessi breyting hefur reynst fjárhagslega þungbær fyrir sýslumanns-
embættið á Norðurlandi vestra, sem og fyrir önnur embætti sýslumanna,
sökum vanáætlaðra fjárveitinga til reksturs þeirra. Þessa stundina er ráðu-
neytið, ásamt sýslumannsembættum landsins, enn að leita lausna við að koma
fjármálum þeirra í viðunandi ástand.
Regluleg starfsemi o.fl.
Starfsmenn sýslumannsembættisins voru samtals 23. Á aðalskrifstofunni á
Blönduósi störfuðu 19 manns en á sýsluskrifstofunni á Sauðárkróki fjórir
starfsmenn.
Í október var haldinn starfs- og fræðsludagur í Borgarfirði og var aðal-
skrifstofa lögreglustjórans á Vesturlandi í Borgarnesi heimsótt, svo og skrif-
stofa sýslumannsins á Vesturlandi. Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri og Ól af ur
K. Ólafsson, sýslumaður, tóku á móti hópnum og kynntu aðstöðu og starf-
semi lögreglunnar og sýslumannsins á Vesturlandi. Virkar og gagnlegar
umræður áttu sér stað um verkefni embættanna og hvernig verklag væri heppi-
legast í þeim efnum. Eftir hádegi hélt Ingrid Kuhlman, þjálfari og ráðgjafi hjá
Þekkingarmiðlun, námskeið á Hótel Hamri um það hvernig jákvæðni getur