Húnavaka - 01.01.2018, Page 225
223
vinna eftir stofn- og skipu lags-
skrá sem Safnaráð staðfestir,
sem og söfnunar-, sýningar- og
starfsstefnu.
Nokkur bati varð í afkomu
safnsins á árinu og tókst að
greiða upp tap ársins 2016 og
skila örlitlum afgangi. Skýr-
ingin felst í því að viðhald og
endurbætur á húsnæði safnsins
var látið sitja á hakanum en
einnig var nokkur hækkun á
rekstrarstyrkjum. Eftir sem
áð ur stendur reksturinn í járn-
um og þessi þrönga staða
heft ir alla þróun og umbreyt-
ingar.
Sumarsýningin „Prjónað af
fingrum fram“, sem opnuð var
í lok maí, var samstarfsverk-
efni Heimilisiðnaðarsafnsins,
Heim ilisiðnaðarfélags Íslands
og Kristínar Schmidhauser
Jónsdóttur. Heiti sýningarinnar
vísar til samnefndrar bókar
eftir Kristínu sem kom út í til-
efni aldarafmælis Aðalbjarg-
ar Jónsdóttur. Sýningin sam-
an stóð af tólf handprjónuðum
kjól um eftir Aðalbjörgu en
hún mun hafa prjónað rúm-
lega eitt hundrað kjóla.
Stofutónleikar Heimilis iðn aðarsafnsins fóru fram þann 30. júlí. Í þetta sinn
var það Jazztríó Sigurdísar Söndru Tryggvadóttur frá Ártúnum sem steig á
stokk. Þau léku tónsmíðar og út setn ingar eftir hana í bland við annað efni.
Farandsýningin um íslensku lopapeysuna, sem Heimilisiðnaðarsafnið tók
þátt í ásamt Hönnunarsafni Íslands og Gljúfrasteini – húsi skáldsins, var opnuð
í Hönnunarsafni Íslands um miðjan desember.
Upplestur á aðventu, heimsóknir nema á öllum skólastigum, ýmiss konar
rannsóknarvinna, styrkjandi forvarsla og skráningarvinna, ásamt samstarfi við
Þekkingarsetrið og Textílsetrið, eru fastir liðir í starfsemi safnsins.
Það er mikil ábyrgð og heiður sem einu byggðarlagi hefur hlotnast að eiga
dýrgrip eins og Heimilisiðnaðarsafnið á Blönduósi, safn sem margir vildu
gjarnan hafa í sínum ranni og hlúa að af metnaði, safn sem nýtur daglegrar
Frá opnun Sumarsýningar Heimilisiðnaðarsafnsins
„Prjónað af fingrum fram“ Aðalbjörg Jónsdóttir og
Elín S. Sigurðardóttir. Ljósm.: Jóhannes Torfason.
Frá Stofutónleikum Heimilisiðnaðarsafnsins - Jass-
tríó Sigurdísar Söndru Tryggvadóttur frá Ártúnum,
meðleikarar hennar Skúli Gíslason og Ævar Örn
Sigurðsson. Ljósm.: Jóhannes Torfason.