Húnavaka - 01.01.2018, Page 253
251
Framlög sveitarfélaganna til reksturs skólans voru rúmar 38 milljónir kr. á
árinu 2017.
Sumarvinna ungmenna.
Samstarfssamningur Blöndustöðvar Landsvirkjunar og Húnavatnshrepps um
sumarvinnu ungmenna í sveitarfélaginu var framlengdur á árinu. Húna-
vatnshreppur tók þátt í kostnaði Blöndustöðvar vegna starfa í sumarvinnu
gegn ákveðnu vinnuframlagi ungmenna í allt að 120 dagsverk sumarið 2017.
Ungmennin unnu undir stjórn verkstjóra vinnuskóla sveitarfélagsins, Sigurvalda
Sigurjónssonar, við hreinsun á umhverfi, viðhaldi fjárrétta, málningarvinnu,
grasslátt, umhirðu opinna svæða o.fl. Kostnaður sveitarfélagsins vegna sum-
arvinnu var rúmar 4,7 milljónir kr.
Framkvæmdir.
Á árinu var haldið áfram með viðhaldsframkvæmdir á vegum sveitarfélagsins.
Má þar helst upp telja að ráðist var í talsverðar viðgerðir á gluggum á
skólahúsnæði Húnavallaskóla, lokið var við endurbætur á Steinholti, íbúð á 3.
hæð í turni endurnýjuð og hundahús löguð. Haldið var áfram með viðhald á
Húnaveri en sveitarfélagið hefur lagt um 20 milljónir á tveimur árum í viðhald
þar og margt annað smávægilegt gert. Haldið var áfram að gera við safnréttir,
meðal annars var byrjað á endurnýjun á Sveinsstaðarétt, svo eitthvað sé nefnt
af þeim fjölmörgu framkvæmdum sem stóðu yfir á árinu.
Lagning ljósleiðara.
Haldið var áfram með lagningu ljósleiðara um Húnavatnshrepp sem hófst að
fullum krafti í ársbyrjun 2016. Á árinu var ljósleiðari lagður í Svartárdal og
Blöndudal-austur. Helstu verktakar að framkvæmdinni hafa verið Lás ehf. sem
séð hefur um stærstan hluta plæginga og Tengill ehf sem sér um tengi vinnu.
Guðmundur Rúnar Halldórsson var eftirlitsmaður sveitarfélagsins.
Fjallvegir.
Lagfærðir voru vegaslóðar á Grímstunguheiði. Skipt var um ræsi og annað
sem til þurfti á öðrum stöðum. Vegur á Haukagilsheiði var lagfærður. Styrk-
vegasjóður Vegagerðarinnar styrkti þetta verkefni um 2 milljónir kr. Það er von
til þess að þessu verði framhaldið á næstu árum.
Annað.
Sorphirðudagar voru 19. Endurvinnslutunnur eru á öllum lögbýlum sveitar-
félagsins. Jafnframt er endurvinnslugámur staðsettur við Húnavallaskóla.
Gámasvæði sveitarfélagsins eru þrjú; við Aralæk, Dalsmynni og Húnaver.
Flokkun frá heimilum er mjög góð. Flokkaður úrgangur var um 179.000 kg,
þar af rúlluplast um 79.000 kg. Til sorpurðunar fóru rúm 145.000 kg sem
blandaður úrgangur frá sveitarfélaginu.
Einar Kristján Jónsson, sveitarstjóri.