Húnavaka - 01.01.2018, Page 258
256
þannig: Vegna almennrar félagsþjónustu 58,9 milljónir. Vegna skóla þjónustu
15,8 milljónir. Vegna dreifnáms 4,1 milljón. Vegna reksturs Sæborgar 7,0
milljónir. Vegna fjárfestinga 6,1 milljón.
MBJ
FRÁ HÖFÐASKÓLA.
Árið einkenndist af mikilli vinnu kennara við hin svokölluðu
hæfniviðmið Aðalnámskrár grunnskóla til að fóta sig á þeim velli svo vel megi
við una. Segja má að skólinn
sé að slíta barnsskónum á þessu
sviði og svífa inn í unglingsárin.
Tíminn leiðir síðan í ljós hvernig
til tekst. Foreldrar fara ekki var-
hluta af þessu því nú birtast
einkunnir nemenda í annars
konar formi en hingað til þar
sem allt námsmat miðast við
hæfni nemandans og gefið er í
bókstöfum. Einnig var unnið að
Vegvísi, bókun 1 sem er að gerð-
aráætlun til sveitarfélaga um nánari greiningu á vinnuumhverfi og aðstæðum
kennara og tillögur að úrbótum. Um þetta var samið í kjarasamningi
Sambands íslenskra sveitarfélaga og Kennarasambands Íslands.
Annað sem setti mark sitt á árið er víðtækt lestrarátak og lesfimipróf sem
allt hófst með lesferli Menntamálastofnunar. Af því tilefni komu læsisráðgjafar
á þeirra vegum í heimsókn þar sem farið var í það hvernig bæta megi les-
fimi nemenda. Nú lesa allir nemendur 1.-10. b. upphátt heima og í skóla og er
kvittað fyrir í þar til gerðar kvittanabækur. Læsisstefna skólanna í Húna-
vatnssýslum er á lokasprettinum og stefnt að útkomu á vorönn 2018.
Hefðbundnir liðir voru á sínum stað á þessu ári sem öðrum, þ.e.
stærðfræðikeppni FNV og Menntaskólans á Tröllaskaga, heimsókn 5. bekkjar
í Heimilisiðnaðarsafnið á Blönduósi, dvöl 7. bekkinga í Reykjaskóla og 9.
bekkinga að Laugum í Dalasýslu, íþróttadagur skólanna í sýslunum tveim að
vori, skíðaferðir í Tindastól og fleira.
Hin árlega Litla framsagnarkeppni var haldin 23. feb. en þá kepptu
nemendur 5.-7. b. í upplestri og framsögn. Veitt eru verðlaun í öllum bekkj-
unum sem taka þátt en sigurvegarar úr 7. b. halda áfram í aðalkeppnina,
Framsagnarkeppni grunnskólanna í Húnavatnsþingi. Fulltrúar Höfðaskóla
voru Embla Sif Ingadóttir og Jón Árni Baldvinsson og stóðu þau sig með
miklum sóma. Embla Sif fékk sérstaka viðurkenningu fyrir mjög góðan
raddlestur.
Í feb./mars tóku nemendur unglingastigs þátt í smásagnasamkeppni á
vegum Félags enskukennara. Laufey Lind Ingibergsdóttir gerði sér lítið fyrir
og sigraði keppnina í sínum aldursflokki. Verðlaunaafhending fór fram 3. mars
á Bessastöðum og fór Helga Gunnarsdóttir kennari með Laufeyju þangað.
Skemmtiatriði á árshátíð.