Húnavaka - 01.01.2018, Síða 277
H Ú N A V A K A 275
BÚNAÐARSAMBAND HÚNAÞINGS OG STRANDA.
Árið 2017 var hlýtt og tíð hagstæð. Það voraði snemma og sumarið var langt
og hlýtt. Vor og sumar voru talsvert úrkomusamari en oft áður. Heyskapur
gekk þó vel og varð yfirleitt mikill bæði að gæðum og magni. Sauðfjárbændur
máttu taka á sig gríðarlega kjaraskerðingu síðastliðið haust þegar afurðaverð
lækkaði um allt að 35% ofan á 10% lækkun haustið þar á undan.
Sauðfjárrækt.
Afurðir í sauðfjárrækt voru 0,2 kg minni en árið áður eða 26,3 kg eftir hverja
vetrarfóðraða á. Er það í takt við landið allt en afurðir á landsvísu voru 0,5 kg
minni en árið 2016 sem var afburða gott afurðaár. Landsmeðaltal var 27,7 kg
eftir hverja vetrarfóðraða á.
Mestar afurðir í sauðfjárrækt af búum sem telja meira en 100 skýrslu-
færðar ær voru hjá Ægi og Gerði í Stekkjardal en þau náðu 34,2 kg eftir
hverja vetrarfóðraða á. Í öðru sæti voru þau Jón og Eline á Hofi með 32,9 kg
eftir hverja á. Þriðja sætið verma þau Ólafur og Inga Sóley á Sveinsstöðum
með 32,7 kg eftir hverja á.
Þátttaka í sauðfjársæðingum dróst nokkuð saman milli ára en alls voru
sæddar 2.442 ær. Þátttaka í lambadómum dróst einnig töluvert saman. Af
ómmældum og stiguðum lambhrútum stóð efstur lambhrútur nr. 7186 á Akri,
með 89,5 stig og 39 mm ómvöðva, undan heimahrútnum Sasú. Næstur
honum var hrútur nr. 305 í Holti, Svínadal,
með 89 stig og 35 mm bakvöðva. Sá var
undan heimahrútnum Dropa. Þá komu þrír
hrútar jafnir að stigum, allir með 88,5 stig og
allir undan hrútum á sæðingastöð. Þetta voru
hrútur nr. 42 á Stóra-Búrfelli undan Berki,
nr. 8 á Sölvabakka undan Bergi og nr. 61 á
Hofi undan Serk.
Meðalbakvöðvi gimbrarlamba í sýslunni
mældist 28,3 mm. Þykkasti meðalbakvöðvi
í gimbrahjörð reyndist hjá Sævari og Önnu
Margréti á Sölvabakka en hann mældist
30,8 mm. Þar næst voru gimbrar á Stóra-
Búrfelli með 30,4 mm að meðaltali og í þriðja
sæti voru gimbrarnar á Bergsstöðum í Svart-
árdal með 30,1 mm. Miðað er við að óm-
mældar gimbrar séu að lágmarki 50 til að
teljast hjörð.
Hrossarækt.
Engin kynbótasýning var haldin í sýslunni í
sumar. Samtök hrossabænda í A-Hún. veittu
Í göngum.