Skessuhorn


Skessuhorn - 20.12.2006, Side 6

Skessuhorn - 20.12.2006, Side 6
6 MIÐVIKUDAGUR 20. DESEMBER 2006 Sprenging í uppbyggingu sumarhúsa í Borgarfirði Sumarhúsum í Borgarfirði hefúr fjölgað mjög hratt á undanfömum árum og ekkert lát virðist á þeirri uppbyggingu því nú hggja fyrir hjá skipulagsyfirvöldum beiðnir um deiliskipulag á mörgum byggingasvæðum með hundmðum lóða fyrir sumarhús sem ædunin er að byggja á næsm árum. Samkvæmt upplýsingum frá Fasteignamati ríkisins era sumarhús í Borgarbyggð og Skorradalshreppi nú 1.780 talsins og hefur fjölgað um 121 á árinu eða tæp 7,3% og fjölmörg sumarhús em nú í byggingu. Sem dæmi má nefha að á fundi skipulags- og byggingamefhdar Borgarbyggðar á dögunum vom samþykkt á þriðja tug byggingarleyfa fyrir sumarhús í sveitarfélaginu. Hreppsnefnd Skorradalshrepps fjallar um þessar mundir um deiliskipulagstillögur þar sem gert er ráð fyrir byggingu langt á þriðja hundrað sumarhúsa en ekki er ljóst, að sögn Davíðs Péturssonar oddvita, hvort hægt verði að fallast á ýtrustu óskár í því efhi. Hann segir ýmsar spumingar af skipulagslegum toga A meðfylgandi teikningn Bjama Gudmundssonar frá því voriS 2005 má sjá dreifingu frístundabyggðar í Borgarfirði eins og hún varþá. Síðan hefur skipulögðum svœðum fjölgað nokkuð. hafa vaknað vegna þessarar hröðu uppbyggingar. Meðal annars sú spuming hvenær dreifbýli verður þéttbýli á sumarbústaðasvæðum. Unnið er að deiliskipulagi margra svæða í Borgarbyggð undir sumarhús auk þess sem lögð hafa verið drög að stækkun margra þeirra sem fyrir em. Er þar um að ræða allt ffá nokkrum sumarhúsalóðum uppí svæði þar sem gert er ráð fyrir hundruðum bústaða. Erfitt er að gera sér grein fyrir fjökla þeirra sumarhúsalóða sem nú era í undirbúningi í Borgarfirði en ljóst að samkvæmt ítmstu óskum gætu þær verið að nálgast eitt þúsund. Nefiia má í þessu sambandi sem dæmi fyrirhugaða uppbyggingu í löndum jarðanna Indriðastaða og Hvamms í Skorradal, í HúsafeOi og Galtarholti II í Borgarbyggð. HJ Landnemaskólinn útskrifar nemendur í Ólafsvík í síðustu viku útskrifaðist níu manna hópur sem stundað hefur nám í Landnemaskólanum í Olafsvík, sem starfar á vegum Símenntunarmiðstöðvarinnar á Vesturlandi. Markmiðið með þessu námi er að auðvelda fólki af erlendum uppruna aðlögun að íslenskum vinnumarkaði og samfélaginu í heild. I skólanum er megináhersla lögð á nám í íslensku en eirrnig er kennd samfélagsfræði, tölvunotkun, sjálfsstyrking og samskipti. Námsmenn eiga að fá tækifæri til að spreyta sig á margvíslegri verkefnavinnu, hlutverkaleikjum, rökræðum og fleiru. Þetta er í annað sinn sem þetta er í boði á Vesturlandi, en brýn nauðsyn hefur verið á slíku námi. Sérstaklega hefur það átt við Snæfellsnes, þar sem að fjöldi údendinga er mikill. Gerður hefur verið góður rómur að náminu og við útskriftina gerði einn vinnuveitandinn af Snæfellsnesinu það sérstaklega að umtalsefni sínu og bar mikið lof á námið. Gert er ráð fyrir að boðið verði upp á sama nám á vorönn 2007 í Borgarnesi og að hausti á Akranesi. KH Krónan opnaði nýja verslun á Akranesi Á sunnudag klukkan 13 opnaði Krónan nýja og glæsilega Krónuverslun sem staðsett er í nýju verslunarmiðstöðinni, sem hlotið hefur nafnið Skaginn, og er við Dalbraut 1 á Akranesi. Um er að ræða stóra og rúmgóða versltm með nýjungar á ýmsum sviðum. Vöruúrval er fjölbreytt og aðgengi að vöram gott. Þar er salatbar, heilsuvömdeild sem býður uppá lífrænar og hollar vörar ásamt því sem seldur er heitur heimilismatur í hádegi og á kvöldin. Boðið er upp á stóra brauðdeild og úrvalið af kjöt- og fiskvöram. Kjötmeistari Krónunnar var á staðnum í dag og aðstoðaði hann fólk eftir þörfum við afgreiðslu og val á kjötvöram. Þá er mikið úrval af grænmeti og ávöxtum á grænmetistorgi. Þess má geta að ef viðskiptavinir taka með sér úrklippur úr auglýsingabæklingum Krónunnar þá renna 300 krónur fyrir hverja úrklippu til Björgunarfélags Akraness, sem styrkur frá nýju versluninni. MM/ Ijósrn. GÓ r T§ p": WaL-:' ; : xtf fc Vf! B/BsSmP i i PISTILL GISLA Gleðilegjól eða þannig! Ef það skyldi hafa farið fram hjá einhverjum þá skal það ítrekað og staðfest í eitt skipti fyrir öll að ég er harðjaxl og hörkutól fram í í fingurgóma og annálað karlmenni og kappi. Eg er hugaður sem ljón, sterkur sem naut, iðinn sem maur, grimmur sem gíraffi í þunglyndiskasti og harður í horn að taka líkt og íjög- urra vetra hrútur á fengi- tíð. Eg þoli hvorki vol né væl og væmni hverskunar vek- ur mér gjarnan viðbjóð. Eg bogna hvorki né brest við mótlæti og öll viðkvæmni eða tilfinningasemi eru mér sem ókönnuð lönd. Ég er aldrei hriggur og aldrei glaður. Engu að síður leyfi ég mér að gefa eftir einu sinni á ári og slaka á karl- mennskunni og gefa mig jólgleðinni á vald. An þess þó að missa mig að sjálf- sögðu. Það er nefnilega öllum hollt að vera mannlegur einu sinni á ári. Jafnvel barnalegur ef út í það er farið því hverjir eru mann- legri en einmitt börnin? Því ætti enginn að vera svo harður, grimmur eða sam- viskulaus að hann leyfi jól- unum ekki aðeins að koma við sig. Ég ætlast ekki til þess að merm hlaupi um með englahár á hausnum og gauli jólalögin sem allir fara hvort eð er rang með. Ég á einfaldlega við það að menn brjóti odd af oflæti sínu, halli sér aftur í stóln- um, lygni aftur augunum og finni snefil af friðsemd í brjóstinu (c.a. bak við þriðja rifbein vinstra meg- in) Jólin eru kjörinn vett- vangur til að tappa af þrýstingi sem safnast hefur upp í erli dagsins allt árið um kring. Jólin eiga að vera eins og vin í eyði- mörkinni eða hvíldarstað- ur fyrir þreytta ferðalanga á langri vegferð. Eitthvað sem að er stefnt allt árið og menn geta svo notið til fullnustu þegar þar að kemur og síðan haldið áfram sama streðinu, harð- ari og kaldari en nokkru sinni fyrr. Jólin eru svolítið eins og Evróvision söngvakeppn- inn. Þykir ffekar hallæris- leg en samt missir enginn af henni. Jólin hafa líka þann kost að það getur hver notið þeirra á sinn hátt. Sumir með aðstoð krítarkortsins en aðrir af meiri nægju- semi og lítillæti. Jólin skyldi engin vanmeta. Gísli Einarsson, í hóflegujólaskapi.

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.