Skessuhorn


Skessuhorn - 20.12.2006, Page 14

Skessuhorn - 20.12.2006, Page 14
14 MIÐVIKUDAGUR 20. DESEMBER 2006 Bæjarstjóm unga fólksins bjartsýn og vill hugsa stórt Fimmti fundur bæjastjórnar trnga fólksins á Akranesi var haldinn í bæjarþingsalnum sl. þriðjudag. Þar tóku ungmenni í unglingaráði Akraness sæti í bæjarstjórn. Ung- lingaráðið er skipað fulltrúum nemendafélaga grunnskólanna, nemendafélags Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi og fulltrú- um félagsmiðstöðvanna tveggja; Arnardals og Hvíta hússins. Ráðið starfar sem samráðsnefnd tóm- stunda- og forvarnarnefndar þegar um málefni unglinga er að ræða og vinnur að stefhumótun í æskulýðs- málum í samstarfi við kennara, æskulýðsfulltrúa og deildarstjóra æskulýðsmála. Strætókort Bæjarfulltrúarnir ungu voru sjö að tölu og í upphafi fundar bauð bæjarstjórinn, Gísli S. Einarsson þá alla velkomna og benti á að sjaldan hefði verið jafin fjölmennt á áhorf- endabekkjunum, sem táknaði greinilega góðan áhuga á fundin- um. Krakkamir sem tóku til máls vom öll skelegg og málefnaleg, þökkuðu bæjarstjórninni það sem vel væri gert fyrir unglinga en bentu einnig á ýmislegt sem mætti betur fara. Þór Birgisson, nemandi í Fjölbrautaskóla Vesturlands, stakk upp á að útvega því unga fólki héð- an af Skaganum, sem stundar nám við Háskóla í Reykjavík, strætókort og þannig mætti stuðla að því að fólkið héldist ffekar í héraði. Vilja meiri tíma að Laugum Líf Lámsdóttir ffá Grundaskóla gerði það að umtalsefhi að jákvæð- ari viðhorf til margra hluta mætti ríkja og hvatti bæjarfélagið að hugsa stórt. Láms Björgvinsson úr Brekkubæjarskóla, fjallaði um dvöl 9. bekkinga að Laugum í Sælings- dal og benti á að krakkar af Skagan- um fengu ekki fulla vikudvöl, líkt og krakkar í öðmm skólum, en þess í stað skiptu nemendur í Grunda- og Brekkjubæjarskóla með sér vik- unni og lagði Láras til að því fyrir- komulagi yrði breytt, því mikil ánægja væri hjá þeim með veruna að Laugum. Tækifæri til að skapa og hugsa sjálfstætt Einnig komu krakkarnir inn á umhverfismál og endurvinnslu, en auðheyrt var að þau hafa sterkar skoðanir á þeim málum og því hvernig bærinn eigi að líta út. Sig- urbjörg G. Guðmundsdóttir, frá félagsmiðstöðinni Arnardal, lagði til að komið yrði upp skautasvelli í bænum sem myndi nýtast allri fjöl- skyldunni en hún gagnrýndi einnig lítið skipulagt félagslíf fýrir unglinga á Akranes á sumrin og kom fram með tillögur að lausn- um. A fundinum var komið að þeirri neikvæðu umfjöllun sem unglingar fá stöðugt að heyra og er hamrað á í þjóðfélaginu og bentu á ýmislegt sem sýndi það gagnstæða. Ung- lingar væm yfirleitt að standa sig mjög vel og fullorðna fólkið mætti vera stolt af ungdómi dagsins en nauðsynlegt væri að vinna saman og gefa unglingunum tækifæri á skapa, hugsa sjálfstætt og sýna þeim traust. KH Tíu íbúðir fyrir fadaða keyptar í Borgamesi Oryrkjabandalag íslands, í sam- vinnu við Félagsmálaráðuneytið og Svæðisskrifstofu um málefni fatlaðra á Vesturlandi era um þess- ar mundir að semja um kaup á tíu íbúðum í þremur mismunandi húsum í Borgarnesi fyrir fatlaða einstaklinga. A skrifstofu um mál- efni fatlaðra á Vesturlandi er verið að kynna málið þessa dagana fyrir væntanlegum íbúum og aðstand- endum þeirra. Að sögn Arnheiðar Andrésdótt- ur sviðssjóra hjá SFV verður afar ánægjulegt ef þessi áfangi næst, sem allar líkur era á. „Þörfin fyrir íbúðarhúsnæði var orðin brýn. Að mörgu er að hyggja. Sem dæmi verður að vera aðgengi fyrir fatl- aða og því verða allar íbúðir að vera á fyrstu hæð. Ein af íbúðun- um er hugsuð eingöngu fyrir starfsfólk, því talað er um að veita þjónustu allan sólarhringinn. Eins yrði í sömu íbúð aðstaða fyrir skammtímavistun fýrir einn ein- stakling ef t.d. skyndilega koma upp veikindi í fjölskyldu viðkom- andi. Þessa úrlausn hefur vantað sárlega. Fram að þessu hefur nær eingöngu verið hægt að bjóða upp á skammtímavistun um helgar. Skrifstofan kemur til með að veita alla þjónustu inn í íbúðirnar í sam- vinnu við Borgarbyggð. Ef samn- ingar nást munu tvær af íbúðun- um sérstaklega vera ætlaðar geð- fötluðum og yrði það hluti af átaki um málefni þeirra og Félagsmála- ráðuneytið er með í gangi. Ef allt fer eins og ætlað er munu íbúar geta flutt inn í árslok 2007,“ sagði Arnheiður að lokum. BGK F.v. Sveinn Hálfdánarson, Þorvar&ur Magnússon og Vilhjálmur Birgisson undirrita samninginn. Vimustaoasamningur fyrir starfcfólk Fjöliðjunnar I gær var undirritað samkomulag milli starfsmanna Fjöliðjunnar; vinnu- og hæfingarsstaðar annars vegar og Verkalýðsfélag Akraness og Stéttarfélags Vesturlands hins- vegar um kjör starfsmanna Fjöliðj- unnar. Þar staðfestist formlega að starfsmenn Fjöliðjunnar eru og hafa verið fullgildir félagsmenn í þessum félögum og njóta allra þeirra réttinda sem þau veita fé- lagsmönnum. „Allt frá stofnum Fjöliðjunnar árið 1984 hefur verið greitt eftir gildandi kjarasamningi stéttarfélaganna og er þessi undir- rituð staðfestinga á því sem verið hefur,“ sagði Þorvarður Magnús- son, forstöðumaður Fjöliðjunnar við þetta tilefni. Formenn félaganna, þeir Vil- hjálmur Birgisson og Sveinn Hálf- dánarson lýstu yfir mikilh ánægju með að þetta samkomulag væri komið í höfn og ítrekuðu að það væri staðfesting á gildandi fýrir- komulagi varðandi launamál starfs- manna. Lýstu þeir yfir mikilli ánægju með það starf sem unnið væri í Fjöliðjunni og hvöttu þeir starfsmenn til að nýta sér þjónustu félaganna, svo sem orlofshús og aðra þjónustu sem í boði væri. I lokin afhenti Vilhjálmur Birgis- son, formaður VLFA forstöðu- manni Fjöliðjunnar ávísun að upp- hæð kr 100.000 sem viðurkenningu fýrir það góða starf sem Fjöliðjan væri að vinna. Þorvarður lýsti því yfir að þessir fjármunir yrðu notað- ir tdl skemmtiferðar starfsfólks, en færu ekki inn í beinan rekstur Fjöliðjunnar. MM Burðarstóll fyrir fatlaða í Grunnskóla Borgamess Ragnhildur Kristín Einarsdáttir formaiur Rauða kross deildar- innar afhendir Krisljáni Gíslasyni skólastjára Grunnskóla Borgamess stólinn góða. í liðinni viku var Grunnskólan- um í Borgarnesi afhentur sérhann- aður og útbúinn burðarstóll fyrir fatlaða einstak- linga sem nota á ef til þess kemur að rýma þurfi skóla- húsnæðið tafar- laust. Það var Bjarni K. Þorsteinsson, slökkviliðsstjóri Borgarbyggðar sem gekkst fýrir því að stóllinn yrði keyptur. Bjarni sagðist hafa haft samband við Olaf Gíslason & co/ Eldvarnamiðstöð- in sem flytur þessa stóla inn og Borgarfjarðardeild Rauða kross Islands. Fyrirtækið gaf helminginn og Rauði krossinn það sem út af stóð. Að sögn Bjarna era sams konar stólar notaðir víða þar sem þrengsli væra, meðal annars í sjúkrabílum. Tveir merm geta auð- veldlega borið stólinn og einnig era stór hjól að aftan svo auðvelt er að komast með hann niður siga. „Þessi mál þurfa einfaldlega að vera í lagi og engin þörf að gera vanda- mál úr einhverju sem tiltölulega auðvelt er að leysa,“ sagði Bjami að lokum. BGK Misjöfn sýn sveitarstjómamianna á íjárhagsáæthin Þegar sveitarstjórn Borgar- byggðar samþykkti fjárhagsáætlun fýrir árið 2007 bókuðu fulltrúar meirihlutans og minnihlutans í bæjarstjórn skoðun sína á áætlun- inni og þar kemur glöggt fram hversu misjöfnum augum fulltrúar einstakra stjórnmálaafla líta á verk sín. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Borgarlistans, sem mynda meirihluta bæjarstjórnar, sögðu meðal annars í sinni bókun að fjár- hagsáætlunin sýndi „vel þann vöxt og þá uppbyggingu sem á sér stað í nýju sameinuðu sveitarfélagi. Þessi fjárhagsáætlun er metnaðarfull áætlun sem verður leiðarljós við rekstur Borgarbyggðar á komandi ári,“ segir í bókuninni. Þá kemur fram að þjónustustigið í sveitarfélaginu sé hátt og sífellt sé unnið að því að efla og bæta að- búnað íbúa sveitarfélagsins. „Það er staðföst trú okkar, sveitarstjórn- arfulltrúa Sjálfstæðisflokks og Borgarlista, að í Borgarbyggð sé gott að búa og vera, mannlíf fjöl- skrúðugt og blómlegt og framtíðin er björt. Fjárhagsáætlun Borgar- byggðar fýrir árið 2007 ber merki uppbyggingar í vaxandi sveitarfé- lagi en þó er gætt aðhalds í rekstri sem leiða mun til aukinnar hag- sældar á komandi áram.“ Fulltrúar Framsóknarflokksins, sem sitja í minnihluta lögðu einnig fram bókun þar sem segir að flokk- urinn hafi í kosningabaráttunni í vor lagt fram „raunhæfa stefnuskrá byggða á bestu fáanlegum upplýs- ingum um fjárhagsgetu sveitarfé- lagsins,“ eins og segir í bókuninni. „Þar var ekki að finna loforðalista eins og þann sem meirihlutaflokk- arnir lögðu fram og engin inni- stæða var fyrir.“ Telja fulltrúarnir að hvergi sé að finna í áætluninni merki um að meirihlutinn ætli sér að standa við þessi loforð og nefha í því sambandi gjaldfrjálsan leik- skóla, aukið námsframboð í grunn- skólum, umhverfismál og margt fleira. Þetta sé einkennilegt í því ljósi að tekjur sveitarfélagsins séu áætlaðar töluvert hærri „en eðli- legt var að gera ráð fýrir þegar þessi loforð vora gefin.“ Þrátt fýrir þetta greiddu sveitar- stjórnarmenn Framsóknarflokks- ins fjárhagsáætluninni atkvæði sitt. „Fjárhagsáætlunin er ekki galla- laus, en hún er með vísan í ofanrit- að, á margan hátt líkari stefnu- mörkun Framsóknarmanna en meirihlutaflokkanna. I ljósi þess styðja fulltrúar Framsóknarmanna fýrirliggjandi fjárhagsáætlun.“ m r /

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.