Skessuhorn


Skessuhorn - 20.12.2006, Page 18

Skessuhorn - 20.12.2006, Page 18
18 MIÐVIKUDAGUR 20. DESEMBER 2006 ^WItuLl .'iKLD/ Hvemig er að eiga ajnueli á aðfangadag? Ester Guimarsdóttir, 1942 - Ólafsvík „Það hefur aldrei verið neitt mál og þetta hefur einfaldlega verið eitthvað sem ég hef sætt mig við og lifað með. Enda er þetta alvanalegt í fjölskyldunni að eiga afmælisdaga á ffábrugðnum dögum, því sonur minn á afmæli á hlaupársdag og móðir mín á ný- ársdag," segir Ester. Hún heldur áffam „Auk þess fékk ég alltaf auka pakka, en það var enginn sem reyndi að komast upp með það að slá tvær gjafir í eina. Eg fékk líka iðulega að heyra það þegar ég var yngri að ég væri jólabarn og það fannst mér að sjálfsögðu ekki verra. Það eina sem var erfiðara við að eiga var kannski að halda upp á afmælið sem rann óhjákvæmilega saman við jólauppákomurnar en ég fann aldrei fyrir öðru nema að það væri bara skemrntilegt." Vignir Már Runólfsson, 1976 - Grundarfjörður Vignir Már Runólfsson á ekki aðeins afmæli á aðfangadegi heldur stendur fyrir dyrum stórafmæli en hann verður þrí- tugur þann 24. n.k. „Sem barni fannst mér aldrei slæmt að eiga afimæli á þessum degi enda var alltaf passað upp á að halda það a.m.k. viku fyrir. Það er kannski ffekar núna sem það er óþægilegt og strembnara að finna dag þar sem hægt er hóa fólki saman til fagnaðar. Eg reyni líklegast að halda einhverja smá gleði á Þor- láksmessu þessi jólin til að halda upp á tímamótin, en það verður allt í hófi,“ segir Vignir. Hann segir foreldra sína alltaf gefa sér afmælisgjöf og oftast í kringum miðnætti á Þorláksmessu og það hafi honum alltaf þótt spennandi en hins vegar slái oft aðrir ætt- ingjar og vinir í eina gjöf og er hún oft veglegri fyrir vikið. Hrönn Þórisdóttir, 1957 - Hellissandi Hrönn Þórisdóttir á Hell- issandi, er ein þeirra Vestlend- inga sem fædd er á aðfangadag jóla. Hún hefur aldrei haldið af- mælisveislu sjálf, var eitthvað að hugsa um slíkt þegar einhverjum tugnum var náð, en ekkert varð úr ffamkvæmd. Það var í eina skiptið sem hún miimist þess að hafa leitt hugann að því að kannski væri gott að eiga afmæli á öðrum degi. Hrönn er alin upp í sveit og því skiptu afmælisveislur kannski ekki eins miklu máli og í kaupstaðnum, hún fann alla vega ekkert fyrir því. En sem barn var hún oft vakin að morgni aðfanga- dags með söng og pakka, sem var yndislegt að hennar sögn og svo voru auðvitað pakkar um kvöldið. Mamma hennar var yfirleitt með kaffi um miðjan daginn fyrir affnælisbarnið og fjölskylduna. Oðrum bömum fannst þetta mik- il upphefð fyrir hennar hönd að eiga afmæli á sama dag og Jesús, en hún fann ekkert fyrir því sjálf. Þóra Þorgeirsdóttir 1960 - Þverholtum Borgarbyggð Þóra Þorgeirsdóttir er alin upp í sveit og þá var ekki til siðs eins og nú að bjóða heim öllum bekknum á afmælisdaginn. En henni finnst ffábært að eiga af- mæli á jólunum. Fékk alltaf sínar afmælisgjafir og systir hennar vakti hana á morgni afmælisdags- ins í mörg ár með því að spila lagið Litla jólabarn.. ,fyíér hefur alltaf fundist að ég ætti lagið og auðvitað væri það um mig,“ segir Þóra hlæjandi. A bemskuheimili Þóra var margbýlt og um kvöldið komu afi og amma og aðrir ætt- ingjar í kaffi sem Þóra upplifði sem afmæliskaffi. „Það er í raun hagstætt að eiga afmæli þennan dag, ekki síður þegar ég var barn. Eg var laus við pakkaspenning kvöldsins því að ég var búin að fá fullt af pökkum um morguninn. Hin síðari ár hef ég stundum verið með kaffi á Þorláksmessu. Bara passað mig á því að vera alltaf búin að öllu í tíma, svo ég geti notið þess að taka á móti gesmm. Þegar ég varð fertug hélt ég upp á daginn klukkan 10 að morgni aðfanga- dags. Það komu yfir fjömtíu gest- ir og þetta var stórkostlegt." Þeg- ar Þóra var unglingur fæddist annað stúlkubarn í sveitinni á að- fangadag jóla, sú hefur meira að segja sama fangamark. „Mér fannst ég alltaf eiga svolítið í þessari stelpu, þótt við séum ekk- ert skyldar, bara eingöngu vegna dagsins," sagði Þóra að lokum. Mikið keypt af jólaseríum á Grundarfirði I Hrannarbúðinni í Gmndar- Aðventuskreytingar í Módel á Akranesi. Fyrirsögnin er tekin úr kunnug- legum jólasöngtexta; Jólin koma, eftir Omar Ragnarsson. Jólasvein- arnir era að tínast til byggða, allt á kafi í snó, í bænum er ys og þys og heimilismóðirinn stendur sveitt í jólahreingerningunum og bakstri. Á meðan gengur mæðulegur heimilsfaðirinn um bæinn á milli búða, svo blankur að hann getur ekki einu sinni keypt kjól á frúnna því eins og segir í niðurlagi einnar vísunnar, „það er svo dýrt að halda þessi jól.“ Og þrátt fyrir að textinn standi enn fyrir sínu og eigi enn við í dag, þ.á.m. um dýrtíðina, era líklega jólapakkarnir í ár ögn stærri og íburðarmeiri en þá var talið venju- legt. Og láti einhver það hvarfla að sér að einn kjólgopi sé eitthvað til þess að mæðast yfir skal sá hinn sami taka það til ítarlegrar endur- skoðunnar. Að því komst blaða- maður Skessuhorns er hann tók tal af forráðarmönnum verslana á Vesturlandi, spurði þá hvernig jólavertíðin færi af stað, hvort heimamenn væra duglegir að láta sjá sig og hver væri nú vinsælasta jólagjöfin þetta árið? Með ýmis kjöttilboð í gangi í Samkaup - Urvali í Borgarnesi er nýráðinn verslunarstjóri Gísli Sigurðsson. Segist hann eðlilega ekki geta borið verslunina nú í ár við þá í fyrra, en tilfinningin þeirra í Samkaup sé sú að hún sé svipuð og í fyrra. „Hún er að byrja að fara af stað þessa vikuna [sagt í síðustu viku] og ég vonast eftir að helgin Gísli í Samkaupum. verði lífleg," segir Gísli. „Verslan- irnar í Hyrnutorgi hafa hins vegar ekki verið með samræmdan opn- unartíma í desember, en það hefði vissulega verið ákjósanlegt." Gísli sagði heimafólk aðallega leggja leið sína til þeirra, ekki yrði hann mikið var við að utanbæjar- eða sumarbústaðafólk kæmi á þessum tíma í verslunarleiðangur. Um jólagjafirnar sagði hann selja mest af hvers konar heimilistækjum; sjónvörp, DVD spilara og mynda- vélar, en einnig væri hellingssala í bókum, sem yrði að teljast gleði- legt. „Eg er bjartsýnn með fram- haldið, enda erum við með alls kyns tilboð í gangi, aðallega á kjöti og býst fastlega við að fólk taki við sér vegna þess,“ sagði hann að lok- um. Ungur drengur að skoðafína gripi hjá Gunnari ogjóhimnu í Hrannarbúðinni. Stórir skartgripir og flatskjáir Guðni Tryggvasson er verslun- areigandi Models á Akranesi. Verslun hans býður m.a. upp á heimilistæki, gjafavöra, blóm og skartgripi. Guðni sagðist vera í „himnasælu“ yfir gangi mála og virtist jólaverslunin ætla að fara fram úr björtustu vonum. „Það er búið að vera mikill straumur fólks hingað til okkar og hin eiginlega jólaverslun byrjaði strax í nóvem- ber. Það er mun meira um að vera hjá okkur núna en í fyrra og gam- an að sjá hversu margir heima- menn sækja í að versla í heima- byggð.“ Aðspurður sagði Guðni líklega skýringu vera tilkomu fleiri verslana og uppbyggingu á svæð- inu, þ.á.m. þeirra sem seldu þekkt lágvöramerki en þannig væri auk- inn möguleiki á að halda fólki inn- an heimabyggðar og fá það til þess að versla þar meira. „Hin almenna gjafavara hjá okk- ur er mjög vinsæl en það sem er að seljast hvað mest hjá okkur um þessar mundir, era stórir skart- gripir og síðan flatskjáir," segir Guðni. „Flatskjáirnir kosta allt upp í 500 þúsund og það er tals- vert um að fólk sé að staðgreiða þá, þannig að það er áberandi meiri um peninga í umferð þessi jólin en í fyrra.“ Guðni segist vera afar bjartsýnn með framhaldið og á ekki von á öðra eri straumurinn haldi áfram, enda aðal verslunar- vikan eftir. KH firði er verslunareigandi Gunnar Kristjánsson. Verslunin sérhæfir sig í ritföngum, gjafavöram, tölv- um og bókum. Þegar Skessuhorn hafði samband var hann í síðustu viku var hann afar hress og ánægð- ur með þá verslun sem þegar var búin að vera og nánast sleitulaust síðan frá jólaföstu. Hann sagði bækur vera að seljast þónokkuð vel og bjóst við salan á þeim myndi aukast enn frekar næstu daga. „Það er ekkert eitt fremur en annað sem er að fara hjá okkur, heldur er það frekar jafnt úr öllum flokkum. Leikföng era vinsæl, gjafapappír og hefðbundnar jólaseríur, en það er mikill memaður í skreytingum hérna í bænum og fólk upptekið af því,“ segir Gunnar. Vertíðina segir Gunnar vera svipaða og í fyrra, hann sé bjartsýnn með framhaldið og eftir því sem hann skynji sé heimafólk duglegt að versla í heimabyggð. Er nálgast jólin lifiiar yfir öllu, það er svo margt sem þarf að gera þá Nokkrir verslunareigendur á Vesturlandi teknir tali

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue: 51. tölublað (20.12.2006)
https://timarit.is/issue/404138

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.

51. tölublað (20.12.2006)

Actions: