Skessuhorn


Skessuhorn - 20.12.2006, Qupperneq 30

Skessuhorn - 20.12.2006, Qupperneq 30
 30 MIÐVIKUDAGUR 20. DESEMBER 2006 Vesturland 2006 í máli og myndum Kirkjur áttu afimæli Fagnað var vígsluafmæli nokkurra kirkna á Vesturlandi í ár. Má þar nefna Akraneskirkju sem nú er 110 ára, Hjarðar- holtskirkja í Dölum varð 100 ára, Grundarfjarðarkirkja 40 ára og Reykholtskirkja 10 ára. Fjölmennar hátíðir voru haldnar á öllum þessum stöðum. Myndin er tekin að aflok- inni hátíðarmessu í Grundarfjarðarkirkju í sumar. Slátrun hætt þrátt fyrir endurbætur húss Síðsumars var ákveðið að hætta slátrun í Búðardal þrátt fyrir að húsnæðið hafi á nýliðnum árum verið tekið í gegn ffá grtmni til þaks fyrir 66 milljónir króna. Kom þessi ákvörðun mjög á óvart en nýlega áður hafði KS tekið við rekstri hússins af Norðlenska. Það er stefna KS að nýta mannvirkin að hluta til sögunar og þar hafa einnig verið sviðnir hausar í haust. Myndir sýnir tóma vinnslusali slátur- hússins. Vaxtarsamningur undirritaður Á aðalfundi SSV í haust var Vaxtarsamningur Vesturlands undirritaður. Unnið hefur verið að samningnum undanfarin tvö ár. Vaxtarsamningar ganga í grundvallaratriðum út á að stofna klasa á ákveðnu svæði sem vinni saman. Klasi er land- fræðileg þyrping tengdra fyrirtækja, birgja, þjónustuaðila, fyrirtækja í tengdum atvinnugreinum og stofnana á sérhæfð- um sviðum sem eiga í samkeppni og einnig í samvinnu. At- hyglisverðasta dæmið um klasa af þessu tagi er samstarf ferðaþjónustuaðila á Vesturlandi undir nafninu All Senses. Þar starfa um 20 framsækin ferðaþjónustufyrirtæki saman m.a. að markaðssetningu og hafa þau þegar náð merkjanleg- um árangri með samstarfinu. Lasinn kútter Ástand Kútters Sigurfara á Akranesi er bágborið og eru nú uppi áætlunir um að taka skipið niður af stalli sínum við Garða og flytja erlendis til viðgerðar. Verkið er hinsvegar kostnaðarsamt og er leitað fjármagns til að ganga af mynd- ugleik í verkið. Víða er skipið gegnumfúið og er einungis tímaspursmál hvenær það hrinur undan þunga sínum, verði ekkert að gert. SPM valinn frumkvöðull Vesturlands I haust voru Frumkvöðlaverðlaun Vesturlands veitt í fyrsta skipti. Tilgangur verðlaunanna er að örva frumkvöðlastarf á Vesturlandi með því að veita þeim aðila/einstaklingi eða fyr- irtæki sem talið er skara ffam úr, viðurkenningu fyrir frum- kvöðlaframtak á Vesturlandi á sviði atvinnumála. Það var Sparisjóður Mýrasýslu sem hlaut verðlaunin fyrir árið 2005. Rök nefndarinnar voru m.a. þau að Sparisjóður Mýrasýslu hefði verið öflugur bakhjarl atvinnulífs og stutt dyggilega við nýsköpun þess á svæðinu. Auk þess hefði hann verið öfl- ugt hreyfiafl í umbreytingum og nýrri hugsun í fyrirtækjum á Vesturlandi. Sparisjóðurinn hafi einnig verið frumkvöðull í breytingum á eignarhaldi Sparisjóða í landinu. Runólfur hættir I haust kom á yfirborðið óánægja með stjórnunarhætti stjómar og rektors Viðskiptaháskólans á Bifföst. Reynt var að lægja öldur en upp úr sauð nú í nóvember. Runólfur Agústsson, sem stýrt hefur skólanum undanfarin ár, sagði þá af sér og nú hefur háskólastjóm ráðið Agúst Einarsson prófessor í starf rektors. Runólfs verður hinsvegar minnst fyrir einstaklega mik- inn ífumkvöðlakraff við uppbyggingu h'tils háskóla í sveit upp í það að vera ffamsækinn háskóh með margar námsbrautir. Sam- félagið á Bifföst telur nú hátt í 800 íbúa. Hvalurinn I haust var nýr kafli skrifaður í hvalveiðisögu Islendinga. Sjávarútvegsráðherra gaf veiðileyfi á 9 langreyðar og var rykið og ryðið dustað af eldgömlum hvaðveiðibáti; Hvali 9 RE-399 og siglt á miðin. Veiðarnar gengu vel miðað við árs- tíma og var hver hvalurinn af fætur öðmm dreginn að landi í hvalstöðinni í Hvalfirði, þeir skornir þar og verkaðir á Akranesi. Fá mál hafa fengið eins mikla umfjöllun í fjölmiðl- um hér á landi á þessu ári og erlendir fjölmiðlar fylgdust einnig grannt með. Hvalskurðarmenn frá fyrri tíð mættu á planið í Hvalstöðinni og tóku sveðjur sínar og skám, rétt eins og hér á árum áður. Á myndinni eru þeir kumpánar Kristján Loftsson í Hval hf. og Einar K Guðfinnsson, sjáv- arútvegsráðherra kampakátir eftir að fyrsti hvalurinr; kom að landi. Akranesshöllin vígð I október var formlega vígt gríðarstórt íþróttahús á Akra- nesi og hlaut það nafhið Akranesshöllin. Þar með hafa Skagamenn eignast yfirbyggðan knattspyrnuvöll í fullri stærð sem vafalaust á eftir að gagnast vel við iðkun ýmissa íþróttagreina í bæjarfélaginu. Við óskum viðskiptavinum okkar og Vestlendingum öllum gleðilegra jóla og farsœldar á komandi ári Landsbankinn Banki allra landsmanna
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.