Skessuhorn


Skessuhorn - 20.12.2006, Síða 32

Skessuhorn - 20.12.2006, Síða 32
32 MIÐVIKUDAGUR 20. DESEMBER 2006 Hvaðan kemur Grýla ? Grýla er ein af íslensku jólavættunum. Hún er nefnd með- al tröllkvenna í þulum Snorra-Eddu en er ekki bendluð sér- staklega við jólin fyrr en í kvæði ffá 17. öld sem eignað er síra Guðmundi Erlendssyni á Felli í Sléttahlíð. Grýla er í ís- lenskum sögnum talin móðir jólasveinanna, eins og við vit- um flest. En lítum nánar á þjóðtrúna. I þjóðsögum Jóns Arnasonar segir meðal annars um Grýlu: „Þó nú gangi ekki lengur nein munnmæli um Grýlu að teljandi sé verður allt um það að geta hennar að því sem finnst um hana í fornum ritum og þulum og manns hennar Leppalúða, því á fýrri öldum hafa farið miklar sögur af þeim, einkum henni, svo að löng kvæði hafa verið um þau kveðin og mörg menn. En eftir að farið var að hætta að hræða börn í uppvextinum með ýmsu móti hefur grýlutrúin lagzt mjög fyrir óðal því Grýla var mest höfð til að fæla börn með henni frá ógangi og ærslum og því er orðið grýla þegar í Sturlungu haft um tröllkonu eður óvætt sem öðrum stendur ógn af og grýlur um ógnanir.“ Eftirlætismatur Grýlu er kjöt af óþægum börnum, en henni er lítt gefið um fiskmeti, súpur og grauta. Þessi óvætt- ur á sér margar samsvaranir víða í Evrópu en fáar eru samt eins ógnvekjandi og Grýla. Sú tilgáta hefur verið viðruð, reyndar með miklum fýrirvara, að Grýla og fjölskylda gæti verið endurspeglun alþýðu á grimmum yfirvöldum. Grýla kemur fýrst verulega fram á sjónarsvið eftir að einveldi kon- ungs ágerist á 17. öld. Jólasveinar gætu samsvarað sýslu- mönnum konungs sem heimtuðu skatt af fátækum. Ekki myndi Grýla sigra í keppninni „Ungfrú Island.“ Um hana myndi ekki heldur eiga við hendingin úr kvæðinu, lit- fríð og ljóshærð og létt undir brún. I myndum sem lista- menn hafa gert af konu þessari, eða flagði, er hún grá og guggin, með klær og hófa, hornótt, kjaftstór og vígtennt. Oll skilningarvit hennar eru stórskorin. Augu hefur hún í hnakka, eyru á við stærstu brúsahöldur, nefið er hlykkjótt og langt. Augun og augnaráðið ógnvænlegt og úr vitum henn- ar stendur helblá gufa. Hún er gömul og gengur við staf. En samt síung. Gaman er að glugga í kvæði sem ort hafa verið um Grýlu og hvernig þau hafa breyst með árunum. Margir þekkja Grýlukvæði Jóhannesar úr Kötlum ffá árinu 1932. Þar geng- ur hún um, stingur börnum í poka og raular sultarsöng. Þar er hún einnig stundum mögur og stundum feit, allt eftir geðprýði íslenskra barna. Reyndar fer svo í lok kvæðisins að börnin gerast svo góð að Grýla veslast upp og deyr. Hér er smá brot úr kvæðinu: Grýla hét tröllkerling leið og Ijót, með ferlega hönd og haltanfót. I hömrunum hjó hún og horfði yfir sveit, var stundum mögur og stundum feit. A bömunum valt það, hvað Grýla átti gott, og hvort húnfékk mat í sinn poka og sinn pott. Efgóð voru bömin var Grýla svöng, og raulaði ófagran sultarsöng. Svo var það eitt sinn um einhverjól, að bömin fengu buxur og kjól. Og þau voru öll svo undurgóð, að Grýla varð hrtedd og hissa stóð. En við þetta lengi lengi sat. Ifjórtán daga húnfékk ei mat. Þá varð hún svo mikið veslings hró, að loksins í bólið hún lagðist - og dó. En Leppalúði við bólið beið og síðan fór hann þá s 'ömu leið. Nú íslenzku bömin þess eins ég bið, að þau láti ekki hjúin lifita við. Með árunum hefur Grýla mýkst, alla vega í munni manna. Meira að segja hefur kerlingaranginn fríkkað heldur og und- arlegir matarsiðir hennar vikið fyrir nútímalegra fæði. Ómar Ragnarsson gerði hinni „nýju“ Grýlu skil í kvæði fyrir nokkrum árum. Hér er brot úr því. Já matseldin hjá Grýlu greyi er geysimikið streð. Hún hrærir deig, og stórri sleggju slær hún bujftð með. Með jámkarli hún bryður bein og brýtur þau í mél og hrærir skyr í stórri og sterkri steypuhrærivél. Ó Grýla, ó Grýla, ó Grýla í gamla hellinum. Og enn hefja skáldin upp raust sína, Grýlu til heiðurs. Ein- hverjum hefði þótt undarlegt, hér á öldum fýrr, að lýsa þess- um óvætti eins og gert er í dag. Spuming hvort konan hafi farið í einhverja andlitslyftíngu eða notíð ráðgjafar óþekktar stjömu úr Hollywood. En hvað um það. Þórarinn Eldjám lýs- ir í sínu kvæð um þau skötuhjú, Grýlu og Leppalúða, hvemig þau gætu lifað í nútímanum. Hér er hans kvæði. Er börnin uxu upp og burt ellimóð þá sátu kjurt veslings Grýla og Leppalúði. A lífið hvomgt þeirra trúði. Uns Grýla mælti mædd og rám: Það mætti reyna að hefja nám ... Og uppi í Hamrahlíðarskóla háöldmð þau vermdu stóla. í Háskólann þau héldu inn er höfðu klárað öldunginn. Innrituð þau em bæði í uppeldis- og kennsluffæði. BGK Heimildir: Saga daganna, eftir Ama Bjömsson og af netinu. \íkl(M (flUíM jkt/TJM(HUULM (H/ \)idjk( dK/Uir (/(C()ua/r(t /rld oc/ fdrjítimr J KdMd/uic drt ki/M d/l(£(//jilc(/ Jd/njkMt d ud/utM dru/n ^carnes Hangikjöt Hamborgarhryggur Bayonneskinka Frönsk sveitaskinka Andapaté Fasanapaté Hreindýrapaté Villigæsapaté Franskt paté Sveitapaté Fjallagrasapaté Madeirasósa

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.