Skessuhorn - 20.12.2006, Page 34
34
MIÐVIKUDAGUR 20. DESEMBER 2006
Olafsvík er mátulega stór bær fyrir okkur
Rætt við hjónin Sadik og Jasmina Crnac í Olafsvík
Sadik og Jasmina Crnac hafa
komið sér vel fyrir í Olafsvík ásamt
börnunum sínum þremur. Gamla
húsið sem Sadik er búinn að taka
rækilega í gegn af natni og snyrti-
mennsku ber þess vitni að íbúarnir
bera virðingu fyrir sjálfum sér og
umhverfinu. Þau hjónin hafa að-
lagast lífinu á Islandi svo vel að þau
eru engu minni Islendingar en við
hin. Jasmina talar lýtalausa ís-
lensku eftir 10 ára dvöl hér og
börnin þeirra hjóna eru öll fædd á
Islandi.
Eftir leit að betra lífi
„Við komum hingað ffá Bosníu
annan jóladag árið 1996,“ segir
Sadik. „Við komum með atvinnu-
lejtfi og vorum að leita að betra lífi
fyrir fjölskylduna. Astandið í Bosn-
íu var orðið mjög slæmt eftir stríð-
ið og erfitt að byggja þar upp gott
fjölskyldulíf. Við áttum von á okk-
ar fyrsta barni, Jasmína var óffísk
af dótturinni Azra og við vildum
reyna fyrir okkur annars staðar.
Við settumst fyrst að á Ólafsfirði
og þar var auðvitað margt ólíkt því
sem við vorum vön að heiman.
Okkur brá mest við landslagið og
hingað hef ég í frístundunum unn-
ið við að gera upp húsið sem var í
niðurníðslu þegar við keyptum
það. Ég hef haft nóg að gera við að
smíða, leggja parket, mála og dytta
að og leiðist aldrei," segir hús-
bóndinn.
Vont að geta ekki
grínast á íslensku
Hjónin eiga þrjú börn, dótturina
Azra níu ára og soninn Harun 6
ára sem bæði eru fædd á Akureyri
og dótturina Dzana, en hún er 10
mánaða gömul og fædd á Akranesi.
Bömunum hafa öllum verið gefin
gömul, bosnisk nöfh sem foreldr-
unum þykir vænt um. Nöfnin fara
vel í munni og eldri börnin hafa
aldrei lent í vandræðum vegna
þeirra.
„Börnin hafa öll alist upp við ís-
lenskt umhverfi alveg ffá fæðingu
og verið í íslenskum skólum en við
tölum bosnisku við þau hér heima.
Við heimsækjum yfirleitt ættingj-
ana í Bosníu á hverju ári og þau
þurfa að kunna bæði tungumálin
til að geta haldið sambandi við
frændfólk sitt úti. Azra talar líka
Cmac fjölskyldan er að bíöa eftir íslenska ríkisborgararéttinum.
Harun, 6 ára ogAzra, 9 ára enijafnvíg á íslensku og bosntsku. Þau heimsœkja œttingjana í Bosníu yfrileitt á hverju ári, en eiga sína
vini heima í Olafsvík. Frá vinstri, Dzana, Azra og Harun.
verður allt miklu auðveldara þegar
við erum búin að fá íslenskan ríkis-
borgararétt. Það verður aðallega
mikill munur þegar við emm að
ferðast á milli landanna,“ segir
Sadik. „Við erum Islendingar og
ég segi alltaf að þetta sé besta land-
ið í Evrópu. Þetta er landið sem
við völdum til að lifa lífi okkar.“
Jasmína og Sadik eru bosnískir
múslímar og halda ekki jól á sama
tíma og kristið fólk. „Við emm
sjálf vön því að búa í fjölmenning-
arsamfélagi," segir Jasmina. „Það
vora 17 mismunandi trúarbrögð í
bænum þar sem ég bjó og það var
ekkert vandamál. Við höfum held-
ur aldrei lent í neinum leiðindum
út af trúarbrögðum hér.“
„Það skiptir heldur engu máli á
hvað fólk trúir,“segir Sadik. „Það
er aðalatriðið að fólk eigi einhverja
trú til þess að því líði vel og það
verði betra fólk.“
Þakklát fyrir
móttökumar
Yngsta barn þeirra hjónanna er
aðeins 10 mánaða gamalt og
Jasmina hefur verið í barneigna-
leyfi undanfarið en byrjar aftur að
vinna í skólanum efidr áramótin.
Hún er mjög félagslynd eins og
Sadik og lætur sér ekki leiðast.
„Eg stunda blak og á margar
vinkonur. Mér hefur líka alltaf lið-
ið vel í minni vinnu og það verður
fi'nt að koma þangað aftur effir frí-
ið. Það er eins með krakkana,
Haran er í fótbolta og Azra á
margar vinkonur á sínu reki og
þeim líður báðum mjög vel í skól-
anum.
Við eram bara mjög þakklát fyr-
ir að hafa lent á svona góðum stað
og okkur langar til að fá að koma
þakklæti okkar á ffamfæri við bæj-
arfélagið, fyrirtækin og einstak-
lingana sem styrktu okkur þegar
við fóram af stað með söfnun til að
hjálpa til við að endurbyggja veg
sem var eyðilagður í stríðinu í
Bosníu. Það var mjög höfðinglegt.
Okkur langar líka til að nota
tækifærið til að óska öllum vinum
og kunningjum í Snæfellsbæ gleði-
legra jóla,- og ekki bara þeim held-
ur öllum öðram Islendingum líka.
JH
veðrið, t.d. snjóinn og rokið, þetta
var allt öðravísi en við voram vön.
En fólkið er allsstaðar eins og við
áttum ekki í neinum vandræðum
með að kynnast því. Við voram
vön fjölbreytilegu mannlífi og alls
konar trúarbrögðum að heiman
svo við áttum strax mjög gott með
að aðlagast samfélaginu hérna.“
Gerir upp húsið
Sadik vinnur hjá Fiskmarkaðin-
um í Ólafsvík og leggur nótt við
dag þegar þannig stendur á eins og
sönnum Islendingi sæmir. „Það er
mjög gott að vinna í þessu fyrir-
tæki, mér líður vel í vinnunni og ég
á fullt af vinum hér á Islandi.
Okkur líður einfaldlega mjög vel
hér í Ólafsvík, þetta er góður stað-
ur og hér býr gott fólk. Við höfð-
um búið í borg áður og getum ekki
hugsað okkur að búa þannig, þessi
bær er mátulega stór fyrir okkur og
það er gott að ala upp börn hérna.
Hér er svo mikið ffelsi til að lifa og
það skiptir okkur mjög miklu máli.
Eg hef gaman af að gera fínt í
kringum mig og síðan við fluttum
ágæta ensku þótt ég viti ekki
hvernig hún hefur lært hana. Hún
hefur þetta bara í sér“ segir
Jasmina.
,Já, eins og pabbinn," skýtur
háðfuglinn Sadik inn í. „Annars
finnst mér verst að geta ekki grín-
ast á íslensku, það er eiginlega erf-
iðast fyrir mig.“
„Það er alltaf gaman að fara í
heimsókn til Bosníu og við reynum
að fara á hverju ári þótt við sleppt-
um því á þessu ári vegna fæðingar
Dzana. Þó að það sé gaman að
koma til Bosníu er ekki síður gott
að koma heim,“ segir Jasmina.
„Allt sem við eigum er hér á Is-
landi og það er „heima“ fýrir okk-
ur. Hluti af bosnisku fjölskyldunni
okkar er líka hér á Islandi, foreldr-
ar mínir búa á Ólafsfirði og tveir
bræður Sadik búa hér í Ólafsvík
með fjölskyldum sínum.“
Fólk eigi sér trú
Fjölskyldan sótti nýlega um rík-
isborgararétt og þau bíða spennt
eftir að heyra af niðurstöðunni.
„Þótt við höfum það gott núna
Jasmina og Sadik: „ ViS komum í leit aS betra lífi ogfundum þaö hér á lslandi. “