Skessuhorn


Skessuhorn - 20.12.2006, Side 36

Skessuhorn - 20.12.2006, Side 36
36 MIÐVIKUDAGUR 20. DESEMBER 2006 Að þekkja hverja þúfu Rætt við Magnús Sigurðsson fyrrverandi bónda á Gilsbakka Þegar komið er upp bratta brekkuna blasa bæirnir við, reisu- legir undir ávalri hlíð með Tví- dægru rétt ofan við túnið. Allt ber merki um snyrtimennsku. Þarna er gamla húsið frá 1917 sem Guð- mundi Böðvarssyni skáldi varð tíð- rætt um og tvö yngri hús, ásamt gripahúsum. Víðsýnt er af hlaðinu, sést í fimm jöklakolla. Við erum stödd á fæðingarstað Magnúsar Sigurðssonar á Gilsbakka í Hvítár- síðu, sem búið hefur hér alla tíð ásamt sínu fólki. Gefur öllum skepnum nöfn og les enn gler- augnalaust, þótt kominn sé á ní- ræðisaldur. Magnús kvæntist Ragnheiði Kristófersdóttur frá Kalmans- tungu um jólin 1955 og eiga þau fimm böm og sextán barnabörn. Við setjumst inn í stofu og hefj- um spjall við bóndann, sem segist reyndar vera hættur að búa, en þau hjónin hófu búskap árið 1956 og nú er næsti ættliður tekinn við. Þeir hafa rjóðrað í kringum sig Gilsbakki kemur snemma við sögu. A landnámsöld hefur hraun- ið líklega verið nýlega mnnið og því sennilegt að menn setjist hér að ögn seinna en annarsstaðar í Borgarfirði. Svokallað land- námslag, vikurlag, kvað finnast undir hrauninu. Skógur hefur ver- ið töluverður svo menn hafa rjóðr- að í kringum sig. Jörðin var ltmg- inn úr landnámi Hallkels og hér sat ættarhöfðinginn, goðinn. Flest höfum við lesið Gunnlaugssögu ormstungu. Faðir hans Ulugi svarti bjó á Gilsbakka, fýrstur manna. Síðar vom löngum höfðingjar á Gilsbakka, meðan þessi fyrsta ætt sat staðinn. Jörðin er kostagóð, landstór og hlunnindarík. Túnin liggja mörg hver móti suðri. Þótt hraun hylji hluta jarðarinnar, hefur heyfengur verið nógur. Höfðingjarnir hafa að líkindum misst jörðina til kirkjuvaldsins í Staðamálum upp úr þrettán htmd- rað, þá sest að Gilsbakka prestur og jörðin verður staður, eins og kallað var. „Afi minn, Magnús Andrésson, tók við prestakallinu hér haustið 1881, undir mikinn harðindavetur, en við staðnum vorið eftir og varð síðasti prestur á Gilsbakka," segir Magnús. „A sínum tíma gat hann valið hvort hann vildi heldur sækja um Gilsbakka eða Þingvelli. Þá strax vora Þingvellir orðnir dálítið fótaskinn, Gilsbakki líklega betri bújörð og meira næði, svo ég tel líklegt að það hafi verið ástæðan fyrir því að hann velur ffemur að koma hingað. Er hann gerist gamall hefur hann vaðið fyrir neðan sig og kaupir Síðumúla fýrir fjölskylduna. Eins og gerðist á prestssetrum hefði hann og hans fólk átt að víkja fýrir nýjum presti, þegar prestskap hans lyki hér. En með nýjum lög- um um prestaköll, líklega um 1908, er Gilsbakkaprestakall fellt undir Reykholt og hér var ekki lengur beneficium. Næstum á sama tíma er bændum boðið að kaupa kirkjujarðirnar sem þeir sátu. Hér í kring seldust allar jarð- ir kirkjunnar og einnig Gilsbakki, því afi minn keypti hann, en seldi Andrési Eyjólfssyni bróðursyni sínum Síðumúlann fáum áram síð- ar á tuttugu og fimm þúsund krón- ur. Þótt Síðumúli sé afar góð bú- jörð, þá var fólkið orðið hér heimagróið svo engin ástæða var að færa sig, úr því svona skipaðist. Þessi staður heldur fólki fast.“ Gilsbakki var ekki í þjóðbraut. Að Lambatungum meðtöldum nær jörðin norður að sýslumerkj- um, að Efranúpslandi. Nú eru grasnytjar Lambatungna seldar upprekstrarfélagi og þær nýttar sem afréttur. Þjóðleið norður í land lá þó ekki um þetta svæði. A skemmstu leið norður í Miðfjörð er svo votlent á Tvídægru, m.a. Vatnaflóinn, að illfært er á þíðu. Austar, á mörkum Tvídægru og Arnarvatnsheiðar, vora farnar svo- kallaðar Núpdælagötur norður í Miðfjörð, ef þurfti. Var þaðan skemmra til annarra bæja hér fremra, þegar suður af kom. Ferðamenn komu þó oft að Gils- bakka í gamla daga og lengur, einkum að sumarlagi. Sérstaklega útlendingar. Bæði var að húsakost- ur á prestsetram var löngum rýmri en á öðram bæjum og annað hitt, að von var til að þar gæti einhver talað við ferðafólkið. „Ferðafólk var að koma hingað alveg fram undir stríð, um 1940 og fá gistingu. Þetta hefur ugglaust verið arfur úr búskapartíð afa míns og ömmu og svo voru ekki mörg gistiheimili rekin hér um slóðir. Þó vora til heimili sem buðu uppá gistingu og tóku setugesti gegn greiðslu, t.d. í Norðtungu, Arn- bjargarlæk og Svignaskarði. Held að Runólfur Runólfsson í Norð- tungu hafi verið sá fýrsti sem byrj- aði á þessu. Hann var kaupstaðar- maður og hafði kannski einhver sambönd þar og trúlega skynjað þörfina.“ Alltaf búið á Gilsbakka Á Gilsbakka fæddist viðmælandi fýrir rúmum áttatíu árum. Það var rétt í byrjun hlýviðrisskeiðsins, sem hófst 1922 og stóð til 1958. Þegar vorið kom alltaf í apríl og veturnir voru styttri í báða enda en verið hafði um langt skeið áður og síðar. Þetta var fimmtán árum fýr- ir seinna stríðið. Það Island, sem að mörgu leyti hafði tekið litlum breytingum í þúsund ár, hvarf úr sögunni, ja, eigum við að segja 10. maí 1940, og kemur aldrei aftur. „Bernskuheimili mitt var allfjöl- mennt eins og víða var á þeim áram. Foreldrar mínir vora Guð- rún Magnúsdóttir, hér fædd og uppalin og Sigurður Snorrason, fæddur á Laxfossi, en alinn upp á Húsafelli. Hann var af borgfirsk- um bændaættum í marga ættliði, Húsafells- og Efstabæjarættum en hún í föðurætt komin af bænda- fólki í Árnessýslu. Enginn prestur þar nema faðir hennar, en í móð- urætt hennar vora embættis- og verzlunarmenn, Krossavíkurætt á Austurlandi og Sívertsensætt úr Hafnarfirði. Við systkin vorum þrjú. Auk þess voru vinnuhjú, gjarnan tveir piltar og tvær eða þrjár stúlkur að vetrinum, en kaupamaður og tvær kaupakonur að auki að sumrinu. Þá vora á heimilinu tvær gamlar konur, fæddar um miðja 19. öld, önnur karlæg í mörg ár, hin vinnandi. Þær voru manni drjúgar til upp- fræðslu, einkum hin fýrrnefnda, mikill sagnasjóður og tengdu mann einhvernveginn við liðna tíð.“ Leikföng æskunnar Leikföngin vora horn, leggir og kjálkar, eins og hjá flestum sveita- börnum um aldir, en að vetrinum var mikið spilað á spil og tefld skák. Heimilisfólk kunni þá fjölda- mörg spil, sem mörg hver era fall- in í gleymskunnar dá og vart hægt að að spila þau lengur. „Hér var talsvert til af bókum og ég varð fljótt læs og gleypti allt í mig. Oft fékk ég léðar bækur á öðram bæjum, sem ekki vora hér til og svo gengu lestrarfélagsbækur á veturna. Eg hef alltaf verið alæta á lesefni og fljótur að gleyma því aftur. Þannig bjó ég sem barn við ör- uggt umhverfi og mér varð margt að kæti. Ekki var þessi tími þó með öllu skuggalaus. Vð eldri systkinin tvö fengum kíghósta, þegar ég var á þriðja ári, en hún á fyrsta. Það hafði þær afleiðingar að við urðum bæði mjög astmaveik í bernsku, með þeim einkennum, sem því fýlgir, andarteppu og veilu fýrir brjósti. Þetta stóð mér mjög fýrir þrifum fram um tíu ára aldur, en fór þá að réna og eltist af mér að mestu um tvítugt." Kynntist hverri þúfiu Að eiga heima á Gilsbakka var það sem lítill pjakkur kaus helst og svo gekk efdr. Landið náði taki á litlum dreng sem varð því óskap- lega samgróinn, svo ómögulegt var að vera annars staðar. Ilmurinn úr jörðinni einstakur og besta lyktin af nýsleginni útjörð og heyinu af henni. Strákur var út um allar trissur að skoða, skynja og upplifa, fór að þekkja hverja þúfu. Sækja kýr og hesta, elta rollur; raka og síðar slá þúfur. Læra örnefni, plöntuheiti og fýlgjast með fugl- um. Það kemur blik í augu þegar landinu er lýst og skepnunum sem hann hefur alltaf haft unun af. Tel- ur það hljóti að vera kross fýrir þá sem gerast bændur en hafa ekki gaman af skepnum. Sem dæmi um löggskyggni bónda má nefna að í þúfu vestur af bænum var planta, sem Fjandafæla heitir og ekki fannst annarsstaðar í nálægð við bæjarhúsin. Henni varð að fórna þegar tún voru sléttuð fýrir sláttuvélina. Þar togaðist á í huga ungs drengs, bóndinn og gróðurannandinn. Hann var tólf ára 1936 þegar mæðiveikin kom. Kindurnar drápust í fullum holdum, hreinlega köfnuðu. Á Gilsbakka voru það vor hátt á fimmta hundrað fjár, en ein- ungis 130 á jólum. „En menn björguðust út úr þessu,“ heldur Magnús áfram. „Miklu skipti, að kaupfélagið var búið að endurreisa eldra mjólkur- samlag og miðjan úr héraðinu gat samgangna vegna nýtt sér það mikinn hluta ársins og afdalirnir líka á sumrin. Þá fjölguðu menn kúm eins og taðan leyfði, svo eitt- hvað væri til að selja fýrir nauð- synjum. Ríkið veitti vegafé í sveit- imar, þar sem allir bændur gátu fengið vinnu, vor eftir vor. Þetta var í raun atvinnubótavinna og auðvitað líka tdl að þoka ffam vega- bótum. Þarna var ég kúskur að teyma hesta í vegavinnunni, hef líklega byrjað 1937. Það var bara gaman. Á þessum tíma var bílfært ffam að hrauninu, hér innan við. Hraunið var fleygað með meitli og sleggjum að haustinu, hlaðinn upp vegur. Borið ofan í að vorinu. Það var furða hvað þetta gekk hjá þeim. Fram í Hrauntungunni er bunga sem kölluð var Áttadagabunga. Það tók átta daga að komast þar í gegn. Ekki víkja frá því að fara beint, hvað sem kostaði,“ segir Magnús og hlær. Upphaf tæknialdar Á Gilsbakka bernskunnar var töluvert um gestakomur, meðal annars vegna þess að bréfhirðing var á bænum. Guðjón á Flóðatanga og synir hans flutt fluttu póstinn á hestum, um það bil hálfsmánaðar- lega að sumrinu, en sjaldnar að vetri til. Eftir 1930 tók sveitarbíl- stjórinn við póstflutningum. Bíll- inn komst á sumrin, en yfir vetur- inn kom hann með póstpokann á bakinu, eða sendi einhvem. Árið 1931 kemur útvarpið, sláttuvélin og síminn, allt sama árið. Bændur í sveitinni stofnuðu einkasímafélag til að fá síma lagð- an fram að Gilsbakka frá Síðu- múla, en Landssímastöð hafði ver- ið þar alllengi. Einkasímafélagið var síðan lagt niður níu áram síðar er Landssíminn samdi við félagið um yfirtöku á línunni og lagði þá jafnframt símalínu á alla Krókbæ- ina og Síðumúlaveggi. Símanum fýlgdu ýmsir snúningar fýrir börn- in á bænum, meðan endastöðin var á Gilsbakka. Sendiferðir fram á bæi með símskeyti og kvaðningar og ýmisleg boð. „Þegar fólk kom í heimsókn, sérstaklega að kvöldlagi, var stund- um sest við að spila, það var gífur- lega gaman. Ymsir komu einnig við til að ná í póstinn sinn og oft þurftum við að sækja fólk í símann, eða sendast með símskeyti, meðan endastöðin var hér. Þegar vélarnar fóra að vera almennari fækkaði fólki á heimilinu. Sama gerðist með sumarbörn því ekki var eins mikil vinna fýrir þau þegar vélum fjölgaði. Vélar nútímans era ekki fýrir krakka og því er ekkert að gera fýrir aukabörn í sveitinni lengur, nema þau séu hreinlega tekin í pössun.“ Lært eftir útvarpinu Bóknámið hjá Magnúsi byrjaði á því að Katrín frænka Magnúsdótt- ir kenndi litlum ffænda sínum. Þó líklegt sé að pabbi og mamma hafi séð um lestrarnámið. Katrín var afar vel að sér og frábær kennari. Undir hennar mildu hendi var auðvelt að að hefja fýrstu spor skólagöngunnar. Hún kenndi heima fýrsta skólaskylduveturinn. Sá næsti byrjaði á því að fara með henni að Hvítárbakka, þar sem hún kenndi, en þar bjó einnig önn- ur móðursystir, Ragnheiður. Þegar farið var niður á Hvítárbakka var gengið frá Hamraendum ofan að ferjunni á Hvítá við bæinn á Hvít- árbakka. Þá var bara kallað á ferju og einhver kom og sótti þann er kallaði. Magnús bándi á sínum uppáhaldsstað, t fjárbúsunum. Þær þekkja greinilega sinn mann ogfinnst gott að láta klóra sér, svona nýafteknar.

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.