Skessuhorn


Skessuhorn - 20.12.2006, Qupperneq 37

Skessuhorn - 20.12.2006, Qupperneq 37
■.Kvnl.i.... MIÐVIKUDAGUR 20. DESEMBER 2006 37 Magnús og Ragnbeiður við garðbliðið beima. „Á Hvítárbakka var gaman og þar leið mér vel, nema ég lagðist veikur nokkru fyrir jólin og varð að dvelja fram yfir nýár. Þegar ég var síðan sóttur á bíl, fórum við á ísum út flóann og á ís yfir Grímsá, sem var mikið ævintýri. Eftir að heim kom tók við far- skóli næstu vetur, þar sem Unnur á Fróðastöðum kenndi. Hún var prýðis kennari og kenndi okkur öguð vinnubrögð og góðar aðferð- ir við að búa sig undir próf. Sú þjálfun kom sér vel síðar. Annað var þó hvað bezt í hennar kennslu- háttum. Hún lét okkur krakkana syngja og dansa einfalda dansa, æfði okkur þannig í að vera með í félagslífi, sem er alveg nauðsynlegt í barnaskóla. Eitt merkasta menn- ingarstarf, sem nú fer fram í Borg- arfirði er danskennslan, sem Eva Karen heldur uppi í Kleppjárns- reykjaskóla. Er nær dró fermingu, var notuð útvarpskennslan í tungumálum. Þar var boðið upp á bréfaskóla í ís- lensku, ensku, dönsku og þýsku. Mörg ungmenni nýttu sér þá kennslu á þessum árum og lærðu mikið.“ Enskan æfð með hermönnum Amerískir hermenn höfðu í þrjú ár aðsetur í bragga fyrir ofan tún og þar æfðist að tala ensku. Þeir voru þar við eftirlit með flugvél- um, komu 1942 og fóru 1945. Árið 1939 voru höfuðstöðvar danskra landmælingamanna á Gilsbakka sumarlangt og var þá hægt að æfa að tala dönskuna. Samnemendur spurðu síðar hvort hefði verið búið í Danmörku! „Móðir mín dó haustið 1943. Veturinn eftir fer ég til Reykjavík- ur, mest fyrir áeggjan Katrínar frænku, til að sitja gagnfræðanám- skeið sem MR hélt fyrir þá sem vildu þreyta gagnfræðapróf. Ekki komst ég þó suður, fyrr en það var fyrir nokkru byrjað, því faðir minn var veikur. Eg bjó þá hjá Steinunni móðursystur minni og Asmundi Guðmundssyni, síðar biskupi, á mannmörgu og glaðværu heimili. Dvöl þar var á við langa skólagöngu. Ekkert kunni ég í sumum fög- um, þó ég hefði góða undirstöðu í tungumálum. En ég var svo hepp- inn að fá ffábæran einkakennara, Tómas Tómasson síðar sparisjóðs- stjóra í Keflavík, sem ég segi oft að hafi komið mér til manns og bjarg- aði mér við algebruna sem ég vissi ekkert hvað var. Vorið 1944 tók ég gagnfræðapróf í Menntaskólanum í Reykjavík." Sat einn vetur í MR Um miðjan næsta vetur lá leiðin enn til Reykjavíkur. Frændfólk eggjaði til ffekara náms, því fannst vel hafði gengið með gagnffæða- prófið, og vildi að að rölt yrði upp í MR og Pálmi Hannesson rektor tekinn tali til að athuga hvort taka mætti próf upp í fimmta bekk, sem sagt að hlaupa yfir bekk. A þessum árum var stúdentspróf tekið úr sjötta bekk. Pálmi tók því ljúf- mannlega og samþykkti beiðnina. „Þegar ég kom heim úr þeirri göngu, spruttu enn umræður um málið og ég hvattur til að fara aft- ur til Pálma og fá leyfi til að taka próf upp í sjötta bekk. Næsta dag var aftur tölt upp í MR. Það kom skrýtinn svipur á Pálma þegar ég bað um að fá að taka próf upp í sjötta bekk. En hann sagði að það væri allt í lagi ef ég treysti mér tdl. Hefur líklega hugsað að fátt myndi koma fyrir strák annað en í versta falli að hann næði ekki prófinu. Þá fékk ég tímakennslu í latínu og frönsku, sem ég hafði aldrei séð, tíu tíma minnir mig í hvoru, fór svo í prófið og náði því vorið 1945. Þannig atvikaðist það að ég sat aldrei nema einn bekk í MR og út- skrifaðist þaðan sem stúdent 1946. Þá var þetta nú nóg, mig langaði ekkert að læra meira. Eftir prófið fór ég bara heim í vinnumennsk- una, þar til ég gifti mig um jólin 1955 og við tókum við búskap á hluta Gilsbakka 1956. Þessi skólaganga kom mér helst að því gagni, að ég komst yfir ör- yggisleysi gelgjuskeiðsins, sem er erfiðasta æviskeiðið. Hafði mælt mig við aðra og vissi betur hver ég var. En eignaðist líka ævivini í bekkjarsystkinum mínum.“ Túkallinn týndist Þátttaka í félagsmálum hófst snemma. A þrettánda ári átti að ganga í ungmennafélagið Brúin. Mætti hróðugur á svæðið með tú- kall í vasanum til að greiða inn- Sigurður Snorrason, faðir Magnúsar, kemur heim með hestalest. Líta þurfti eftir að hestamir fieru ekki utan í hliðið. nokkur ár, ekki mörg, í stjórn ung- mennasambandsins. Eg hef verið lengst í ungmennafélaginu Brúin af þeim félögum sem ég hef starfað í og líklegast finnst mér vænst um það. Af öðrum félagsmálastörfum hef ég líklega lengst verið í hrepps- nefnd Hvítársíðu; fjörutíu ár. Ekkert tekið upp úr grjótinu að stunda sönglíf Unun af söng er í blóðinu. Erfitt var um vik að starfrækja kóra áður þingin voru aðal vettvangur bænda til að hafa áhrif á löggjöfina, enda fór mikill tími í að skoða lög, kalla menn til fundar til glöggvunar á málefnum sem fyrir lágu. Það er grundvallaratriði að reyna að koma sjónarmiðum á framfæri við lög- gjafarvaldið. Það hefur ekkert breyst. Stéttarsambandið var kjara- samtök en búnaðarfélagið fagfélag. Tímafrekast var að sitja í stjórn stéttarsambandsins og Fram- leiðsluráði landbúnaðarins. Þetta voru miklar fjarverur og eitt árið var ég hundrað daga að heiman mér af pólitík sem betur fer,“ segir Magnús brosandi. „Eg sá að það var fremur óheppilegt fyrir menn ef þeir voru að vinna að framfara- málum heima í héraði að vera eyrnamerktir í pólitík. Því betur var ekki mikil pólitísk sundrung hér. Sjáum til dæmis kaupfélagið. Það var ekki pólitískur ágreiningur um það. Þar voru sjálfstæðismenn formenn stjórnar, kommarnir sem hér voru og kratar sátu alveg eins kaupfélagsfundi, samstilltir með öðrum, héraðinu til heilla. Menn höfðu vit á því hér að aðgreina vegna félagsstarfa, mest í bænda- samtökunum." Ekkert vit á tónlist Mikill áhugi var á því að efla tónlistarlíf í héraðinu. Þótt sjálfur telji Magnús að vitið á tónlist sé grannt var þess samt farið á leit við hann að sæti yrði tekið í fyrstu stjórn Tónlistarskóla Borgarfjarð- ar og kappsmál að hann gæti geng- ið sem best. Stjórnin réð hinn fyrsta skólastjóra, Jón Þ. Björnsson í Borgarnesi. Skólinn hefur vaxið og dafnað og haft ómetanleg áhrif á tónlistarlíf í héraðinu. „Asgeir Pétursson sýslumaður gekkst fyrir því að stofnað var Tónlistarfélag Borgarfjarðar. Þar voru í fyrstu stjóm og lengi síðan Friðjón Sveinbjörnsson, Hjörtur Þórarinsson og Jakob Jónsson. Upp úr því spratt að ákveðið var að setja á stofn Tónlistarskóla Borg- arfjarðar, líklega 1966 eða 1967. Þar lenti ég í skólanefnd, þótt ég hefði ekkert vit á tónlist. Með mér voru Sigurður Halldórsson og O- lafur Guðmundsson á Hvanneyri sem var formaður.Við ákváðum strax að hafa beitarhúsaskipulag á kennslunni, kenna í öllum barna- skólum í héraðinu. Það fyrirkomu- lag hefur haldist síðan og gefist vel. Heiðarskóli er hættur í sam- starfinu, aðrir hafa haldið áfram. Ometanlegt hversu margir hafa komist í snertingu við tónlist í gegnum tónlistarskólann. Líklega er núverandi skólastjóri, Theodóra Þorsteinsdóttir, fyrsti nemandinn sem var alinn upp í tónlistarskól- anum, er kemur til baka sem kenn- ari.“ Pólitík er leiðinda tík Þrátt fyrir mikil afskipti af fé- lagsmálum hefur pólitíkin ekkert átt upp á pallborðið. Það getur eyðilagt samstöðu í héraði og klof- ið menn í herðar niður ef pólitískt skæklatog kemst inn í héraðsmálin. „Hef ekkert verið verið að skipta Ljósmynd: Gísli Sigurðsson. tökugjaldið. Hann týndist hins vegar þegar var verið að fljúgast á við vinina, svo innganga ffestaðist um eitt ár. Túkallinn liggur þarna einhversstaðar og hefur því miður ekki sáð sér. Mikið vatn hefur hins vegar runnið til sjávar síðan þetta var og víðar komið við í félögum. „Ungmennafélagið hér starfaði með miklum blóma og félagssvæð- ið var beggja megin ár, í tveimur sveitarfélögum. Þetta var reglu- samt menningarsamfélag. Bækur voru keyptar inn í lestrarfélag á vegum ungmennafélagsins og þó nokkuð var af góðu söngfólki. Hér hefur alltaf verið gott nágrenni í allar áttir. Einhvern tíma var ég formaður ungmennafélagsins og í fyrr. Samgöngur erfiðar og tafsamt að komast á milli. Bræðrakórinn sem svo var kallaður og Bjarni á Skáney stofnaði hafði starfað fyrr á tíð, með kjarna í Reykholtsdal, en héraðskór var ekki inni í myndinni fyrr en síðar. „Eg man að á mínum ung- mennasambandsárum varð tilrætt þar um að reyna að koma saman kórstarfi á þess vegum. Athugun sýndi, að fáir treystu sér til að taka þátt í því vegna erfiðleika við sam- göngur. Þau viðhorf eru gerbreytt nú. Eg hef verið í karlakórnum Söngbræður, síðan hann var stofh- aður 1978, með Sigurð á Kirkju- bóli sem stjórnanda. Þar fæ ég enn að vera með af gömlum vana.“ Bændamálefinin Menn gengu sjálfkrafa í Búnað- arfélag, þegar farið var að búa, eða um leið og tekin var út einhver jarðabót, annars var ekki hægt að fá jarðabótastyrkinn. I einhver ár var verið við formennsku í Búnað- arfélagi Hvítársíðuhrepps og síðan í stjórn Búnaðarsambandsins, með hléum. Lengi í stjórn Fjárræktar- félags hér í sveit. Þá var farið á Búnaðarþing tuttugu og sjö eða átta sinnum, sem forðum stóðu í hálfan mánuð, en styttust smám saman. Breyting hefur orðið á því, eftir skipulagsbreytingu bænda- samtaka. Vitað var að starfinu fylgdu miklar fjarverur og enginn áhugi á því. Þrátt fyrir kröftug mótmæli gerist það samt að sest var á Búnaðarþing. Halldór E. Sig- urðsson, sem þá var formaður Búnaðarsambandsins sagði það þegnskyldu bænda sem til þess yrðu valdir að sitja að minnsta kosti eitt kjörtímabil. Störfin fyrir bændasamtökin urðu til þess að kynni tókust við marga góða vini. „Eg var einnig í stjórn Búnaðar- félags Islands í einhvern tíma, lík- lega frá 1987 til 1994, ásamt því að vera í stjórn Stéttarsambandsins,“ heldur Magnús áfram. „Búnaðar-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.