Skessuhorn


Skessuhorn - 20.12.2006, Qupperneq 40

Skessuhorn - 20.12.2006, Qupperneq 40
40 MIÐVIKUDAGUR 20. DESEMBER 2006 ..■..VIHH... Lætur sig aldrei vanta á hundasýningar k ^ 1 TBh /■ Kappi og Ditta horfa saman á sjónvarpið á kvöldin, Kirkjufells Kappi er mikil kelirófa og vill helst kúra ífanginu á henni. lita hunda og þeir hétu ýmist Kát- ur eða Snati. Hann fór alltaf og fékk þessa hunda í Melasveitinni en það fór engum sögum af tegund eða ættbók." Hún segist hafa byrjað fyrst á að vera með setterhunda og rækta þá, en var ekki nógu ánægð með út- komuna. „Svo var það árið 2000 að ég fór með einn setterinn minn í myndatöku og fékk að vita að hann var með mjaðmalos á háu stigi. Eg kom við hjá vinkonu minni Jóninnu Hjartardóttur á heimleiðinni, en hún var þá með nýfædda, íslenska hvolpa. Eg kol- féll fyrir þessum litla, svarta, þrílita púka, henni Hörpu minni. Hún var bara algert æði og heillaði mig uppúr skónum, ég tók hana með heim og læknaðist strax af von- brigðunum með setterinn.“ Hún segir að eftir það hafi Harpa fylgt henni hvert fótmál og það sé ekki amalegt að ganga úti eða ríða á fjöll með hana með sér. „Síðan hún kom hefur fjölgað hundunum hér, íslenski fjárhimd- urinn er svo skemmtilegur og mik- ill karakter að það er mjög gaman að hafa hann í kringum sig. Þegar maður er búinn að eignast einn þá getur maður ekki hætt.“ með got í fyrra og það kom vel út, nú er bara að sjá hvernig þessir verða, ég er mjög bjartsýn." Það fjölgaði í fjölskyldunni 29. nóvember. Leiru-Harpa eignaðist 6 hvolpa, 4 tíkur og 2 hunda. Harpa er natin við litlu skinnin sem enn eru blind og kúra sig saman í bæl- inu milli þess sem móðir þeirra kemur til að mjólka þeim og þrífa. Hún leyfir okkur að fá hvolpana lánaða til að mynda þá í birtunni á stofuborðinu, en fylgir okkur samt eins og skugginn til að tryggja að við förum ekki of langt með þá. „Pabbinn heitir Reykur og er fallega rauður," segir Ditta. „Þau Harpa eru nokkuð skyld og mér fannst það spennandi að línurækta ffá þeim þar sem það eru bæði fal- legir og eintaklega blíðlyndir hundar á bakvið þau. Það er svo gaman að að fylgjast með hvolpun- um þroskast og mér sýnist þeir ætla að verða bráðfallegir. Þau æda öll að verða þrílit, svört, nema annar hundurinn sem verður rauð- ur eins og pabbinn. Það er ekki mikil hundsmynd á hvolpunum fyrstu vikurnar og þeir líta út næstum eins og litlir naggrísir þegar þeir fæðast. En Kirkjufells Kappi stendur bros- andi úti á hlaði þegar gest ber að garði. Hann er glæsilegur á velli, beinamikill og sterklegur, fríður í andliti og vinalegur. Hann hefur fulla ástæðu til að brosa því hann kom, sá og sigraði á stærstu hunda- sýningu á Islandi til þessa sem haldin var í október 2006, en þar voru á sjöunda hundrað hundar af ýmsum tegundum. Kappi var ekki aðeins fallegasti íslenski fjárhund- urinn, heldur besti spísshundur sýningarinnar. Mikil vinna Eigandi og ræktandi hundsins, Herdís Gróa Tómasdóttir, eða Ditta eins og hún er alltaf kölluð, býr í Grundarfirði og horfir yfir Kirkjufellið úr eldhúsglugganum. Þaðan er ræktunarnafnið „Kirkju- fells“ komið. Hún hefur nú ræktað íslenska fjárhunda í fjögur ár og er dugleg við að sýna útkomuna og með góðum árangri. „Kappi krækti sér líka í alþjóð- legt meistarastig á sýningunni og hann er vel að því kominn,“ segir Ditta. „Hann er alveg einstakur hundur, bæði svona glæsilegur eins og hann er og svo er hann svo mik- ið gæðablóð og höfðingi í lund. Það eru forréttindi að fara með svona hund á sýningar.“ Ditta lætur sig aldrei vanta suð- ur þegar hundasýningar eru annars vegar. Yfirleitt fer hún með einn eða fleiri hunda með sér og kemur alltaf skælbrosandi heim með flotta dóma í farteskinu. „Bæði ræktunin og sýningarnar eru heilmikil fyrirhöfn, það þarf að halda hundunum í góðu formi, láta augnskoða þá og mjaðmamynda og það er líka talsverður þeytingur í að fara á allar sýningarnar. Það er líka vinna að leita að réttum hund- um til pörunar. En maður fær þetta allt margfalt til baka því hundarnir gefa manni svo mikið. Ég er komin með algera dellu og fjölskyldan er búin að sætta sig við þetta. Hanna, dóttir mín er líka mjög áhugasöm og tekur þátt í þessu hundaveseni með mér,“ seg- ir hún. Kolféll fyrir hvolpinum Ditta er Borgfirðingur, mikil dýravinur og elskar hunda og hesta. „Eg hef alltaf verið á hestbaki síðan ég man eftir mér og ólst upp við hunda. Afi minn, Ingvar á Hofsstöðum átti alltaf svarta, þrí- Harpa erfyrsti íslenski fjárhundurinn sem Ditta eignaðist, svört og dömuleg. Mœðginin viðra sig í garðinum með Dittu. Nýjustu fjölskyldumeðlimimir tœplega þriggja vikna gamlir. Þegar myndimar eru teknar eru þeir enn blindir og lítið hundslag á þeim, en Ditta iitlar að taka sérfrí eftir áramótin til að njóta þeirra á skemmtilegasta aldrinum. Ræktun er skemmtileg Ditta hefur búið 10 ár í Grundar- firði. „Mér líður mjög vel hér í Grundarfirði og það er gott að vera með hundana hér. Hér eru margar fallegar gönguleiðir og ég nýt úti- verunnar í botn. Hundamir eru í forgangsröð hjá mér, ég lifi eiginlega fyrir þá,“ segir Ditta hlæjandi. „Þeir eru að verða eins og bömin manns, ef hvolpur verður lasinn hellast yfir mann áhyggjur eins og þegar krakk- amir vom litlir." Ditta hefur þegar getið sér gott orð sem ræktandi. „Mér hefur alltaf fundist ræktun mjög spenn- andi, það er svo gaman að sjá hvað kemur út úr þessu og maður bíður alltaf spenntur eftir hvolpunum og hvernig þeir verði. Eg paraði Hörpu fyrst 2004 og það reyndist enn skemmtilegra en ég hafði von- að. Þetta gekk allt svo vel, ég fékk flotta hvolpa og Kappi er einn af þeim. Það var auðvitað alveg sjálf- gefið að prófa aftur. Eg var líka þeir em fljótir að þroskast og útlit- ið breytist ótrúlega hratt. I kring- um jólin verða þeir orðnir ómót- stæðilegir litlir hnoðrar sem kút- veltast hver um annan þveran og fljúgast á meðan þeir era vakandi, en detta svo útaf eins og þeir hafi verið skomir þess á milli. Það er ekki hægt að slíta sig ffá þeim á þessum aldri þeir em svo sætir. Það er mest gaman að fylgjast með þeim þegar eymn fara að rísa og rófurnar að hringast, það er á þeim tíma sem maður fer að sjá fýrir al- vöra hversu vel hefur tekist til með ræktunina." Ditta segist ætla að taka út ffí sem hún á inni úr vinnunni og njóta þess að leika sér að hvolpun- um meðan þeir em á skemmtileg- asta þroskaskeiðinu. „Eg er farin að hlakka til að vera heima með þá í janúar og vona að það verði gott veður svo ég geti leyft þeim að vera svolítið úti í garðinum," segir Ditta að lokum. JH
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.