Skessuhorn


Skessuhorn - 20.12.2006, Side 47

Skessuhorn - 20.12.2006, Side 47
 MIÐVIKUDAGUR 20. DESEMBER 2006 47 Þníður og Sturla Þórðarson eiginmaður hennar ásamt bömunum Steinunni, Kristjáni, Friðrik og Hönnu Dóru. með því verkefhi átti að reyna að koma á fót flísa- og steinagerð. Listakonan Kogga bjó hér í rúmt ár og vann við tilraunir með leir og var komin með hugmynd að fram- leiðslulínu, en það fékkst ekki fjar- magn til þess að hefja framleiðslu. Þetta hefði orðið dýr ffamleiðsla sem þarfnaðist niðurgreiðslna og illa samkeppnishæf í því umhverfi sem við höfum búið við. Starf ferðamálafulltrúa hér var lagt niður árið 2003 og því var mótmælt þar sem mörgum fannst þetta mikil afturför, en nú hefur ný sveitarstjórn lofað að þessu starfi verði komið á laggirnar aftur og vonandi fýlgir því kippur í ferða- þjónustu á svæðinu." Ahugamennskan homsteinn Þrúður er mikið félagsmálatröll og segist sjálf hafa setið í nánast öllum nefndum sveitarinnar á ein- hverjum tíma. „Eg hef gaman af félagsmálum og mér finnst þátttaka í félagsstarfi vera liður í að rækta samfélagið sem við búum í. Ég held ég hafi setið einhvern tíma í nánast öllum nefhdum hér á svæðinu og hef auk þess starfað með mörgum félög- um. Menningarstarf er þess eðlis að áhugamennskan hlýtur alltaf að skipta þar miklu máli. Það gerist aldrei neitt ef allir bíða eftir því að „hinir“ geri eitthvað fyrir þá. Ég hef alltaf haft gaman af alls konar sprelli og býð mig gjama fram í skemmtinefndir hjá kvenfé- laginu þegar vantar í þær. Ég sat reyndar í skemmtinefhd Jörvagleði tvisvar þótt enginn eigi að sitja oft- ar en einu sinni í henni. Jörvagleð- in var endurvakin hér í Dölum árið 1975, þetta er hluti af sögu okkar og gaman að geta komið henni af stað aftur og nú er hún haldin ann- að hvert ár. Það er hægt að taka þátt í félags- starfi á ýmsum forsendum. Ég hef t.d. starfað með leikfélaginu þótt ég sé engin leikkona sjálf. Ég hef saumað þar búninga og leiktjöld og málað þau og munar ekkert um það þar sem ég er vön saumaskap og hef meðal annars saumað konsertkjóla á Hönnu Dóra sem syngur í Berlín. Ég vandist því sem bam að hún móðir mín saumaði allt á okkur krakkana og hún end- aði á þvf að sauma upphluti, meðal annars á okkur allar systurnar." Þótt Þrúður syngi ekki sjálf seg- ist hún alltaf hafa haft gaman af tónlist og látdð börnin syngja á sal í skólanum. „Krakkarnir mínir eru öll mjög músíköls þótt þau hafi það eflaust úr föðurættinni," bætir hún við og hlær. Líklega eru kvenfélögin böm síns tíma „Ég hef líka alltaf verið í kvenfé- laginu, en það starf hefur dregist mjög saman að undanförnu og við erum ekki nema tíu konur virkar í því enn. Það er sama hvað við reynum til að vera nútímalegar og hafa það skemmtilegt, þá fjölgar ungum konum ekki. Við höfum ekki staðið í stöðugum baksti eða sjálfboðavinnu heldur bjóðum upp á alls konar skemmtilegheit eins og námskeið í því sem er vinsælast á hverjum tíma og skemmtikvöld. Ekki er ástæðan heldur sú að við, þessar gömlu séum of ráðríkar því við viljum gjarna víkja fyrir yngri konum, það er bara svo margt í boði og mikil hreyfing á fólki og konurnar koma og fara. Ég held kannski að kvenfélögin era ein- faldlega börn síns tíma. Fjölskyldan og ffamtíðin Það er enginn verkefiiaskortur fyrirsjáanlegur hjá Þrúði í framtíð- inni þótt hún sé ekki lengur skóla- stjóri eða fastráðinn kennari. „Ég var alveg tilbúin að hætta og það fýlgdi því engin eftirsjá, þótt manni bregði auðvitað við að hætta í svona krefjandi starfi. Ég hef haft meira en nóg að gera síð- an og sé ekki fram á verkefnaskort fremur en hingað til. Ég er á fullu að sinna ömmuhlutverkinu sem er mjög skemmtilegt, en ég á átta barnabörn. Ég hef meira að segja farið til Berlínar til að passa því yngri dóttir mín, Hanna Dóra, sem er söngkona býr þar. Ég sé hana ekkert sjaldnar en Steinunni, sem er fulltrúi hjá Sparisjóði Vest- firðinga á Patreksfirði því það er ekki síður erfitt ferðalag þar á milli. Synirnir Kristján, fram- kvæmdastjóri Rauða Krossins og Friðrik, hljóðupptökumaður og bassaleikari í Sálinni búa báðir í Reykjavík með fjölskyldum sínum. Fjölskyldan skiptir mig miklu máli. Við systkinin höfum alltaf haldið vel hópinn og verið miklir vinir. Við höfum fyrir reglu að hittast öðru hverju á systkinamót- um og með börnin okkar,“ segir Þrúður Kristjánsdóttir að lokum. JH ■t- * *■ J>íngféoá&wt Styáí'dynda fíoMóÍm (Uácvt Íanddtnmmum öiium g£eðí£eg%a $é£a ag fwtAceCdm á ntjju ám Óskum viðskiptavinum okkarsvo og Vestlendingum öllum gleðilegrajóla ogfarsældar á komandi ári meðþökk fyrir viðskiptin á liðnu ári Borgarnesi s * ■* *

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.