Skessuhorn


Skessuhorn - 20.12.2006, Síða 49

Skessuhorn - 20.12.2006, Síða 49
IM..L I MIÐVIKUDAGUR 20. DESEMBER 2006 49 Fýsi þig í fróðleik ná farðu og hittu Cunnu. Hún á kerald, hún á sá, hún á fulla tunnu! Þarna mun átt við Guðrúnu Kristjáns- dóttur á Bugðustöðum. Svo fróður og minnugur sem Sigurður var um skáldskap henti það hann þó að eitt ljóða hans var nánast samhljóða upphafi ljóðs eft- ir Guðmund Böðvarssson. Brá honum mjög er hann uppgötvaði þetta og kom niðurbrot- inn maður til Guðmundar og baðst afsökun- ar á þessum mistökum. Guðmundur tók honum ljúfmannlega sem hans var von og var jafrian góð vinátta með þeim síðan. Að Sigurði látnum orti Guðmtmdur Sigurðar- kvæði sem flestir telja gefa góða innsýn í lífs- hlaup og persónu Sigurðar. Það er hins veg- ar of langt til að birtast hér í heild en vonh't- ið að stutt brot úr því nái að gefa nokkra heillega mynd þó þess verði freistað: Þegar lagt er upp að morgni er bjart frá brún að sjá til bláfjalla í austrí og sól á Sléttafelli og tryppin rekast vel yfir Heiðina-Há um huldumannabyggðir, hjá gangnamannahelli. Þó hnyklist úði grár um Þröm og Fremrafell þú finnur þér íhjarta bjarnaryl. Það kynni að reynast vandratað um Kolugafjall en kannske verður áð við Skáldagil. Loks ber þig enn að á það er hljótt og húmað að og hinumegin engan bakka að sjá, og hér er engin brú og hér er ekkert vað. Svo hieypir þú til sunds í Jökulsá. Að mínu áliti er Sigurður stórlega van- metinn sem skáld og ýmsir lausamálstextar hans og reyndar fleiri manna af sömu kyn- slóð, svo sem Asgeirs frá Gottorp og fleiri, ættu fyllilega heima í sýnishoma- eða lestr- arbókum um bókmenntir og er mér ekki grunlaust um að þeir hafi að nokkru goldið þess að umfjöllunarefni þeirra voru ekki í tísku meðal menntamanna þjóðarinnar á þeim tíma. Þó hestavísur og annað því tengt sé fyrirferðarmest í þeim ferskeytlum sem geymst hafa eftir Sigurð er þó fjarri því að ekki sé um aðra tóna að ræða, samanber kvæðið Gáta: Cefðu mér, gefðu mér! Cettu hvers ég bið. Eða Ijúfa Ijáðu mér. Lánið skal ég borga þér, áður eldumst við. Skilurðu? Skilurðu ei? Skammt er ráðning frá. Viltu mér á vörum ei vita hvort hún hittist, mey? Hirð hana þaðan þá. í bókinni Sandfok er kvæðið Eftir renn- inginn: Sem hvítur pappír þakti ysja ís svo undur hrein og faldi börð og lautir, huldi hrís og hrjúfan stein. En stormar grófu rúnir á það allt svo ysjublað hlaut ferðakvæði á sig illskukalt, sem ofsinn kvað. Eins og áður er getið var Sigurður mað- ur heiðalandanna og undi sér þar betur en víðast annarsstaðar enda yrkir hann:. Örœfin svíkja aldrei neinn. Örœfin stillt en fálát. Festi þau tryggð við einhvern einn eru þau sjaldan smálát. Kvæðið Kvöldbæn er líklega með þekkt- ari kvæðum Sigurðar og má alveg vera það: Fel þú mig svefn í svörtum, þykkum, dúkum, sveipa mig reifum, löngum, breiðum, mjúkum, réttu svo strangann þínum þögla bróður. Þá ertu góður. Svo virðist sem hann hafi ort eftirfarandi á seinni ámm sínum þegar meiri ró færðist yfir: Kært er mér að finna fríð, fjarar gleði og máttur. Líka er ég lífið við löngu orðinn sáttur. Góð vinátta var jafnan með Sigurði og Höskuldi Einarssyni og margar af þeim vísum sem Höskuldur orti um Húnvetn- inga gerði hann fýrst og fremst til að stríða Sigurði vini sínum. Gráan hest átti Hösk- uldur ættaðan frá Sigurði sem Sigurður tamdi að einhverju leyti og einhverntíma orti Höskuldur þegar hann sá Sigurð nálg- ast á þeim gráa: Líkt er þetta Sigga að sjá með svipinn karga, þráa. Líka tvísýn trúin á töltið íþeim gráa. Síðasta vísa Höskuldar til Sigurðar, ort að morgni þess dags er Sigurður lést: lllt þó finnist oft mitt grín eftirminnilega. Þegin kynni þín og mín þakka ég innilega. Mér er sagt að við lík Sigurðar hafi fund- ist þessi svarvísa: Hniginn er nú hróðurinn, hart er að Ijúka göngu. Örviti í annað sinn orðinn fyrir löngu. Sigurður frá Brún ætti skihð mun veglegri grein en hér er á borð borin en bæði tími minn og síðupláss blaðsins setja hér mörk. Með þökk fyrir lesturínn, Dagbjartur Dagbjartsson Hrísum 320 Reykholt S435 1489 og 849 2715 dd@simnet.is Heimildir: Bækur eftir Sigurð frá Brún: Sandfok. Ljóð 1940 Rætur og mura. Ljóð 19S5 Einn á ferð og oftast ríðandi. ferðaþættir 19S4 Stafnsættimar. 1964 Auk þess er stuðst við Borgfirskar æviskrár. Sól ég sá. Æviminningar Steindórs Steindórssonar. Niðjatal Hann- esar og Halldóru á Eiðsstöðum og munniegar uppiýsingar úr ýmsum áttum Óskum Vestlendingum sem og landsmönnum öllum gleðilegra jóla, árs og friðar <^rr GT Tækni - Grundartanga www.gtt.is V_________________________________J

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.