Skessuhorn - 20.12.2006, Qupperneq 54
54
MIÐVIKUDAGUR 20. DESEMBER 2006
Það þarf heilt þorp
til að ala upp bam
Þegar þetta er skrifað er hér í
Grundarfirði sannkallað jólaveður,
snjór yfir öllu, logn og bjart. Bæði
jólaljós og stjörnur himinsins skarta
sínu fegursta. I Grundarfirði er
gott að búa, hér þrífst gott samfélag
í faðmi stórbrotinna fjalla.
Þegar ég flutti hingað fyrir um
tveimur og hálfu ári síðan, hafði ég
búið í Reykjavík í ein fimm ár, en
annars búið úti á landi mestan hluta
ævinnar. Og hingað í Grundarfjörð
lá leiðin, næstum á heimaslóðir þar
sem ég er alin upp í Stykkishólmi.
Aðdráttaraflið fólst fyrst og ffemst í
einum manni, en þó verð ég að játa
að landsbyggðarhjartað hefur alltaf
slegið ffemur sterkt í brjósti mínu.
Það var óskaplega gott að koma aft-
ur í lítið samfélag. Mér finnst það
kostur að heilsa fólki á fömum vegi.
Að ná að sinna erindum í matvöra-
búðina, blómabúðina og bókabúð-
ina á kortéri - gangandi. Þar sem
við þekkjum fólk erum við alla jafna
öruggari. A ókunnum slóðum læð-
ist ffekar að okkur spenna. Við
treystum síður.
Ég tók vinnuna mína með mér
þegar ég flutti. Hafði unnið hjá
ráðgjafarfyrirtæki sem heitir Alta
og eigendurnir ákváðu að stofna
útibú í Grandarfirði þegar ég tók
upp á því að vilja æða út á land. Við
tók leit að atvinnuhúsnæði. A sama
tíma og þústmdir fermetra atvinnu-
húsnæðis stóðu auð á höfuðborgar-
svæðinu, var hér hvergi nokkra
holu að fá. Allt leystist það þó um
síðir. Það var hins vegar umhugs-
unarvert að á sama tíma og hér, líkt
og annarsstaðar á landinu, þótti
æskilegt að laða að ný fyrirtæki, var
grundvöllurinn, atvinnuhúsnæði
ekki til staðar. Búsetuumhverfi
skiptir að mínu mati líka mjög
miklu máli þegar fólk horfir til þess
að flytja út á land. Aðlaðandi um-
hverfi, gróður og góðir möguleikar
til útivistar og hreyfingar er meðal
þess sem getur vegið þungt. Að svo
ógleymdum góðum skólum.
Vinnan mín er þannig að ég sinni
verkefnum úti um allt land og hef
mestmegnis verið að stýra svoköll-
uðum íbúaþingum í smáum og
stórum sveitarfélögum. Því er ég
oft að heiman og það er alveg nýtt
fyrir mér að búa á stað en vera ekki
mjög virkur þátttakandi í samfélag-
inu. Reyni þó af veikum mætti að
leggja eitthvað af mörkum. Hef
einsett mér að heilsa fólki á förnum
vegi. Ekki bara fullorðnum, heldur
líka börnum og unglingum. Verð
stundum svolítið feimin, sérstak-
lega við unglingana, af því ég þekki
þau kannski ekkert og veit ekki
hverra manna þau eru. Heilsa
samt. Þetta hefur vakið mig til um-
hugsunar um hvort það sé algengt í
litlum samfélögum að fullorðnir og
börn mætist á götu án þess að eiga
nokkur samskipti. Getur það verið
að börn og unglingar upplifi að þau
séu ekki hluti af samfélaginu, held-
ur lifi í sér „hólfi?“ Og hvað þá
með eldri borgara? Getum við
kannski gert bemr í því að gefa öll-
um hlutverk í samfélaginu?
I gegnum starf mitt hef ég fengið
að taka þátt í þróun í átt til lýðræð-
islegri vinnubragða í íslenskum
sveitarfélögum og kynnst því hvað
brennur á íbúum bæði í hinum
dreifðu og þéttari byggðum. Það er
alltaf ffóðlegt að sjá hvað tvö sam-
félög af svipaðri stærð geta verið
ólík. Hvert samfélag á sér sína sögu
og er einstakt, líkt og ólíkir einstak-
lingar. Sumsstaðar er góður andi,
annarsstaðar étur neikvæðni og ríg-
ur samfélagið upp innan frá.
Samfélagsleg verðmæti felast í
því fólki sem lætur sig samfélagið
og samborgara sína varða. Þessi
verðmæti eiga undir högg að sækja
á tímum einstaklingshyggjunar,
þegar „ég“ verður miklu mikilvæg-
ara en „við“. Þess vegna þarf að
standa um þau vörð, efla og styrkja.
Gefa öllum sem það kjósa, tækifæri
til að nýta hæfileika sína og taka
þátt í sköpun og góðum verkum í
samfélaginu.
A árinu átti ég kost á að taka þátt
í vinnu við mótun fjölskyldustefhu
Grundfirðinga, fyrir Grundarfjarð-
arbæ. Fullt af góðu fólki tók þátt í
umræðu um hvernig við getum eflt
Grundarfjörð sem fjölskylduvænt
samfélag. Stefhan ein og sér er þó
ekki nóg, því verkin þurfa að tala.
Ekki bara hjá bæjarstjóm, heldur
hjá hverju og einu okkar. Það þarf
nefhilega heilt þorp til að ala upp
bam.
Með góðri jólakveðju úr Grund-
arfirði,
Sigurborg Kr. Hannesdóttir.
Kveðja frá
Akranesi
Það er ekki óalgengt að líta yfir
farinn veg í lok hvers árs og leggja
mat á það hvernig til hefur tekist
um þau mál sem hverjum og einum
eru hugleikin. I mínu tilfelli eru
mér mjög hugleikin öll samfélags-
mál, jafht sveitarstjórnar- sem þjóð-
mál. Hér á Akranesi hefur mikið
breyst á síðustu árum, bærinn hefur
breyst úr hefðbundnu sjávarplássi,
þar sem sjávarútvegur var undir-
staða samfélagsins, í samfélag þar
sem iðnaður er orðinn undirstaðan,
vegna hinna miklu stóryðjuffam-
kvæmda sem átt hafa og eiga sér nú
stað inni í Hvalfirði. Samfara þessu
hefur orðið hér óhemju mikil aukn-
ing í byggingaframkvæmdum af öll-
um gerðum, þó svo aukning fólks-
fjölda hafi ekki ennþá verið hin
sama og aukning húsnæðis. Skipu-
lagsmálin þessu samfara hér á Akra-
nesi hafa að mínu mati farið mjög
úrskeiðis t.d. á Skagaverstúninu;
með staðsetningu íþróttahallarinn-
ar; sem hvorki er vatns- né vindþétt
og ólögleg til mannamóta, þar sem
engin snyrtiaðstaða er fyrir gesti
hússins. Og nú síðast en ekki síst,
sú ótrúlega fáviska að ætla sér að
byggja 8 hæða hús niðri á Langa-
sandi. Þessi hugmynd er svo fárán-
leg að allir þeir sem ég hef talað við
telja að nú séu bæjar- og skipulags-
yfirvöld endanlega
gengin af göflunum.
Bæjarstjórnarkosn-
ingarnar síðustu voru
um margt athygli verð-
ar. Fráfarandi meiri-
hluti hafði margt gott
gert og vil ég sérstak-
lega nefha sölu Hita-
veitu Akraness og
Borgarfjarðar sem
hafði verið þungur
baggi á fjárhag bæjarins
um langan aldur og samstarf og
samvinna við Orkuveitu Reykjavík-
ur um frekari uppbyggingu og
þjónustu í veitumálum bæjarins.
Einnig má nefna góðan árangur í
stjórn fjármála bæjarins, sem þykir
ávalt staðfesting góðrar stjórnunn-
ar.
Eins og alltaf fyrir kosningar var
miklu lofað og þar á meðal áffam-
haldandi uppbyggingu Dvalar-
heimilisins Höfða. I því sambandi
skil ég ekki og ég held enginn,
hversvegna einkaaðilar, en ekki
bæjarfélagið áformi nú að byggja
hús fyrir aldraða að neðanverðu við
1. áfanga Dvalarheimilisins Höfða,
sem mundi standa að hálfu á klöpp
og að hálfu á Langasandi, eyðilegg-
ur aðgengi út á Höfðann, er marg-
falt dýrara í byggingu bæði fyrir
byggjendur og bæjarfélagið (bær-
inn verður að gera lóðina bygging-
arhæfa, dæla öllu skolpi frá húsinu,
útbúa land undir bílastæði o.s.frv.).
I stað þess mætti byggja svipað eða
samskonar hús að ofanverðu við 1.
áfanga Dvalarheimilisins í anda
þess sem upphaflega var ætlað. Þar
er hægt að byggja hús sem væri 600
m2 að flatarmáli og um leið hafa
neðstu hæðina fyrir félagsmiðstöð
eldri borgara á Akranesi, sem býr
nú þegar við mjög þröngan húsa-
kost og síðan mætti byggja ofan á 5-
8 hæðir sem sjálfseignaríbúðir fyrir
aldraða. Það þykir sjálfsagt að hið
opinbera byggi heimili fyrir börn til
eftirlits og umönnunnar, svo for-
eldrar geti haft ffelsi til að stunda
nám eða vinnu, en það má ekki
byggja heimili fyrir aldraða til eftir-
lits og ummönnunnar, því allir vita
að tvisvar verður gamall maður
barn.
Eitt er það annað sem mér þykir
sérstakt fyrir útkomu bæjarstjórnar-
kosninganna, en það er að hinn
ágæti drengur, fyrrverandi þing-
maður Samfylkingarinnar Gisli S
Einarsson skyldi segja sig úr Sam-
fylkingunni til að setjast í stól bæj-
arstjóra undir stjórn Sjálfstæðis-
manna.
A undanförnum árum, undir
stjórn núverandi ríkisstjórnar, hefur
mér fundist siðferðisvitund þjóðar-
innar hafa breyst. Sjálfshyggja og
sérhagsmunagæsla hefur aukist á
kostnað samhyggðar. Kemur þetta
víða fram t.d. í því að allt virðist
vera falt, sé nógu vel boðið, jafht
menn sem málefni. Misskipting
þjóðarkökunnar hefur stóraukist,
nú er ekki óalgengt að tífaldur, eða
meiri munur sé á hæstu og lægstu
launum. Fyrir nokkrum áratugum
var fjór- til fimmfaldur munur eins-
dæmi.
Það er til skammar í einu ríkasta
landi veraldar að fátæku fólki fjölgi,
sem neyðist til að leita aðstoðar
hjálparstofnana, kirkjunnar og
Rauða krossins sér til ffamfærslu,
og að hlutur þeirra sem minna
mega sín; öryrkja og aldraðs fólks,
fer versnandi Allt er þetta öfugt
við boðskap þeirrar hátíðar sem í
hönd fer og ætti að vera umhugsun-
arefni manna, ef áffam heldur sem
horfir.
Hafsteinn Sigurbjömsson.