Skessuhorn - 20.12.2006, Page 55
SBgSSUHöBKi
MIÐVIKUDAGUR 20. DESEMBER 2006
55
• l/'rrr-'J///(/ ei/,‘///uu(
Umsjón: Ófeignr Gestsson
Sparihumarréttur upplagður í forrétt á aðfangadagsköld
Þóra Björk Kristinsdóttir með handmálaSan bolla sem einungis er notaður ájólum.
Hjá flestum er aðalréttur að-
fangadagskvölds jóla óhagganleg-
ur frá ári til árs. Börnin venjast
ákveðnum rétti sem yfirleitt er
ekki eldaður nema þann dag með
öllu tilheyrandi. Sá eða þeir sem
sjá tun matseldina, hafa náð tök-
um á aðalréttinum og vilja þess
vegna helst ekki breyta tdl.
Oðru máli gegnir um forrétt ef
boðið er upp á hann. Þar er allt
lausara í reipunum. Eftirréttur er
víða „ris a la mang“ eða einfald-
lega grjónagrautur með möndlu.
Sumsstaðar er grauturinn forrétt-
ur. Stundum er möndlunni
stungið í skálina, hrært í og til-
viljun látin ráða hver fær möndl-
una. Stundum er skammtað á
diskinn, möndlu komið fyrir á
diski þess sem ætlast er til að fái
möndlugjöfina, sú ákvörðun síð-
an rökstudd með stuttri ræðu
þegar möndluhafinn hefur gefið
sig ffam. Hvaða aðferð sem er
notuð, er stranglega bannað að
gefa upp hver er með möndluna,
fyrr en allir hafa klárað.
Aftur að ákveðnum forrétti.
Sparihumarréttur
Þóra Björk Kristinsdóttir,
hjúkrunarfræðingur til margra
ára á Sjúkrahúsi Akraness, hefur
borið hitann og þungann af gerð
hátíðarmálsverðarins sem snædd-
ur er á hennar heimili á aðfanga-
dagskvöld.
Hún hefur líka útbúið jóla-
skreytingu á matarstell og er
stellið notað yfir jóladagana. Það
er hátíðlegt og hluti þess að jólin
eru öðruvísi en aðrir dagar ársins.
Hér á eftir er uppskrift og til-
laga að eldunarmeðferð á humar-
rétti sem forrétti. Humar-
rétturinn hefur átt fastan
sess á hátíðarborðinu hjá
Þóru Björk í a.m.k. 20 ár.
Hann er aðeins borinn
ffam sem forréttur á að-
fangadag. Stranglega er
bannað að nota réttinn í
annan tíma. Þó er kunn-
ugt að á nokkrum heimil-
um hefur verið svindlað,
þar er þessi réttur aðal-
rétturinn á gamlárskvöld
en þá með auknu humar-
magni.
J ólahumarréttur
fyrir fjóra
- uppskrift
150-800 gr. skelflettur humar
50 gr. smjör
Sósa
1/2 Itr. rjómi
2 tsk dill
1 tsk paprikuduft
Nokkrir sajfranþræðir
1/2 dl koníak(eða rétt rúmlega,
smakkist til)
1 tsk salt (sléttfull) eða smakkist
til.
Aðferð
Humarinn er hafður þíður, til-
búinn á diski við pönnuna.
Smjörið er brætt á pönnunni en
þess gætt að það ofhitni ekki (má
ekki brúnast). Humarinn er
snöggsteiktur á pönnunni, velt
fram og aftur augnablik, þannig
að aðeins náist að brúna hann.
Gæta verður þess þó að hafa
humarinn ekki of lengi á pönn-
unni, hann verður þá of þurr og
um leið seigur. Munið! Bara
augnablik. Humarinn lagður í
smurt eldfast mót (gott að loka
með álfilmu). Sósan soðin saman
á pönnunni. Setjið allt nema kon-
íak og salt í sósuna, látdð suðu
koma upp. Setjið þá koníak sam-
an við. Saltið og þar má bæta við
effir smekk. Ofninn þarf nú að
vera tilbúinn í 200°C. Látið sós-
tma yfir humarinn og bakið í ofn-
inum 7-10 mín.
Borið fram með ristuðu brauði,
sumir velja ffekar snittubrauð því
það drekkur fljótar vökva til sín.
Það má einnig nota alls konar
kryddað brauð.
Niðurstaða:
Veikleiki uppskriftarinnar er
koníakið, víða er vínkeim eða vín-
notkun úthýst, sérstaklega mikil-
vægt um jólin hjá bindindisfjöl-
skyldum.
Sé koníakið ekki vandamál á
heimilinu er hér um að ræða ein-
faldan og fljótgerðan forrétt sem
er mjög ljúffengur, sé þess vand-
lega gætt að ofsteikja ekki humar-
inn.
Gefðu þér 5 mínútur þann 22.
desember, skoðaðu uppskriffina,
útvegaðu hráefhið. Gleymdu ekki
að þíða upp humarinn á aðfanga-
dag og fyrirhafnarlítill glæsifor-
réttur er ffamreiddur af snilld.
Gleðilega hátíð!
Diskar sem aí sama skapi eru eingöngu nýttir ájólum.
T*
"
gfHI
Óskum landsmönnum
gleðilegra jóla
og farsældar á
komandi ári
Samfylkingin
*
4
«