Skessuhorn - 20.12.2006, Síða 59
MIÐVIKUDAGUR 20. DESEMBER 2006
59
ferlinu við svona aðgerðir, ég hélt
engu niðri, ég var viðþolslaus af
kvölum í iljunum og í fyrsta skipti
frá því að allt þetta hófst, beygði
ég af og grét.“
Bloggsíðan kom mér
frammúr
„Það sem bjargaði miklu fyrir
mig þarna úti og í allri þessari
vanlíðan, var bloggsíðan,
„asdisofurhetja. blogspot.com,"
sem ég hélt úti meðan á dvölinni í
Svíþjóð stóð. Eg velti því fyrir
mér yfir daginn hvað ég ætlaði að
skrifa, hvernig ég gæti sagt ffá
upplifun minni á broslegan hátt
og þannig neyddi ég sjálfa mig til
sjá jákvæðu punktana við aðstæð-
urnar. Einnig var það mikill
stuðningur að fá allar hlýju kveðj-
umar að heiman sem fólk skrifaði
á síðuna og það var iðulega sem ég
dröslaði mér frammúr, til þess
eins að sjá hvort ef einhver skila-
boð hefðu borist." Um ástand sitt
skrifar hún á bloggsíðunni:
„Eg heft oft verið að benda
fólki á mikilvægi þess að vera með
góða vírusvörn. Ekki veit ég hvað
ég hef verið að þenja mig. Mér var
nefnilega tjáð í dag að í líkama
mínum væri ekki svo mikið sem
eitt hvítt blóðkorn. Það er vissu-
lega kominn tími á uppfærslu."
Smátt og smátt fór Asdís að
hjarna við, en á spítalanum var ýtt
snemma á hana að fara á fætur,
jafnvel þó henni fyndist hún í
engu sérstöku ástandi til þess. A
bloggsíðunni er mjög spaugileg
frásögn af þeim systrum þar sem
því er lýst þegar þær fara sína
fyrstu ferð út saman, Sigga Fann-
ey keyrandi Asdísi í
hjólastól um um-
hverfið:
„Ekki vildum við
systur þó sleppa
útivist í dag og
ákveðið var að
Sigga skyldi aka
mér um í hjólastól.
Eg hef hingað til á-
litið hana öndvegis
bílstjóra, en ef
prófað væri til
hjólastólaaksturs-
réttinda stórefast
ég um að hún næði
prófi. Hún ók nán-
ast á hvert einasta
tré, hvem stein og
ljósastaur í ná-
grenni sjúkrahúss-
ins. Hún reyndi að
afsaka sig með því
að hafa gleymt gleraugunum, en
ég veit ósköp vel að svona illa sér
hún ekki. Við grétum af hlátri.
Þess á milli hljóðaði ég: ó, ó, ó og
ææ..æ - og hjálp. Þetta var afskap-
lega góð æfing fyrir lungun en
mikil áreynsla fyrir fmmuskertan
munn og kok. Það er hreint
glópalán að ég skuli nú sitja hér
við óslösuð. Sigga er reyndar ör-
lítið sködduð - klemmdi sig á
bremsunum!"
Að koma heim
og meta samfélagið
„Sveinn Oðinn, bróðir minn,
kom og tók við vaktinni af systur
minni. Eg held að þetta hafi reynt
rosalega á hana, enda mikið álag
og hún viðurkenndi síðar fyrir
mér að hún hefði verið orðin mun
þreyttari en hún hefði gert sér
grein fyrir. Astandið á mér var
orðið mun skárra er Sveinn Oð-
inn kom út, en þó held ég að hon-
um hafi bmgðið hressilega við er
hann sá mig. Eg var á miklum
steram auk annarra lyfja, öll út-
blásin og sköllótt og mér þótti
bati minn ganga hægt.“
Asdís lýsir sjálfri sér á þessum
tíma á bloggsíðunni:
„Eg smyr mig inn í ofurfaktora,
geng um með barðastóra hatta,
stór sólgleraugu, í síðum skálmum
og með langar ermar og lít út eins
og geimvera í fáklæddri fólks-
mergðinni. Ekki bætir úr að ég er
þessa dagana með ofursterakinn-
ar; andlitslag eins og Kalli kanína
og það er farið að vaxa fínlegt hár
um allt andlit. Það er víst ekki
óvanalegt eftir meðferð eins og þá
sem ég er búin að fara í gegnum
og kemur til með að falla af eða
það ætla ég rétt að vona. Hárvöxt-
ur ofan á höfði er nokkur en litur
erm óljós virðist stundum ljóst,
stundum rautt og stundum dökkt,
jafnvel svart. Eg er farin að
ímynda mér ég verði bröndótt."
Komið heim
„Það var síðan í ágústlok sem ég
fékk fararleyfi heim og þrátt fyrir
að ég væri því afskaplega fegin,
var meðferðinni ekki lokið, enda
var það ekki fyrr en um daginn
sem ég kláraði síðustu lyfjameð-
ferðina."
Þegar ég lít til baka þá finnst
mér þetta hafa liðið afskaplega
hratt og ef þetta hefur kennt mér
eitthvað er það að meta samfélag-
ið sem við lifum í. Til dæmis fékk
ég góða styrki frá félögum hér í
Borgarfirði áður ég fór út sem
skiptu miklu máli og komu sér
afar vel. Reynsla mín af heilbrigð-
iskerfinu og öllu því hæfileikaríka
og metnaðarfulla starfsfólki sem
þar vinnur er mjög góð og ég
skynjaði virkilega umhyggju þess
fyrir mér sem sjúklingi. Læknar,
hjúkranarfræðingar, sálffæðingar
og allir aðrir sem ég kynntist í
gegnum þessa reynslu voru mér
afar góðir og sérstaklega ber ég
virðingu fyrir hjúkrunarfræðing-
um og starfi þeirra eftir kynni mín
af þeim.“
Allir ættu að gefa blóð
„Og svo vil ég vil koma því að,
að allir ættu að gefa blóð. Eg veit
ekki hversu mikið ég hef þurft að
fá af blóði, en það skipti sköpum.
Eg sé mest eftir því sjálf að hafa
aldrei gefið blóð en nú er ég
„skemmd vara“ og því þýðir ekk-
ert að velta því fyrir sér. Einnig vil
ég benda fólki á að skrá sig sem
stofnffumugjafa í Blóðbanka Is-
lands en slíkt er lífsspursmál og
getur bjargað mannslífum. Eg veit
ekki hvernig ég endurgeld mínum
þýska yfirskeggjaða bjargvætti líf-
gjöfina og hvort það er hægt yfir-
leitt, en vissulega er það ómetan-
legt þegar fólk hikar ekki við að
gera slíkan greiða og koma tdl
hjálpar á þann hátt,“ segir Asdís
Ingimarsdóttir, sannkölluð ofur-
hetja, að lokum.
KH
Umbúðir utanaf lyfjaskammti helgarinnar meðan hún dvaldi
í Svíþjóð.
„Ég smyr mig inn í ofurfaktora, geng um með harðastóra hatta, stór sólgleraugu, t síðum
skálmum og með langar ermar og lít út eins og geimvera ífákladdri fólksmergðinni, “
sagði hún m.a. á blogginu sínu þegar meðferðin stóð sem hæst.
Við á&kimv aid&kiptaMniwi
akkar gieðilegrayjála
ag far&dddar á nýjw curi.
Takkjýrir mð&kiptúv á áiimi
&em er að líða.
Ífvi’ðjíl, átllljáfálk
Í(Jipáaio/itiM6kála
í HREÐAVATNSSKÁLI
C A ¥ É • HBSTAUHANT • SAS
Ureðoumtn&&káli aerður lakaður 2 3. de&. -2 6. de&.
Opið uerður 27.-29. de& frá 11.00-22:00.
Opnað rnrður ajtur á nýjw ári 3. jan. kl. 11:00
Gleðileg jól
og farsælt
komandi ár
Þökkum viðskiptin á
árinu sem er að líða
HRAÐFRYSTIHUS
HELLISSANDS HF
Hafnarbakkl 1 ■ 360 Hellissandur ■ Sími: 430 7700 ■ Fax: 430 7701