Skessuhorn - 20.12.2006, Qupperneq 65
.onjeeA-r. f'ívic aaaMazaci .osHUOAcuxivair/ w
saisstfiiiaiaRi___________________ miðvikudagur 20. desember 2006 ___________ _________65
-4
Sumardvöl í sveit og
minningar af heiðum ofán
Haustlitir Asgeirs Péturssonar, sýslumanns
í ævisögunni Haustlitum efitír
Asgeir sýslumann Pétursson,
sem kom út í haust, er kafli sem
segir frá er Asgeir var ungur
drengur í sveit í Borgarfirði.
Margt er að sjá og upplifa fyrir
ungan dreng og reynslan hafði
mótandi áhrif á hann. Við birt-
um nokkur brot úr kaflanum
hér. Millifyrirsagnir og hom-
klofar em blaðsins.
Fyrsta skipti í sveit
Það varð úr, að ég yrði á Hrafn-
kelsstöðum um sumarið. Það
helsta sem ég man um þessa fyrstu
ferð mína að heiman er sú eftir-
vænting og spenna, sem upphófst
þegar búið var að ákveða brottfar-
ardaginn. Farangrinum var pakk-
að ofaní trékassa og vom miklar
vangaveltur um það hvað taka
skyldi með og hvað ekki. Svo var
að kveðja strákana í nágrenninu,
- sem vorkenndu mér að vera að
fara úr leikjunum á Landakotstúni
út í óbyggðir handan flóans. Eg
mætti þeim efasemdum þeirra
með því að segja þeim tröllasögur
af silungsveiðum og útreiðartúr-
um, sem ég hafði heyrt eldri
bræður mína lýsa.
Borgaraes var friðsælt
sveitaþorp
Borgarnes var sveitaþorp, þótt
það væri við sjó, því engin var þar
útgerðin. Húsin vom flest lágreist
og áttu sér sum hver nöfn, sem oft
gáfú til kynna uppmna eigend-
anna. Túnblettir voru á stöku
stað, oft með hlöðnum grjótgörð-
um. Kindakofar undir hömram,
flestir úr torfi eða bámjárni, bám
vott um sjálfsbjargarviðleitni íbú-
anna. Þeir drýgðu vinnulaun sín
með smábúskap. Þessi byggð var
hreinleg og viðfelldin, féll vel inn
í umhverfið, hóla, hamra og holt.
Og mest var þetta grösugt og gró-
ið. Hundgá og hanagal gáfu þess-
ari ffiðsælu byggð lífsmark og ríð-
andi menn og vagnar dregnir af
hestum gáfu samfélaginu svip,
sem óneitanlega minnir á „Húsið
á sléttunni" eða einhverja alda-
mótabyggð.
Húsið molnaði niður
á fáum áratugum
Eg var þrjú sumur á Hra&ikels-
stöðum. Síðasta sumarið var ráðist
í byggingu stærðar steinhúss á
bænum. Eg fékk stöku sinnum þá
stöðu að vera kúskur og teyma
hesta, sem drógu vagna hlaðna
steypumöl og sandi úr Álftá, sem
rann þar við túnfótinn. Þetta efni
í steypuna hefur verið slæmt,
sennilega blandað líffænum efn-
um, því húsið entist illa og moln-
aði að nokkra leyti niður á fáum
áratugum.
A Hrafnkelsstöðum var margt
hrossa. Góðir reiðhestar og marg-
ir dráttarklárar, sem við ungling-
amir kölluðtun vagnhesta. Þeir
vom reyndar mínir reiðskjótar.
Eg fékk oft að fara spölkorn frá
bæ og sat þá venjulega annaðhvort
Hroll eða Tígul, en svo hétu þeir
vagnhestar, sem helst vom heima-
við. Það vora skemmtilegar ferðir
þótt riðið væri berbakt og ekki
sprett úr spori að heitið gæti. En
þetta var leiðin til þess að læra að
sitja hest, að halda jafnvægi og
hafa stjóm á honum.
Hin daglegu
störf sveitarinnar
Fyrstu kynni mín af lífinu í sveit
vora mér dýrmæt reynsla. Dag-
legt líf var á margan hátt ólíkt
borgarlífinu. Ekkert rafmagn,
ekki rennandi vam og allt starf
snerist um búskap og undirbúning
komandi vetrar. Margt nýstárlegt
bar fyrir augu, sem mér þótti á-
hugavert að fylgjast með. Þannig
minnist ég þess að einn góðviðris-
daginn kom Olöf húsffeyja út á
hlað með allhátt kerald og rjóma-
fötu. Þetta var gamall strokkur
með bullu og ætlaði hún að fara
að strokka smjör. Það hefur trú-
lega verið erfitt verk, því strokk-
urinn var þungur og þurffi mörg
slög með bullunni, þar til í honum
skildist. Var þá smjörið hnoðað og
saltað í skökur, en áfirnar notaðar
með undanrennunni til skyrgerð-
ar eða seyddar með í mysuostinn.
Heyskapur fór aðallega fram að
hætti fyrri tíma, orf og hrífur vora
helsm verkfærin. Eg minnist þess
að Guðbrandur sagði eitt sinn að
merkasti atburður í búskap nítj-
ándu aldarinnar hefði verið til-
koma skosku ljáanna. Torfi í
Ólafsdal flutti þá til landsins. En
um þessar mundir var fyrir
nokkra farið að flytja inn sláttu-
vélar, sem dregnar vora af tveim
hesmm, eða þremur. Þær komu
fyrst að notum þar sem vora víð-
lendar engjar, sléttar frá náttúr-
unnar hendi, en raddu sér svo til
rúms á næsm áram, efrir því sem
túnin vora sléttuð og gerð véltæk.
Ingólfur á Hrafnkelsstöðum ann-
aðist það vandaverk að temja
dráttarhesta, sem nota átti við
sláttinn. Hann hjálpaði mörgum
bændum í héraðinu við þjálfun
hesta til þeirra þarfa.
*
I sveit að
Stafholtsveggj um
Um Björn Ólafsson [bóndi á
Stafholtsveggjum] er það að segja,
að hann var bæði ffóður og minn-
ugur og fús að miðla af þekkingu
sinni. Marga sunnudaga tók hann
mig með sér út um holt og haga,
kenndi mér að þekkja fuglana,
bæði af útliti þeirra, kvaki og
söng. Þetta fannst mér ákaflega
skemmtilegt og kveikti þetta ör-
ugglega með mér upphafið að því
að ég hef verið einlægur fuglavin-
ur alla ævi. Síðar á sumrinu próf-
aði Björn hvernig gengið hefði að
kenna mér á fuglana og spurði þá
gjarnan þegar við heyrðum í fugli:
„Hvaða fugl var þetta?“
Eg dreg í efa að fróðari leik-
maður um náttúraffæði hafi þá
fundist í Borgarfirði. Hann átti
erfitt með að afla sér ýmissa rita
og annarra heimilda, sem hann
þráði, en fékk þó bækur að láni til
viðbótar hjá vinum sínum og
vandamönnum, sem þekktu ffóð-
leiksfysn hans. Hann var þó ekk-
ert að auglýsa áhuga sinn eða
þekkingu. Hógværð og lítillæti
stjórnuðu því. Fúsastur var hann
að kenna mér um móður jörð
þegar við voram tveir einir. Þá
talaði hann hægt og rólega. Eg
vildi óska að ég hefði hlustað bet-
ur. Auk búskapar síns var hann
kunnur sem vandvirkur smiður og
fékkst einkum við steinhúsasmíði.
Ný sundlaug
tekin í gagnið
Eins og ég drap á var verið að
byggja nýja sundlaug, Veggjalaug,
rétt innan Laugalands. En gömul
torflaug var þar fyrir og fór ég
stundum þangað að busla. Hún
var full af brunnklukkum og oft
vora álar við bominn. Heita vam-
ið rann ofanjarðar úr hveram og
niður í laugina. Það fór því nokk-
uð effir veðri og úrkomu hvort
unnt var að nýta hana. Hún var
oft of heit. En næsta sumar var
nýja laugin fullgerð og lærði ég þá
að synda í henni. Sundkennarinn ^
var Jón Brynjólfsson ffá Hlöðu-
túni, mikið prúðmenni og góður
sundkennari. Hann var bróðir
Önnu, seinni konu Sigurðar á
Gilsbakka.
Mæðuveikin kom
með karakúlfénu
Mæðiveikin var að byrja í Reyk-
holtsdal, Deildarmngu og Kletti
haustið 1935. Þá varð vart við
talsvert af veiku fé ffá þeim bæjum
í leimnum.
Þessi sýki barst til landsins með
karakúlfé frá Þýskalandi. Karakúl- y.
hrúmr kom að Deildarmngu og
annar í Bæjarsveit. Það sem vakti
fyrir mönnum með þeim inn-
flutningi var að framleiða
loðskinn af þessu fé, sem nefnd
era „astrakan". Því vora mislitar
ær, helst svartar og gráar, valdar
til að hafa með karakúl-hrútnum í
Deildarmngu. Þær drápust fyrst-
ar. Því féll granurinn um smitun-
ina fljótt á hrútinn. En þrátt fyrir
þetta átmðu sumir sig ekki á því
strax, að sýkin stafaði ffá hinu
innflutta fé. Jafiivel fræðimenn
héldu því fram á árinu 1937, að
hér væri ekki ný veiki á ferðinni, ý
heldur lungnapest, sem hér var
löngu landlæg. Pestin varð þjóð-
inni fjarska dýr og var loks gripið
til niðurskurðar sem faðir minn
átti mikinn þátt í að ákveða, en
hann var þá landbúnaðarráðherra.
t
Eg hef alla ævina fagnað því að
hafa dvalist í sveit í Borgarfirði á
æsku-áranum. Eg kynntist land-
inu, gróðri og dýralífi, búskapar-
háttum og mannlífi. Nýr tími var
að renna upp með vélvæddum
landbúnaði og bættum hag og
betri vegum. Aukið menningarlíf
var að byrja að setja svip sinn á
þjóðlífið. Þessi ár áttu effir að
koma mér að góðu gagni, þegar
ég fór að starfa að málefn-um,
sem snertu mannfólkið og at-
vinnulífið. Eg hafði kynnst að
nokkra leyti því lífi, sem hér var
lifað í aldir og var þátttakandi í f
breytingum, sem voru að ryðja sér
til rúms. Það veitti þarfa yfirsýn
og löngun til framfara.
ásgeir pétursson
haustlitir
minningaþættir