Skessuhorn


Skessuhorn - 20.12.2006, Blaðsíða 70

Skessuhorn - 20.12.2006, Blaðsíða 70
■ .MMIM... - 70 MIÐVIKUDAGUR 20. DESEMBER 2006 Sagnaritarar samtímans; áhugaljósmyndarar á ferð ogflugi Alfons Finnsson Alfons Finnsson. Ljósmynd Kristján Kristjánsson. Áhugaljósmyndarar eru víða tdl, en þeir eru þó ekki margir sem taka þetta áhugamál svo alvarlega að ljósmyndunin sé framar flestu öðru sem þeir taka sér fyrir hendur. Mjög víða stunda áhugaljósmynd- ararar ómetanlega samtímaskrán- ingu fyrir sín byggðarlög og at- vinnusöguna. Þessir aðilar eru ekki endilega að ljósmynda í atvinnu- skyni heldur drífur áhuginn þá áffarn. Samtímaskráning af þessu tagi er oft vanmetin. I raun ætti að verðlauna þessa menn með ein- hverjum hætti; gera þá að launuð- um bæjarlistamönnum - því það eru þeir vissulega. Hér á Vesturlandi eru nokkrir sem stunda áhugaljósmyndun af kappi. Nefna má þá Bjöm Húnboga Sveinsson og Þórhall Teitsson í Borgarfirði, Júlíus Axelsson og Ragnheiði Stefánsdóttur í Borgar- nesi, Hilmar Sigvaldason og Eirík Kristófersson á Akranesi og Alfons Finnsson í Olafsvík. Allt em þetta prýðis ljósmyndarar sem eiga í fór- run sínum þúsundir og jafhvel tug- þúsundir mynda ffá liðnum áram og áratugum. Myndir sem varðveita annars glötuð augnablik. I jólablaði Skessuhoms á liðnu ári var byrjað að birta sýnishorn af myndum þessara samtímasögurit- ara og varð Hilmar Sigvaldason á Akranesi fyrst kynntur. I ár verða valdar myndir úr safni Alfons Finnssonar í Olafsvík. Sjómannslíf Alfons hefur stundað ljósmyndun lengi eða allt frá unglingsárum. Hann er fæddur í Olafsvík 2. nóv- ember 1960. Hann tileinkaði sér stafræna myndatöku strax og hún varð möguleg og skilur hann sjald- an við sig myndavélina. Hann hefur um árabil verið ljósmyndari og fréttaritari Morgunblaðsins og rmnið til verðlauna fyrir myndir sínar á þeim vettvangi. Alfons stundar sjóinn og í starfi sínu er hann í návígi við sjómenn við ýms- ar aðstæður; skemmtilegar, einstak- ar og einnig við erfið augnablik þegar t.d. skipsskaðar verða. Við- vera hans á og í nálægð við sjóinn gerir Alfons einstakan í röðum ljós- myndara hér á landi. Víða birtast myndir Við báðum Alfons að velja brot af þeim myndum sem hann hefur tek- ið undanfarin misseri og ár. Era þær þversnið af viðfangsefhum hans en hann kveðst aldrei skilja mynda- vélina við sig og því fangar hann off einstök augnablik. Hann leggur áherslu á hið mann- lega í umhverfinu og fólk er þannig viðfangsefni flestra ljósmynda hans. „Sem ljósmyndari hjá Morgunblað- inu síðan 1988 hefur maður ffétta- ljósmyndun alltaf í huga. Auk myndatöku fyrir blaðið hef ég á síð- ustu áram myndað og skrifað fyrir Fiskifréttir og þá hef ég samning við Skerplu um töku bátamynda fyrir Sjómannaalmanakið. Auk þess hafa birst myndir eftir mig í nokkram bókum og til að mynda fyrir þessi jól era þrjár bækur sem hafa að geyma myndir eftir mig, þ.e. Islenskir skipstjórnarmenn, Fær í flestan sjó sem hefur hefur að geyma nokkur htmdrað myndir eft- ir mig en þar er sögð saga íslenskr- ar útgerðar, og loks er það Sjó- mannaalmanakið. Þá hef ég mynd- að fyrir aðrar almanaksútgáfur og af ýmsum öðram tilefnum. Þannig má segja að þetta sé ekki eingöngu áhugamál, en hinsvegar er ánægjan við þetta ofar öllu öðra hjá mér,“ segir Alfons. Hann hefur opnað heimasíðu þar sem er að finna fjölda af myndum. Hún er á slóð- inni: www. 123 .is/alfons MM Það þekkja allir Þóró Halldórsson skáld, bónda og sögumann. Það hafa verið gefnar út 3 bœkur um Þórð. Myndin var tekin á Amarstapa um 1990. Haukur Sigtryggsson fieddist í Olafsvík 1. september 1924. Hann lést 21. febrúar. Sjávarútvegur var hans <er og kýr, enda var útgerð hans eevistarf. A myndinn er Haukur að bœta nótina á Sveinbimi Jakobssyni árið 1989. Það er ekki alltafblíða á sjónum, eins og sjómenn þekkja af eigin raun og skipsverjamir á Steinunni láta ekki sitt eft- irliggja til að fœra björg í hú. Þór Kristmundsson sést hér leysa frá pokanum fullum af fiski og var veðurhœðin 25 metrar á sekúndu þegar myndin var tekin í mars á þessu ári. Steinnunn SH setti lslandsmet íflokki dragnótabáta í mars er þeir komu með 518 tonn að landi, sem verður að taljast glæsilegur árangur, vegna þess að það var snarvit- laust veður nœstum allan marsmánuð. Frímínútur í grunnskóla ífebrúar 1991. Þessir ungu drengir voru að hvtla lúin bein eftir að hafa verið að hamast ífótbolta.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.