Skessuhorn - 20.12.2006, Page 78
78
f 'T y 'Tn nr gr TrvA/H TMTlZrHM
MIÐVIKUDAGUR 20. DESEMBER 2006
ð^ssunu^:
unarfélags Akraness unglingadeild
sem hlaut nafnið Unglingdeildin
Ames. Nafh sveitarinnar er dregið
af útilegumanni þeim sem vann sér
það til ffægðar og ef til vill lífs að
snúa á leitarmenn í Akrafjalli árið
1750. Ásgeir Kristinsson formaður
Björgunarfélags Akraness segir að
með starfsemi sveitarinnar vilji fé-
lagið stuðla að heilbrigðu félags-
starfi meðal unglinga og breikka
um leið grunninn að starfi félags-
ins.
Hann segir að áður hafi inntaka í
nýliðastarf miðast við sextán ára
aldur en með stofhun sveitarinnar
hafi verið ákveðið að færa aldurinn
niður í fjórtán ára. Félagið hafi
undanfarið fylgst með umræðu um
brottfall unglinga úr íþróttastarfi
og einnig að sú áhersla sem lögð er
á keppni og ffama í íþróttum henti
alls ekki öllum. Með stofnun ung-
lingadeildarinnar verði til nýr val-
kostur í félagsstarfi unglinga.
„Við ákváðum að fara hægt á stað
í haust og tókum einungis tuttugu
imglinga úr m'unda og tíunda bekk
grunnskóla inn. Þessir unglingar
starfa í einum hópi innan deildar-
innar, en vænta má þess að ef við
fáum tækifæri til og öflugan stuðn-
ing bæjarbúa við aðalfjáröflun okk-
ar, flugeldasöluna nú um áramótin
þá verði hægt að bæta tveimur til
þremur hópum við í þessu ung-
lingastarfi okkar næsta haust“ segir
Asgeir.
Hann segir starf deildarinnar
hafa verið fjölbreytt í haust og
krakkamir fái einstakt tækifæri að
hans mati til þess að kynnast nátt-
úm Islands ffá ýmsum sjónarhorn-
um auk þess sem þau hafi tekið þátt
í hluta af starfi björgunarsveitarinn-
ar og nefnir sem dæmi að þau hafi
að mestu séð um sölu Neyðarkalls-
ins á dögunum á Akranesi. Þá hafi
þau fengið kennslu í fyrstu hjálp,
ferðamennsku og rötun svo eitt-
hvað sé nefnt og vetrarstarfi þeirra
ljúki með námskeiði í útivistarskól-
anum á Gufuskálum í vor.
„Með starfi þessara tæplega 50
unglinga emm við að skapa kraft-
mikla ffamtíð í starfi Björgunarfé-
lags Akmess,“ segir Asgeir að lok-
um. HJ
Akraneskaupstaður styrkir MND félagið
Jón Pálmi Pálsson bæjarritari á
Akranesi afhenti í síðustu viku
Guðjóni Sigurðssyni formanni
MND félagins styrk að upphæð
150 þúsund krónur. Þetta er í ann-
að sinn sem bæjarfélagið styrkdr fé-
lagasamtök í stað þess að senda út
jólakort. Jón Pálmi sagði það mik-
inn heiður að fá að afhenda styrk-
inn fyrir hönd bæjarins. Hann sagði
baráttu félagsmanna
MND félagsins
ávallt vekja aðdáun
og því vildi bæjarfé-
lagið leggja starfi
þess lið.
Guðjón þakkaði
fyrir stuðninginn og
sagði hann ómetan-
legan. Félagið væri
fámennt og því væri
stuðningur sem þessi kærkominn.
Hann afhenti bæjarfélaginu eintak
af „Ljóð í sjóð“ sem er bók og
geisladiskur sem félagið gaf út fyrir
nokkru með stuðningi íslenskra
listamanna. Bókin er fagurlega
myndskreytt og á geisladisknum
em lög og ljóðaupplestur skáldanna
sem gáfu verk sín.
I MND félaginu era að jafhaði
tuttugu félagsmenn. Fjórir greinast
með sjúkdóminn á ári og fjórir
kveðja félagið árlega að jafnaði að
sögn Guðjóns. MND-Motor No-
urone Disease er banvænn sjúk-
dómur sem ágerist venjulega hratt
og herjar á hreyfitaugar líkamans
sem flytja boð til vöðvanna. Af hon-
um leiðir máttleysi og lömun í
handleggjum, fótleggjum, munni
hálsi og svo framvegis. Að lokum er
um algera lömun að ræða. Vits-
munalegur styrkur helst þó óskadd-
aður. Líftími sjúklinga eftir að þeir
fá sjúkdóminn er frá 1-6 áram en
sumir lifa lengur. Ekki er vitað um
orsök sjúkdómsins.
Þeim sem vilja fræðast meira um
sjúkdóminn eða styrkja starf félags-
ins geta farið á heimasíðu félagsins
www.mnd.is HJ
* /
Myndir úr safni Olafs Amasonar
Sjómannadagur og bekkjarmynd
Áfram heldur Skessuhorn að
birta myndir úr safni Olafs Arna-
sonar Ijósmyndara. Að þessu sinni
birtast tvær myndir. Onnur er frá
Sjómannadegi á Akranesi árið 1961
en hin af 10 ára bekk í Bamaskóla
Akraness árið 1959.
Þeir sem telja sig þekkja ein-
hverja á myndunum, eða hafa um
þær aðrar upplýsingar, era vinsam-
legast beðnir um að hafa samband
við Maríu Karen Sigurðardóttur á
Ljósmyndasafni Reykjavíkur í síma
563-1790, eða í netfangið
ljosmyndasafn@reykjavik.is Þá er
minnt á að fleiri myndir Olafs má
skoða á myndavef Ljósmyndasafns
Reykjavíkur á netinu. MM
Piparkökubakstur
í algleymingi
I öllum jólaundirbúningi
desembermánaðar tilheyrir
að sjálfsögðu að baka pipar-
kökur og það fengu börn í
Grunnskólanum á Hvann-
eyri, ásamt foreldram sín-
um að spreyta sig í síðustu
viku. Þar var deigið hnoð-
að, flatt út á fjöl, eins og
segir í vísunni og mótað í
alls kyns kynjadýr. Að end-
ingu vora kökurnar bakað-
ar og skreyttar með litfögra
glassúri, sem einhverja hluta vegna,
vildi iðulega rata eitthvað annað en
á kökurnar, enda þekkt fýrir að vera
fádæma gott á bragðið fyrir unga
bakarameistara. A myndinni má sjá
Pál Isak Lárasson í miðju pipar-
kökuferli. KH
Fimm Skagamenn
á úrtaksæfingum
Fimm leikmenn IA verða í eld-
línunni um næstu helgi þegar úr-
taksæfingar fara ffam hjá þremur
yngri landsliðum karla. Aron Ymir
Pétursson, Ragnar Þór Gunnars-
son og Ragnar Leósson æfa með
liði skipuðu leikmönnum undir 17
ára aldri, Guðmundur Böðvar
Guðjónsson æfir með liði skipuðu
leikmönnum undir 19 ára aldri og
þeir Amar Már Guðjónsson og Jón
Vilhelm Akason æfa með liði skip-
uðu leikmönnum undir 21 árs aldri.
HJ
A myndinni eru, taliðfrá vinstri: Jakob Grétar Sigurðsscm, Daði Freyr Guíjónsson, Þórð-
ur Helgi Guðjónsson, Smebj'óm Þorri Amason, Sigrún Hjartardóttir, Sigríður Kristín
Guðlaugsdóttir, Magnús Benjamínsstm, Þorsteinn Bjarki Pétursson og Snorri Bjömsson.
Útskrifað úr
aikídonámskeiði
Ungmenni sem æft hafa aikido á
Kleppjárnsreykjum í vetur luku við
prófgráður í íþróttinni 13. desem-
ber sl. Þjálfari þeirra er Sigrún
Hjartardóttir, Sho Dan. Atta
krakkar tóku próf og luku 8 kuy og
7 kuy. Stefnt er að því að ljúka 6
kuy í vor. Æft hefur verið tvisvar í
viku á önninni. Gráðunin er
þannig að í tölum era sú fyrsta 8
kuy og sú síðasta 1 kuy. Þegar
nemendtn hafa náð 1 kuy þá taka
þeir próf til að ná eftirfarandi
gráðun; Sho Dan, Ni Dan , San
Dan og Yo Dan. Sú síðastnefnda er
sú æðsta. HHS
Kvennakórinn Ymur ásamt stjómanda sínum, Sigríði Elliðadóttur.
Jólastjömur Yms
í Akranesldrkju
Síðastliðið þriðjudagskvöld hélt
kvennakórinn Ymur jólatónleika í
Akraneskirkju og nefndust tónleik-
arnir Jólastjörnur. Efnisval tónleik-
ana einkenndist af jólalögum eins
og nafhið gefur til kynna. Þarna
vora flutt jólalög ffá ýmsum lönd-
um, blanda af þekktum lögum eins
og Bjart er yfir Betlehem, Litli
trommuleikarinn og Yfir fannhvíta
jörð, og minna þekktum jólalögum.
Stjórnandi Yms er Sigríður El-
liðadóttir. I þeim lögum sem spilað
var undir á píanó sá Friðrik Stef-
ánsson um undirleik. Kristín Sig-
urjónsdóttir spilaði á fiðlu, Hólm-
steinn Valdimarsson á trompet og
Sigrún Þorbergsdóttir spilaði á
þverflautu. I tveimur fýrstu lögun-
um söng barnakór með sem var
búin til eingöngu fýrir þessa tón-
leika. MM