Morgunblaðið - 27.06.2019, Side 2

Morgunblaðið - 27.06.2019, Side 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. JÚNÍ 2019 Bir tm eð fyr irv ar au m pr en tvi llu r. He im sfe rð ir ás kil ja sé rr étt til lei ðr étt ing aá slí ku .A th. að ve rð ge tur br ey st án fyr irv ar a. 595 1000 KRÍT8. JÚLÍ Í 10 NÆTUR Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Keppendur í Greenland Air Trophy 2019, sem flugu frá Reykjavík, lentu á Ísafirði um þrjú leyt- ið í gær. Vélarnar eru á leið sinni yfir Græn- landssund en stysta flugleið þangað er frá Ísa- firði. Fimm flugvélar af mismundi tegundum og ein þyrla taka þátt í keppninni sem felst í því að lenda og taka á loft á eins stuttri vegalengd og hægt er. Sautján manns fljúga með vélunum sem biðu í gær eftir flugheimild yfir Grænlandssund. Greenland Air Trophy 2019 keppnin Morgunblaðið/Halldór Sveinbjörnsson STOL-keppendur bíða kátir eftir flugheimild á Ísafirði Guðrún Erlingsdóttir Jón Birgir Eiríksson Lög um framlengda heimild til ráð- stöfunar á séreignarsparnaði í tvö ár eða til 30. júní 2021 voru samþykkt á Alþingi 7. júní sl. Í samtali við Morg- unblaðið 15. maí sagði Ingvar Rögn- valdsson vararíkisskattstjóri að eðli- legt væri að með einhverju móti yrði leitað eftir afstöðu þeirra sem voru inni í kerfinu, hvort þeir vilji halda áfram að ráðstafa séreignarsparnaði inn á húsnæðislán eftir 30. júní. Einnig kom fram að þeir sem vilja halda áfram að ráðstafa séreignar- sparnaði inn á húsnæðislán þyrftu að sæka um það á www.leiðrétting- .is. Samkvæmt skriflegu svari rík- isskattstjóra, RSK, hefur í ljósi þess að lögin öðlast ekki gildi fyrr en þau hafa verið birt í Stjórnartíðindum ekki verið leitað eftir því hvort þeir sem ráðstafa séreignarsparnaði inn á húsnæðislán vilji gera það áfram. Slíkt verði gert um leið og unnt sé og þegar lögin hafa öðlast gildi verði auglýst í fjölmiðlum. Gert er ráð fyr- ir því að öllum þeim sem nú séu virkir í nýtingu heimildarinnar verði sendur tölvupóstur með leiðbeining- um um hvernig þeir eigi að bera sig að við að framlengja, kjósi þeir það. Sótt um á vefnum Þeir sem kjósa að nýta heimildina þurfi að fara inn á vefinn og taka af- stöðu til þess hvort halda eigi áfram. Þeir sem gera það fyrir 1. október 2019 fá óslitna ráðstöfun inn á lán fyrir árið 2019 og svo áfram til 30. júní 2021 eftir almennum reglum. Sérstök eining hjá RSK sem stað- sett er á Akureyri hefur frá upphafi séð um vinnslu umsókna um ráð- stöfun á séreignarsparnaði og breyt- inga á þeim. Samkvæmt upplýsing- um frá RSK hafa breytingar á umsóknum numið mörgum þúsund- um á hverju ári og hafa þær frá upp- hafi verið meiri en nokkurn óraði fyrir. Er líklegt talið að það helgist af líflegum viðskiptum á fasteigna- markaði undanfarin ár og verulega mikilli endurfjármögnun. Slíkt kalli á ítrekaða yfirferð á eldri umsókn- um og gögnum, auk vinnu við nýjar umsóknir. Hafi það m.a. leitt til þess að starfsmenn úr öðrum einingum innan RSK hafi komið til aðstoðar á sérstökum álagstímum. Nú hafi ver- ið bætt við hálfu stöðugildi í þá ein- ingu sem sér um „séreignarsparn- aðarleiðirnar“, með tilfærslu starfsmanns milli verkefna. Fyrir liggi að fjölga þurfi starfsmönnum sem koma að þessum verkum. Eng- ar breytingar hafi verið gerðar á tölvukerfi eða öðru slíku. Þurfa að sækja um framlengingu  Sækja þarf um framlengda heimild til ráðstöfunar séreignarsparnaðar inn á húsnæðilán  Frestur til að sækja um og fá óslitna ráðstöfun allt árið er til 30. september  Lögin hafa ekki enn öðlast gildi Morgunblaðið/Sigurður Bogi Húsnæði Tugir milljarðar af sér- eignarsparnaði liggja í fasteignum. Lilja Hrund Ava Lúðvíksdóttir liljahrund@mbl.is Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, segir undirritun viljayfirlýsingar stjórnvalda og einkahlutafélagsins Kadeco, þróun- arfélags Keflavíkurflugvallar ehf. um skipulags á svæðinu í kringum Keflavíkurflugvöll vera mikil tíma- mót. Bjarni sagði að í kjölfar vilja- yfirlýsingarinnar í gær verði sam- starfssamningur útfærður og aðilar séu sammála um að tækifæri liggi á svæðinu til framtíðar. Virði í þróun svæðisins „Það sjá allir virðið í því að skapa vettvang fyrir þróun svæðisins í heild bæði fyrir atvinnu og íbúa,“ segir Bjarni sem telur að Kadeco komi líklegast til með að bera kostn- aðinn af verkefninu en nú sé aðeins verið að hefja skipulags- og hug- myndavinnu fyrir uppbyggingu til- framtíðar. Auk fjármálaráðuneytis- ins og Kadeco standa Isavía, Reykjanesbær og Suðurnesjabær að yfirlýsingunni. Að sögn Mörtu Jóns- dóttur framkvæmdastjóra Kadeco er verkefnið ákaflega spennandi og hvetjandi tækifæri og hún er bjart- sýn á sköpun og uppbyggingu verð- mæta á svæðinu til lengri tíma litið. Marta segir verkefnið byggja á hug- myndafræði Aerotropilis sem byggt er kenningum dr. John Kasarda. Verðmæti flugvallarsvæðis  Hugmyndafræði Aerotropilis á flug- vallarsvæðinu Morgunblaðið/Arnþór Birkisson Framtíðin Elín Árnadóttir frá Ísavia, Bjarni Benediktsson fjármálaráð- herra, Magnús Stefánsson og Friðjón Einarsson undirrita viljayfirlýsingu. Ákæruvaldið telur að hæfileg refs- ing yfir manninum sem ákærður er fyrir að verða tveimur að bana með því að kveikja í einbýlishúsi á Sel- fossi í október gæti verið allt að 18 ár. Kolbrún Benediktsdóttir sak- sóknari benti á það í málflutningi sínum fyrir Héraðsdómi Suðurlands í gær að aldrei hefði nokkur maður verið sakfelldur á Íslandi fyrir tvö manndráp sem hlotist hefðu af sama verknaðinum. Saksóknarinn fór ekki fram á neina sérstaka refsingu, heldur lagði það í hendur dómara að meta hver refsing mannsins ætti að verða. Hæfileg refsing konu sem einnig er ákærð í málinu, sagði sak- sóknari að væru sex mánuðir í fang- elsi, óskilorðsbundnir. Refsing mannsins allt að átján ár Hæstiréttur dæmdi í gær Vaðla- heiðargöng hf. til að greiða verk- takanum Ósafli hf. rúmar 37 millj- ónir króna vegna 1,2% lækkunar á efnisgjaldi. Er þetta þriðja ólíka niðurstaðan sem fæst í dómsmálið á dómstigunum þremur, en í héraðs- dómi höfðu Vaðlaheiðargöng verið dæmd til að endurgreiða alla lækk- unina, 51 milljón króna. Lands- réttur sýknaði Vaðlaheiðargöng, en Hæstiréttur fann milliveginn. Vaðlaheiðargöng greiði verktaka Heildarfjárhæð sem greidd hefur verið inn á húsnæðislán frá 1. júlí 2014 til og með maí 2019 nemur 58.302.972.931 kr. 55.737 hafa nýtt sérráðstöfun á séreignarsparnaði til greiðslu inn á húsnæðislán og úttektar við kaup á íbúðarhúsnæði til eig- in nota frá því það var heimilað 2014. 23.700 nýttu heimildina í maí. 55.737 nýtt sérráðstöfun NIÐURGREIÐSLA LÁNA

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.