Morgunblaðið - 27.06.2019, Side 6

Morgunblaðið - 27.06.2019, Side 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. JÚNÍ 2019 )553 1620 Laugarásvegi 1, 104 Rvk, laugaas@laugaas.is • laugaas.is Af því tilefni verðum við með afmælistilboð 25.-30. júní á okkar vinsælustu réttum í gegnum árin ára Allir hjartanlega vel komnir Gratíneraður fiskur Lauga-ás special Glóðasteikt lambalæri Bearnaise - Lauga-ás special AÐEINS 2.979 kr. AÐEINS 2.579 kr. OPNUÐUM ÁRIÐ 1979 Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Ákvörðun sjávarútvegsráðherra um leyfilegan heildarafla í íslenskri fisk- veiðilögsögu á næsta fiskveiðiári fylgir alfarið ráðgjöf Hafrannsóknastofnun- ar. Aflamark í þorski og ufsa mun aukast en afla- mark ýsu mun dragast saman um meira en fjórðung. Útlit er fyrir að út- flutningsverðmæti sjávarafla muni dragast saman um 3 milljarða króna vegna þessarar þróunar. „Við höfum byggt nýtingu fiskistofna á vísindalegri ráðgjöf í mörg ár. Það er að flestra mati farsælt verklag,“ segir Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra þegar hann er spurður hvers vegna hann fylgi ráð- gjöf Hafró svo nákvæmlega. „Við sjáum að það er ákveðið jafnvægi í nýtingu helstu nytjastofna okkar. Þeir hafa stækkað undanfarin ár. Hinu er ekki að leyna að þrátt fyrir að við sjáum vöxt í þorski og ufsa þá eru blik- ur á lofti varðandi suma stofna vegna lélegrar nýliðunar á undanförnum ár- um,“ segir Kristján Þór. Högg vegna minni ýsukvóta Aflamark íslenskra skipa í þorski mun aukast í 270 þúsund tonn og rúm- lega 2 þúsund tonn að auki renna til færeyskra útgerða, samkvæmt samn- ingum. Þetta er um 3% aukning frá aflamarki yfirstandandi fiskveiðiárs en aukningin er meiri ef litið er til áætlaðs afla í ár. Aflamark ufsa verður aukið um 2%. Aftur á móti mun aflamark í ýsu dragast saman um 28% og verða tæplega 41 þúsund tonn hjá íslenskum skipum. Ekki náðist allur ýsukvótinn þannig að samdráttur í veiðum verður minni. Þá var ufsaaflinn umfram afla- mark í ár og verður því ekki aukning í veiðunum. Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi hafa slegið á áhrif breytinga á heildar- afla á útflutningsverðismæti á árs- grundvelli. Samkvæmt því virðist stefna í um 3 milljarða króna sam- drátt. Þar vegur þyngst veruleg minnkun ýsukvóta, um 4-4,5 milljarða króna, og svo grálúðukvóta, um 1-1,5 milljarða kr. Á móti kemur aukning í þorskheimildum sem metin er á um 3 milljarða króna. Tekið er fram að ekki eru teknar með hugsanlegar breyting- ar á makríl í ár þar sem aflamark hafi ekki verið gefið út og heldur ekki deili- stofna uppsjávarfiska fyrir næsta almanaksár. Forgangsraðað í rannsóknum Í tilkynningu sjávarútvegsráðu- neytisins um heildaraflamark á kom- andi fiskveiðiári kemur fram að bregð- ast þurfi við nýliðunarbresti í nokkrum tegundum með frekari rannsóknum. „Við sjáum fram á miklar breytingar á nokkrum nytjastofnum og þurfum með einhverjum hætti að leggjast í rannsóknir á því hvað veldur og hvað unnt er að gera,“ segir Kristján Þór um þetta atriði. Hann tekur fram að affarasælast sé að leggja ákvarðanir um slíkt í hendur vísindasamfélagsins. Spurður að því hvort veitt verði meira fjármagn í rannsóknir af þessu tilefni segir Kristján Þór að forgangs- raða verði þeim fjármunum sem Al- þingi veitir til þessa málaflokks. „Það hlýtur að vera framarlega í forgangs- röðinni að rannsaka stofna sem eru í mikilli sveiflu. Ekki þarf að minnast á mikilvægi þess að vakta loðnuna sér- staklega vel en við sjáum einnig lakar nýliðunartölur í djúpkarfa, gullkarfa og skötusel.“ Finna þarf ástæður nýliðunarbrests  Sjávarútvegsráðherra fylgir alfarið ráðgjöf Hafró um leyfilegan heildarafla á næsta fiskveiðiári  Áætlað að útflutningsverðmæti dragist saman um 3 milljarða, einkum vegna samdráttar í ýsu Kristján Þór Júlíusson Leyfilegur heildarafli Afli 2018/19 og aflamark 2019/20, tonn 300 250 200 150 100 50 0 .000 Áætlaður afli fiskveiðiárið 2018/19 Tillaga Hafró fyrir fiskveiðiárið 2019/20 Ufsi Ýsa Þorskur 82.831 80.588 Þar af aflamark íslenskra skipa: 40.723 tonn Færeyskra skipa: 1.100 tonn Þar af aflamark íslenskra skipa: 270.011 tonn Færeyskra skipa: 2.400 tonn 53.579 41.823 262.000 272.411 Jón Birgir Eiríksson jbe@mbl.is Sérstakt eftirlit verður í sumar af hálfu vettvangseftirlits ríkisskatt- stjóra (RSK) með starfsemi tengdri ferðaþjónustu. Þar er með talin starfsemi erlendra ferðaþjónustuað- ila á Íslandi, en að minnsta kosti tveir hópar munu á vegum embætt- is RSK fara í sérstakar eftirlitsferð- ir í öllum landsfjórðungum. Að sögn Stefáns Skjaldarsonar, sviðsstjóra eftirlitssviðs RSK, vöktu Samtök ferðaþjónustunnar og Sam- tök atvinnulífsins athygli á áhyggj- um af þessum geira, en þó nokkur áhersla hefur verið lögð á ferða- þjónustu í eftirlitinu undanfarin ár. „Það er auðvitað mikill vöxtur í þessari grein og það þarf að fylgjast með henni eins og öðrum greinum sem einhver starfsemi er í. Við er- um aftur á móti að skoða miklu fleira en ferðaþjónustuna,“ segir Stefán. RSK ævinlega vel tekið Nú þegar hafa starfsmenn RSK farið um Akureyri og nærsveitir, Seyðisfjörð og Jökulsárlón og fyr- irhugaðar eru eftirlitsferðir um Vesturland, Vestfirði, Norðurland, Austurland og Suðurland auk Vest- mannaeyja, en ferðirnar verða farn- ar í júní, júlí og ágúst. Aðspurður segir Stefán það reglu að starfsmönnum RSK sé vel tekið þegar þeir sinni eftirlitinu. Margir séu þakklátir fyrir ábendingar og upplýsingar, en ekki allir eru með hlutina á hreinu. „Það er auðvitað alltaf eitthvað um það, en margir eru með hlutina í lagi. Það er allur gangur á því og full þörf á að sinna þessu, svo mikið er komið í ljós. Það þarf oft að minna menn á og halda þeim við efnið,“ segir Stefán. Ótal- margt geti vantað upp á enda fylgist RSK með víðfeðmri starfsemi. „Það er t.d. ferðaþjónustan, byggingaþjónustan á höfuðborgar- svæðinu og veitingareksturinn. Það er algengt að þeim sem hafa menn í vinnu hafi láðst að sinna launa- skráningu. Virðisaukaskattskil er ekki alltaf passað upp á, stað- greiðsluskil og að menn reikni sér ekki laun,“ segir hann og nefnir einnig tekjuskráningu í þessu sam- hengi. Samstarf við umferðarlögreglu Vettvangseftirlit RSK mun í sam- vinnu við umferðarlögreglu eiga að- ild að umferðareftirliti í sumar, en þar verða bifreiðar tengdar ferða- þjónustu sérstaklega skoðaðar, s.s. á ferðamannastöðum á Suðurlandi, Vesturlandi og annars staðar í ná- grenni Reykjavíkur. „Það eru þá bifreiðar sem henta til atvinnureksturs. Þá þurfa ákveðnir hlutir að vera í lagi, t.d. að skráningum sé sinnt og því sem snertir skattskilin, að passað sé upp á það þegar menn stunda atvinnu- starfsemi,“ segir Stefán. Í frétt á vef RSK er hvatt til þess að fyrirtæki sem starfa á sviði ferðaþjónustu á Íslandi, innlend sem erlend, fari í öllu að lögum og reglum sem gildi almennt um starfsumhverfi fyrirtækja hér á landi. Fylgjast með ferðaþjónustu  RSK með sérstakt eftirlit í sumar Morgunblaðið/Árni Sæberg Ferðamenn RSK mun heimsækja ferðamannastaði sérstaklega. Borgarráð Reykjavíkur hefur samþykkt kaup borg- arinnar á Hringbraut 79 en þar verður íbúðakjarni fyrir fatlað fólk. Hringbraut 79 er samtals 395,3 fer- metrar að stærð og samanstendur af tveimur íbúðum ásamt tvöföldum bílskúr. Íbúðirnar skiptast í 7 íbúða- einingar, sem allar eru með sér eldhúsinnréttingu og baðherbergi. Með húsinu fylgir húsbúnaður, að því er fram kemur í tilkynningu. Þar segir, að kaupin séu liður í samþykki borgarráðs í janúar 2019 um for- gangsröðun á uppbyggingu og/eða kaupum á húsnæði fyrir íbúðakjarna fyrir konur með geðfötlun og fjöl- þættan vanda. Áætlað er að starfsemi hefjist í húsinu í haust. Íbúðakjarni á Hringbraut  Ætlaður konum með geð- fötlun og fjölþættan vanda Morgunblaðið/Hari Hringbraut 79 Þar verður íbúðakjarni fyrir fatlaða tek- inn í notkun í haust. Reykjavíkurborg hefur keypt húsið.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.