Morgunblaðið - 27.06.2019, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 27.06.2019, Qupperneq 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. JÚNÍ 2019 NISSANMICRA Í TEKNA LÚXUSÚTGÁFU Á EINSTÖKU VERÐI Staðalbúnaður í TEKNA er m.a.: BOSE personal hljómkerfi með 6 hátölurum, íslenskt leiðsögukerfi, 17" álfelgur, lykillaust aðgengi, sjálfvirk loftkæling, 360° myndavélakerfi o. m.fl. BL ehf Sævarhöfða 2 / 110 Reykjavík 525 8000 /www.bl.is Bílasalan Bílás Akranesi www.bilas.is 431 2622 Bílasala Akureyrar Akureyri www.bilak.is 461 2533 Bílaverkstæði Austurlands Egilsstöðum www.bva.is 470 5070 IB ehf. Selfossi www.ib.is 480 8080 BL söluumboð Vestmannaeyjum 481 1313 862 2516 NISSAN MICRA TEKNA Bensín, sjálfskiptur, 100 hestöfl Verð áður: 3.190.000 kr. Verð: 2.850.000 kr. Afsláttur 340.000 kr. E N N E M M / S ÍA / N M 9 4 3 6 4 Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Fært er nú yfir Sprengisand, en það var í gær sem Vegagerðin gaf út til- kynningu þess efnis. Unnið hafði verið síðustu daga að því að gera leið- ina klára, en vegheflar voru sendir út á mörkina að sunnan frá Hrauneyj- um og að norðan úr Bárðardal. Menn mættust svo í Nýjadal, þar sem er skáli Ferðafélags Íslands og aðsetur landvarðar í Vatnajökulsþjóðgarði. Hvergi snjór „Við opnum veginn núna um það bil viku fyrr en í meðalári. Á Sprengisandi er hvergi snjó að sjá og raunar hefur verið fært inn í Nýjadal að sunnan í tvær vikur. Að norðan var hins vegar fyrirstaða í nokkrum sköflum sem nú eru horfnir. Mönn- um gekk vel að hefla veginn sem er rennisléttur og þægilegur yfirferð- ar,“ segir Ágúst Bjartmarsson, vega- verkstjóri í Vík í Mýrdal, í samtali við Morgunblaðið. Nýidalur er því sem næst fyrir miðri Sprengisandsleið en frá Hrauneyjum að Mýri, sem er fremsti byggði bær í Bárðardal, eru 207 kíló- metrar. Í ár er sú breyting frá því sem verið hefur að engar verða áætl- unarferðir rútubíla yfir Sprengi- sand. Jepplingar og þaðan af stærri „Strax þegar vegurinn hefur verið opnaður er talsverð umferð, gjarnan 20 til 30 bílar á dag og yfirleitt stopp- ar fólk sem á leið um hér. Vegurinn er fær öllum vel búnum bílum, jepp- lingum og þaðan af stærri ökutækj- um,“ segir Gunnar Njálsson land- vörður, sem Morgunblaðið hitti í Nýjadal sl. þriðjudag. Gunnar kom á staðinn 20. júní og hefur hefur síð- ustu daga ásamt Ferðafélagsfólki verið að gera allt klárt fyrir sumarið. Hann hefur verið við störf í Nýjadal flest sumur frá 2004. Flestar leiðir á hálendinu eru nú orðnar færar – eða verða á næstu dögum. Þannig vinna vegagerðar- menn nú að því að hefla Syðra-Fjall. Leggurinn frá Rangárvöllum á Emstrur hefur þegar verið opnaður, en leiðin norðan Mýrdalsjökuls verð- ur opnuð í dag eða á morgun. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Heflað Vegheflar voru sendir að sunnan og norðan inn á Sprengisand og svo mættust menn á miðri leið, í orðsins fyllstu merkingu, í Nýjadalnum. Sprengisandsleið opnuð  Viku fyrr en vanalega  Heflað og vegurinn nú rennislétt- ur  209 km frá Hrauneyjum norður að Mýri í Bárðardal Landvörður Gunnar Njálsson hefur verið mörg sumrin í Nýjadalnum. Guðrún Erlingsdóttir ge@mbl.is Ríkiskaup fyrir hönd Kópavogsbæjar hafa boðið út á Evrópska efnahags- svæðinu kaup á 2.600 Apple spjald- tölvum auk rammasamnings um u.þ.b. 1.200 spjaldtölvur á ári. Sigríð- ur Björg Tómasdóttir, almannateng- ill Kópavogsbæjar, segir Apple hafi orðið fyrir valinu þegar spjald- tölvuvæðing hófst í skólum Kópavogs 2015. Á þeim tíma hafi það verið nið- urstaða hóps sérfræðinga, meðal annars kennara og nemenda sem skoðuðu margvíslegar spjaldtölvur að Apple hentaði best en allir sem seldu spjaldtölvur 2015 fengu tæki- færi til að kynna sín spjöld. Sigríður segir að til standi að gera það aftur síðar. Nemendur geta keypt tölvur „Nýjum spjöldum verður skipt út fyrir spjöld sem eru í notkun eða í stað þeirra sem nemendur/foreldrar hafa keypt upp og eru orðin þriggja til fjögurra ára gömul,“ segir Sigríður sem bendir á að það sé misjafnt eftir því úr hvaða notkun gömlu spjöldin komi í hvað þau fari. Til að byrja með verði farið yfir spjöldin sem koma inn og þau sem dæmd verða nothæf sett í notkun. Spjöld sem hafa t.d. verið í bekkjarsettum á yngsta stigi verði sett á leikskólana og notuð þar fyrir starfsmenn til að skrá í Völuna, nýtt kerfi sem leikskólar og dægradvalir noti. Sigríður segir spjöld sem nem- endur og kennarar hafa verið með síðustu 3 til 4 ár og teljist nothæf fari í að stækka bekkjarsett í 1. til 4. bekk næstu eitt til tvö ár. Þau sem ekki teljist nothæf fari væntanlega í förg- un eftir að athugað hafi verið með verðmæti í þeim. Nemendur í 7. til 10. bekk geta keypt spjaldtölvur með góðum greiðsluskilmálum. Um 70% nemenda hafa nýtt sér það og eru þau spjöld ekki lengur í eigu bæjarins. „Markmið Kópavogsbæjar með spjaldtölvuvæðingu skóla var m.a. að auka fjölbreytni í kennsluháttum, gera þá einstaklingsmiðaðri og auka samvinnu nemenda. Valdefla nem- endur með auknu vali á nálgun við- fangsefna og verkefnaskila. Leggja áherslu á skapandi verkefni, tækni- kunnáttu og stafræna borgaravit- und.“ 2.600 spjaldtölvur í útboð í Kópavogi  Apple kom best út 2015  70% nem- enda kaupa spjaldtölvu af skólanum Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Tækni Kópavogsbær heldur áfram að spjaldtölvuvæða skóla í bænum
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.