Morgunblaðið - 27.06.2019, Page 18

Morgunblaðið - 27.06.2019, Page 18
18 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. JÚNÍ 2019 HÓTEL FLATEY Gisting og ferjusigling • 35.500 kr. Hótel Flatey • info@hotelflatey.is • Sími 555 7788 • hotelflatey.is Verið velkomin BAKSVIÐ Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Starfandi framleiðendur skógar- plantna eru að stækka garð- yrkjustöðvar sínar og nýir framleið- endur eru að huga að uppbyggingu. Ástæðan er stóraukin skógrækt í landinu, bæði á vegum ríkisins og áhugafélaga. Á bak við liggur hug- myndin um að skógrækt sé góð leið til að binda kolefni og þar með að full- nægja skuldbindingum Íslands í loftslagsmálum. Skógræktin er að auka mjög kaup sín á skógarplöntum, ekki síst vegna skógræktar bænda á lögbýlum, eftir mörg mögur ár eftir hrun. Á næsta ári er áætlað að gróðursetja 3,3 millj- ónir trjáplantna á vegum Skógrækt- arinnar og í verkefnum sem hún stjórnar. Er það rúmlega 20% aukn- ing frá gróðursetningu í ár og nærri 60% aukning frá árinu 2018. „Ég hef trú á þessu“ „Við erum mjög bjartsýn um fram- haldið og finnst jákvætt að sjá aukn- inguna. Ég hef trú á þessu,“ segir Hólmfríður Geirsdóttir, annar eig- andi garðyrkjustöðvarinnar Kvista í Reykholtshverfi í Bláskógabyggð sem lengi hefur stundað framleiðslu skógarplantna auk annarrar rækt- unar. Mikill samdráttur varð í fjárveit- ingum til skógræktar eftir hrun og þar með framleiðslu trjáplantna. Hólmfríður segist hafa orðið að skera niður um helming, þrátt fyrir að vera með samning við ríkið eftir útboð. Framleiðslan hafi farið niður í 500 þúsund plöntur en hafi síðustu árin verið að aukast aftur og sé nú orðin 1,1 til 1,2 milljónir plantna. Fram- leiðslugeta stöðvarinnar er nú full- nýtt að nýju. Raunar segir Hólmfríður að þau eigi aðra garðyrkjustöð við hliðina sem hægt sé að breyta á auðveldan hátt og stórauka þannig framleiðsl- una. Þau vilji hins vegar minnka við sig en vonar að áhugasamt fólk vilji kaupa stöðvarnar og haldi uppbygg- ingunni áfram. „Ég vil gjarnan sjá þetta blómstra. Ég hefði farið sjálf í uppbygginguna fyrir tíu árum,“ seg- ir Hólmfríður. Hólmfríður segir að allir séu að auka við sig í skógrækt þessi árin, Skógræktin, skógarbændur, land- græðsluskógar og Kolviður. Garðyrkjustöðin Sólskógar á Ak- ureyri er að margfalda framleiðslu sína á trjáplöntum, eins og nýlega kom fram í frétt á vef Skógrækt- arinnar. Þá eru garðyrkjubændur að huga að því að færa sig á þetta svið og hugmyndir eru uppi um stofnun nýrra stöðva. Stefnt að fjórföldun Skógræktin gerði á síðasta ári áætlun um fjórfjöldun nýskógræktar til þess að auka kolefnisbindingu í skógum og hjálpa til við að standa við skuldbindingar Íslands samkvæmt Parísarsamkomulaginu. Enn eru unnið að útfærslu þessa verkefnis með aðgerðaáætlun en það gengur út á það að auka gróðursetningu úr 3,1 í 12,4 milljónir plantna til ársins 2023. Sigríður Júlía Brynleifsdóttir, sviðsstjóri skógarauðlindasviðs hjá Skógræktinni, segir að verkefnið sé vel raunhæft en það byggist vissu- lega á fjárveitingum. Á hún ekki von á öðru en að þær fáist. Hún segir að nægt framboð sé af landi til skógræktar, meðal annars í gegn um skógrækt á lögbýlum. Ágæt þekking sé til að stunda ráðgjöf þótt vissulega þurfi að auka rannsóknir eftir því sem umfang skógræktar eykst. Plöntuframleiðendur séu að bregðast við aukinni eftirspurn með stækkun stöðvanna og nýjum. Hún segir að huga þurfi að verklega þætt- inum. Plöntun sé atvinnuskapandi og æskilegt væri að koma upp vinnu- flokkum verktaka sem fari á milli til að planta. Vonast hún til að ein- staklingar sjái tækifæri í því. Framleiðsla trjáplantna aukin  Skógrækt eykst hröðum skrefum  Það kallar á aukningu í framleiðslu skógarplantna  Garðyrkjubændur bæta við sig  Stefnt að fjórföldun í nýskógrækt með loftslagsverkefni Morgunblaðið/Eggert Haustlitir Trén vaxa sem aldrei fyrr og skógarnir breiða úr sér. Áhugafélög og stofnanir og verkefni á vegum rík- isins auka við sig. Áhugi á skógrækt hefur vaxið sérstaklega vegna þeirrar verkunar trjánna að binda kolefni. Skógræktarstarf » 650 bændur eru þátttak- endur í skógrækt og ýmis verk- efni eru unnin á vegum ríkisins. Yfir 60 skógræktarfélög eru innan Skógræktarfélags Íslands og eru landgræðsluskógar um- fangsmesta verkefni þeirra. Hólmfríður Geirsdóttir Sigríður Júlía Brynleifsdóttir Nýskógrækt 2018 til 2023 Helstu tegundir 2018 Þúsundir plantna Áætlun um fjórföldun nýskógræktar* Milljónir plantna Birki 300 Rússalerki 540 Stafafura 700 300Sitkagreni 12 9 6 3 0 2018 2019 2020 2021 2022 2023 2,1 2,7 3,3 3,1 5,0 6,2 8,0 12,4 Öll nýskógrækt á Íslandi* Skógræktin og tengd verkefni *Áætlun um fjórföldun nýskógræktar til kolefnisbindingar Forsætisnefnd Alþingis hefur fallist á niðurstöður siðanefndar þingsins þess efnis að Þórhildur Sunna Æv- arsdóttir hafi brotið siðareglur fyr- ir alþingismenn með ummælum sín- um um Ásmund Friðriksson, þingmann Sjálfstæðisflokksins. Álit forsætisnefndar var birt á vef Alþingis í gær en það var af- greitt á fundi nefndarinnar á föstu- dag, degi eftir að þingstörfum lauk. Siðanefnd Alþingis komst að þeirri niðurstöðu að ummæli henn- ar um Ásmund, einkum ummæli um að rökstuddur grunur væri uppi um refsiverða háttsemi hans, bryti gegn siðareglunum. Ummælin féllu í sjónvarpsþætt- inum Silfrinu á RÚV og var Þór- hildur Sunna þar að ræða endur- greiðslur sem hann naut frá Alþingi á grundvelli skráninga í aksturs- dagbók hans. Siðanefndin taldi aft- ur á móti að Björn Leví Gunn- arsson hafi ekki gerst brotlegur við reglurnar en Ásmundur kvartaði til forsætisnefndar vegna ummæla þeirra beggja vegna endurgreiðslna samkvæmt akstursdagbók hans. „Fyrir mér er málinu lokið. Ég hélt að Þórhildur Sunna myndi hafa manndóm í sér að biðja mig afsökunar á því að hafa ásakað mig um þjófnað en þau ætla greinilega að halda áfram,“ sagði Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðis- flokksins, við mbl.is í gær. „Þingmenn verða núna hrædd- ari við að segja sannleikann um mögulega spillingu. Það er nið- urstaðan,“ sagði Jón Þór Ólafs- son, þingmaður Pírata og einn nefndarmanna í forsætisnefnd Al- þingis. Hann skilaði séráliti í for- sætisnefnd um málið. Forsætisnefnd sammála siðanefnd  Þórhildur Sunna hafi brotið siðareglur Ásmundur Friðriksson Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Jón Þór Ólafsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.