Morgunblaðið - 27.06.2019, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 27.06.2019, Blaðsíða 20
20 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. JÚNÍ 2019 m. M18 FUEL™ skilar afli til að saga á við bestu bensínknúnu keðjusagirnar. POWESTATE™ mótor. REDLINK PLUS™ yfirálagsvörn. REDLITHIUM-ION™ rafhlaða. Sveigjanlegt rafhlöðukerfi sem virkar með öllum Milwaukee® M12™ rafhlöðu M18 FCHS Alvöru keðjusög fráMilwaukee vfs.is VERKFÆRASALAN • SÍÐUMÚLA 9, REYKJAVÍK • DALSHRAUNI 13, HAFNARFIRÐI • DALSBRAUT 1, AKUREYRI • S: 560 8888 SVIÐSLJÓS Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Leiðin liggur fyrir skagann milli Dýra- fjarðar og Arnarfjarðar; 50 kílómetra langa og torfæra braut. Vegurinn er rétt rúmlega bílsbreidd og gott að vera ekki lofthræddur þegar ekið er um einstigið, sem er eins og rispa í berginu. Þar slútir hamrastálið yfir veginn og af brún niður í flæðarmál eru um 80 metrar. Vegur þessi er sagður vera sá hrikalegasti á Íslandi. Dómar um slíkt hljóta alltaf að verða afstæðir, en enginn mælir því þó í mót að Svalvogavegur er á tæpasta vaði. Sjófuglar og dróni Vegur þessi er sumarfær, jafnan komið í stand að vori og reglulegu viðhaldi sinnt eins þörf krefur hverju sinni fram til hausts. Stundum þarf til dæmis að tína grjót úr Hrafnholum, en svo heitir staðurinn þar sem er nokkur hundruð metra langt einstigi í hlíðinni. Vísar örnefnið til þess að hér heldur hrafninn sig og verpir. Annars sjást hér helst sjófuglar að ógleymd- um drónanum sem förunautur blaða- manns hóf á loft til að mynda jeppling- inn þegar ekið var um veginn sem margir kalla Kjaransbraut. Frá Þingeyri er farið út með Dýra- firði sunnanverðum. Þegar horft er til suðurs og inn til landsins úr Hauka- dal, sem er þekktur staður úr Gísla sögu Súrssonar, blasir við Kaldbakur, sem er 998 metra hár og hæsta fjall Vestfjarða. Þegar Haukadal sleppir má segja að slóði taki við af vegi, svo sem þegar komið er í Keldudal sem var í byggð fram til ársins 1966. Enn eru þó margar byggingar á svæðinu, svo sem kirkjan sem var reist 1885 og endurgerð 1998-1999. Hugsjón ýtustjórans Við erum svo rétt komin úr Keldu- dal þegar komið er á hina eiginlegu Kjaransbraut, slóðann sem Elís Kjar- an Friðfinnsson ýtustjóri á Þingeyri og Ragnar sonur hans lögðu. Til fram- kvæmdanna var notuð kná en smá jarðýta; nagað í bergið og brautin rudd. Þetta var árið 1973. „Nú þurfi ég útrás og hana fékk ég svo sannarlega með því að moka af krafti og hraða, finna og sjá brautina opnast og breikka, segir Elís Kjaran (1928-2008) í bók sinni Svalvogavegur. Þar segir frá ýmsum hindrunum og fyrirstöðum, sérstaklega þegar kom í Hrafnholur. „Ég gerði mér fljótlega grein fyrir því, að hér varð að fara að öllu með gát […] Stundum var eins og bjargið væri að ýta mér fram af,“ segir jarð- ýtumaðurinn sem lýsir vegagerðinni sem hugsjónastarfi. Efasemda- og mótstöðumenn hafi verið margir. Allt hafðist þó að lokum og eftir sum- arlangt streð komst á vegasamband við Svalvoga, hvar vitavörður hafði þá búsetu með fjölskyldu sinni. Næsta ár, það er 1974, var svo haldið áfram og lagður vegur alla leið í Lokinhamradal við Arnarfjörð. Þar voru þá tveir bæir í byggð. Dalurinn var annars fjölsetinn fyrr á tíð og þar margt brallað, eins og Guðmundur G. Hagalín rithöfundur, sem var frá Lokinhömrum, skrifaði mikið um. Í minningabókinni Ég veit ekki betur sprettur fram iðandi mannlíf í afdal sem nú er kominn í eyði. Ekið um Stapsund Vegagerð á þessum slóðum lauk árið 1983 þegar lagður var slóði frá Lokinhömrum inn með Arnarfirði norðanverðum. Er þar nú ekið um lúpínugróna fjallshlíð og svo áfram braut á fjörusteinum, sem oft skolar út í sjávarflóðum á veturna. Heita hér Skútabjörg, en framan við þau er Stapi; klettaborg sem þjóðsagan seg- ir vera nökkva tröllanna sem hér tóku land. Milli kletts og fjallshlíðar er ek- ið um Stapasund og svo áfram í flæð- armálinu, en fljótlega er þó komið á betri veg. Eftir það er fljótfarið að Hrafnseyri; stað sem ber hátt í sögu lands og þjóðar. Rispan í berginu  Svalvogavegur er tæpasta vað  50 km hringleið um út- nes milli fjarða vestra  Að Lokinhömrum  Braut í fjöru Ljósmynd/Ingvar Jakobsson Morgunblaðið/Sigurður Bogi Ljós Sólin er orkugjafi í vitanum við Svalvoga sem var reistur árið 1920. Kjaransbraut Kortagrunnur: OpenStreetMap Hrafna- holur Svalvogar Lokinhamrar Kaldbakur 998m Hrafnseyri Dýrafjörður Arnarfjörður Þingeyri Haukadalur Keldudalur Morgunblaðið/Sigurður Bogi Stapasund Arnarfjarðarmegin er ekið í fjörugrjóti og milli hárra bjarga. Einstigi Himinhár hamarinn slútir yfir Kjaransbraut í Hrafnholum. Fara þarf að öllu með gát hér á örmjóum veginum, eins og sést á þessari drónamynd. „Náttúran á þessu útnesi Vestfjarða er stór- brotin. Undir hamrastáli skynjar maður vel smæð mannsins í náttúrunni og á þessum slóðum er raunar hver einasti staður þarna áhugaverður,“ segir Ingvar Jakobsson lög- regluþjónnn á Ísafirði. Hann slóst með blað- mann í ferð um Kjaransbraut síðastliðinn laugardag, það er í einstöku blíðviðri á lengsta degi ársins. Kjaransbraut er mikið farin á sumrin, sér- staklega meðal Íslendinga sem eru þá eru staðkunnugir og á vel útbúnum jeppum. Nú er leiðin raunar einnig komin inn á kort hlaupara. Þann 21. júlí verður í 14. sinn efnt til Hlaupahátíðar Vestfjarða og þá verður hægt að taka þennan veg, sem mótshaldarar kalla Vesturgötu, í skemmri sem lengri vegalengdum. „Jarðfræðin þarna er forvitnileg, fuglalífið og minjar um búsetu fyrr á tíð. Svo eru til margar skráðar frásagnir um mannlíf á þessum slóðum þar sem líka er gaman að vera með myndavél. Ég kom úr heim eftir þessa dagsferð með margar góðar myndir á minniskortinu og frábærar minn- ingar til viðbótar,“ segir Ingvar. Stórbrotin náttúra á útnesi JEPPAVEGUR OG HLAUPABRAUT Myndasmiður Ingvar Jakobs- son á ferð um Kjaransbraut.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.