Morgunblaðið - 27.06.2019, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 27.06.2019, Qupperneq 26
BAKSVIÐ Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Mikil tímamót verða á Alþingi í byrjun september næstkomandi þegar Helgi Bernódusson lætur af starfi skrifstofustjóra Alþingis og við þessu starfi æðsta embættis- manns þingsins tekur Ragna Árna- dóttir, fyrst kvenna. Embættið er að stofni til frá árinu 1593 þótt heitin hafi breyst. Karlar, alls rúm- lega 40 talsins, hafa fram til þessa haft þetta starf með höndum og því má segja að 426 ára vígi karla sé að líða undir lok með komu Rögnu. „Skrifstofustjóri er gamalt starfsheiti sem við höfum haldið í, og stjórnmálamenn ekki óskað eftir að yrði breytt, þótt á það hafi ekki reynt mikið,“ segir Helgi Bernód- usson aðspurður. Annars staðar á Norðurlöndum er notað „direktör“ (forstjóri), t.d. Rigsdagsdirektör í Svíþjóð (alþingisforstjóri), en al- menna heitið er annars „Secretary General“. „Mér hefur annars dottið í hug starfsheitið „alþingisstjóri“, svipað og ráðuneytisstjóri (sem áður hétu skrifstofustjórar) og hagstofustjóri o.s.frv. – En hef ekki flotað því neitt sérstaklega! Sjálfur kann ég þessu ágætlega, finnst það látlaust og gott,“ bætir Helgi við. Embætti skrifstofustjóra Alþing- is á sér langa sögu, en það nær al- veg aftur til ársins 1593 eins og fyrr segir. Hann var „tilskikkaður“ í embættið það ár, samkvæmt boði konungs. Var nefndur alþingisskrifari Í samantekt Bjarkar Ingimund- ardóttur bókavarðar fyrir Alþingi kemur fram að á upphafsárunum hafi ýmist verið notað orðið alþing- isskrifari eða lögþingsskrifari. Að vísu sé talað um „á hverju lög- þingi“. Líklega sé réttast að tala aðeins um alþingisskrifara. Þeir voru líka kallaðir landþingsskrif- arar. Undir því heiti finnast þeir helst í atriðisorðaskrá Alþing- isbóka. Fyrstur til að gegna starfinu var Guðmundur Þórðarson (1593-1600). Fram til ársins 1800 gegndu emb- ættinu 16 karlar. Þeir voru mis- þekktir og gegndu embættinu mis- lengi. Einna lengst gegndu því tveir menn sem báðir hétu Sig- urður Sigurðsson. Sá fyrri árin 1700-1728 og sá seinni árin 1943 til 1772. Sá hélt embættinu þangað til hann dó. „Hann kom við mál og jarðabrask, meðan hann lifði, sem rataði inn í Alþingisbækur, og var alltaf titlaður landþingsskrifari,“ segir m.a. í samantekt Bjarkar. Höfuðstarf alþingisskrifara var að halda skrá um það sem á Alþingi gerðist, Alþingisbók. Hann átti að lesa upp það sem birt var á þinginu og hann átti einnig að láta í té eftir- rit handa þeim sem tilkall áttu af skjölum og dómum. Alþingisskrif- ara var einnig skylt að geyma bæk- ur og skjöl þingsins, bæði á þingi og milli þinga. Eftir að Alþingi var endurreist 1845 og fram til 1914 voru starfandi skrifstofustjórar eða það sem kall- að var skrifarar forseta Alþingis. Skrifstofustjórar störfuðu aðeins meðan þingið sat (oftast annað hvert ár, einn til tvo mánuði), og fyrst á eftir til frágangs. Skrifarar höfðu með höndum svipuð störf og skrifstofustjórar. Alls má finna 20 nöfn manna sem þessum starfa gegndu. Má þar finna nokkur þekkt nöfn, svo sem skáldin Gest Pálsson og Einar Hjörleifsson og Jens Sig- urðsson, bróður Jóns forseta. Til embættis skrifstofustjóra Al- þingis sem fasts starfs (allt árið) var stofnað með nýjum þingsköpum 1915; fyrir þeim miklu breytingum sem þá voru gerðar stóð aðallega Guðmundur Björnson. Til dæmis var þá komið á fót fastanefndum þingsins. Í 11. gr. þeirra laga voru sett ákvæði um skrifstofustjóra, ráðningu hans og verkefni. Þau eru að mestu leyti enn við lýði í gild- andi þingsköpum, að sögn Helga Bernódussonar. Þessir hafa gegnt embættinu (sem föstu starfi) frá 1915: Einar Þorkelsson 1915-1920, Jón Sigurðs- son frá Kaldaðarnesi 1921-1956, Friðjón Sigurðsson 1956-1984, Friðrik Ólafsson 1984-2005 og Helgi Bernódusson 2005-2019. Á vef Sögufélagsins kemur fram að viðamesta heimildaútgáfa sem félagið hefur ráðist í geymir gerða- bækur Alþingis við Öxará frá 1570- 1800, Alþingisbækurnar. Engar opinberar Alþingisbækur voru haldnar fyrr en alþingisskrifari var skipaður 1593. Fyrir þann tíma létu lögmenn skrá gerðir þingsins í bækur sínar og eru elstu leifar þeirra frá því um 1570. Í Alþing- isbókunum eru skýrslur um þing- störf í báðum lögmannsdæmum, dómar, samþykktir þingsins, bæn- arskrár, konungsbréf, tilkynningar o.fl. Bækurnar voru afritaðar í mörgum eintökum og sendar sýslu- mönnum og fleirum sem þurftu á þeim að halda. Mikill hluti Alþing- isbókanna er aðeins varðveittur í handritum. Einhverjar eyður eru í elsta hlutanum. Árni Magnússon lagði sérstaka áherslu á að ná sam- an Alþingisbókum, og mun hafa eignast fullkomið safn af þeim, en þær voru í þeim hluta Árnasafns sem brann 1728. Hluti Alþingisbók- anna var prentaður, fyrst í Skál- holti 1696 og 1697, síðar á Hólum í Hjaltadal (1704 og síðar, nokkrum sinnum féll útgáfan niður) og loks í Hrappsey 1773-1795 og í Leirár- görðum 1796-1800. Stundum eru prentuðu eintökin staðfest af al- þingisskrifara, segir á vef Sögu- félagsins. Lyklaskipti 1. september Ragna Árnadóttir tekur við emb- ætti skrifstofustjóra Alþingis 1. september nk., en þá lætur núver- andi skrifstofustjóri, Helgi Bernód- usson, af embætti. Helgi verður sjötugur 6. ágúst nk. Ragna hefur áður setið á Alþingi en ekki sem kjörinn fulltrúi. Hún var utanþingsráðherra í tveimur ráðuneytum Jóhönnu Sigurðar- dóttur frá 1. febrúar 2009 til 2. september 2010. Hún fór með dóms- og kirkjumál og síðan einnig mannréttindamál. Helgi Bernódusson hefur gegnt embættinu frá því í janúar 2005, og alllengi árin þar á undan gegndi hann starfi varaskrifstofustjóra. Helgi hefur starfað fast í þinghús- inu síðan 1983 en var áður í hluta- starfi í fimm ár. Tímamót í sögu Alþingis  Ragna Árnadóttir verður skrifstofustjóri Alþingis, fyrst kvenna  Embættið hefur verið til í ein- hverri mynd frá 1593  Karlar hafa gegnt því í meira en 400 ár og því er mikið karlaveldi að falla Morgunblaðið/Árni Sæberg Jómfrúræðan Ragna Árnadóttir, dóms- og kirkjumálaráðherra, mælti fyrir frumvarpi um greiðsluaðlögun á þingfundi 4. febrúar árið 2009. 26 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. JÚNÍ 2019 Óseyrarbraut 12, 220 Hafnarfirði | Klettagörðum 5, 104 Reykjavík | stolpigamar@stolpigamar.is Gámaleiga Er gámur lausnin fyrir þig? Við getum líka geymt gáminn fyrir þig 568 0100 stolpigamar.is HAFÐU SAMBAND Búslóðageymsla z Árstíðabundinn lager z Lager z Sumar-/vetrarvörur Frystigeymsla z Kæligeymsla z Leiga til skemmri eða lengri tíma Eftirfarandi skrifaraeið sór sá al- þingisskrifari sem til starfans var kosinn árið 1631, Páll Gíslason. Heimild/Alþingisbækur Íslands: „Eg lofa og játa, að í þeim mál- um, sem hér verða dæmd, hvort heldur þau áhræra líf, góz eður æru, þá vil eg skrifa rétt sem hér verður dæmt, og ekki í nokkurn máta álíta vild, makt, skyld- ugleika, gunst eða gjafir, hatur, öfund eða óvild, heldur alleinasta hafa guð og réttdæmið mér fyrir augum og skrifa réttiliga eptir því, sem hér verður dæmt, eða alt, hvað mér ber að skrifa, svo vel fyrir þann fátæka sem þann ríka, þann tiginborna sem þann ótigna, svo vel fyrir þann út- lenzka sem þann íslenzka. Eg vil og ekki fyrr eður síðan skrifað er heimuglega eður opinberlega taka eður upp bera, hvorki fyrir mig sjálfan né nokkurn annan, skeink- ingar, gull, silfur, peninga eður peninga virði, svo að þess vegna megi nokkur maður missa síns réttar vegna míns skrifs. Svo sannarliga sé mér guð hollur og hans heilaga orð.“ Mér ber að skrifa, svo vel fyrir þann fátæka sem þann ríka ALÞINGISSKRIFARAR SÓRU SKRIFARAEIÐ Morgunblaðið/Golli Í þinghúsinu Friðrik Ólafsson skákmeistari hætti sem skrifstofustjóri Alþingis árið 2005 og afhenti Helga Bernódussyni lyklavöldin að húsinu. Helgi Bernódusson Ragna Árnadóttir
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.