Morgunblaðið - 27.06.2019, Síða 28
28 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. JÚNÍ 2019
HEYRNARSTÖ‹INKringlunni • Sími 568 7777 • heyra.is
Hlustaðu
á hjartað þitt
Beltone Trust™ heyrnartækin gera þér kleift að heyra jafnvel minnstu smáatriði
– sem stundum reynast þau mikilvægustu. Við hjá Heyrnarstöðinni leggjum allan
okkar metnað í að veita góða þjónustu og bjóða upp á hágæða heyrnartæki.
Komdu í ókeypis heyrnarmælingu og fáðu heyrnartæki lánuð til reynslu.
Beltone Trust
™
Þessa dagana, í blíðunni á Húsavík,
stendur yfir undirbúningur fyrir
heilmálun hinnar fornfrægu Húsa-
víkurkirkju, en í gær var unnið að
því að fjarlægja málningu af þaki
kirkjunnar með háþrýstisprautum.
Kirkjan var síðast heilmáluð fyrir
aldarafmæli hennar árið 2007 og
fyrir um tveimur árum voru norður-
og vesturhlið hennar málaðar, en
vegna votviðris síðustu ár tókst ekki
að klára að mála kirkjuna alla.
Skoðuð af fjölmörgum
Norður- og vesturhliðin eru þær
hliðar kirkjunnar sem vinsælast er
að taka myndir af. Sem kunnugt er
þá er kirkjan mikil bæjarprýði á
Húsavík og fjöldi fólks skoðar hana
að innan sem utan á degi hverjum. Í
þeim hópi er mikið um erlenda
ferðamenn sem leggja leið sína til
Húsavíkur.
Fyrir aldarafmæli kirkjunnar var
turninn, sem er 26 metra hár, lag-
færður en hann var þá illa farinn.
Mikið verk er fyrir höndum í sumar,
en vonast er til þess að verkið klárist
í sumar. Þegar kirkjan verður mál-
uð verður byrjað á þakinu. Þegar
neðar er komið verður að mála með
penslum, en að þakinu undanskildu
er kirkjan öll klædd norskum viði.
Húsavíkurkirkja var vígð 2. júní
1907, en hún er krosskirkja, teiknuð
af Rögnvaldi Ólafssyni arkitekt. Á
vef Kirkjukorts kemur fram að hún
sé óvenjuleg fyrir þær sakir að þar
er enginn hefðbundinn predik-
unarstóll. jbe@mbl.is
Ljósmynd/Björn Jóhann Björnsson
Húsavík Um þessar mundir er málning fjarlægð af þaki Húsavíkurkirkju.
Fornfræg kirkja
fær nýja kápu
Húsavíkurkirkja heilmáluð í sumar
Rósa Margrét Tryggvadóttir
rosa@mbl.is
Skráðum atvikum á Landspítala hef-
ur fjölgað um 7,6% á milli ára á sama
tíma og alvarlegum atvikum hefur
fækkað úr sjö atvikum í þrjú. Þetta
kemur fram í nýútgefnum starfsem-
isupplýsingum Landspítala fyrir maí
2019.
Ólafur Baldursson, framkvæmda-
stjóri lækninga á Landspítala, segist
telja að aukningu
skráðra atvika
megi rekja til
bættrar skrán-
ingar. Segir hann
að stjórn spítal-
ans hafi með
kerfisbundnum
hætti farið að
leggja meiri
áherslu á vinnuna
á bak við öryggis-
mál sjúklinga á síðustu 7-10 árum.
„Fyrir um 10 árum var meiri
feimni og ákveðin hræðsla við þenn-
an málaflokk sem atvik eru, sem er
að hluta til enn til staðar, en starfs-
fólkinu okkar hefur tekist að breyta
hugarfarinu þannig að nú er umræð-
an um þetta miklu opnari og meiri
viðurkenning á að þessir hlutir ger-
ist og að það sé okkar skylda að leita
að umbótum til þess að vernda næsta
sjúkling sem kemur í sama ferli og
atvikið varð í,“ segir Ólafur. Hann
leggur áherslu á að ekki sé fullvíst að
betri skráning sé ástæða aukningar-
innar en segist hafa sterkar vísbend-
ingar um að svo sé. Spítalinn sé til að
mynda með ákveðinn mælikvarða
sem mæli öryggismenningu meðal
starfsmanna og niðurstöður mæl-
inga gefi til kynna að starfsfólkið
telji mikilvægara en áður að skrá at-
vik.
Viðhorf jákvæðari í dag
„Viðhorf starfsmannanna til ör-
yggismenningar er miklu jákvæðara
en það var og það er grunnurinn.“
Ólafur segir jafnframt að viðhorf
sjúklinga hafi einnig breyst í sömu
átt og að þeir séu líklegri en áður til
að tala um hlutina og láta vita ef eitt-
hvað hefur komið upp hjá þeim.
Ólafur segir að atvikum sé skipt í
þrjá flokka eftir alvarleika. Atvik á
stigi eitt segir hann að sé eitthvað
sem skiptir máli fyrir sjúklinginn en
hefur engar alvarlegar afleiðingar,
það geti til dæmis verið minni háttar
misskilningur sem truflaði sjúkling
um stund en er fljótlega leiðréttur.
Stig tvö er, að sögn Ólafs, eitthvað
sem hefur meiri áhrif á sjúklinginn
en stig eitt. Alvarleg atvik, af gráðu
þrjú, er hins vegar þegar sjúklingur
verður fyrir eða hefði getað orðið
fyrir alvarlegum skaða. Ólafur segir
óráðlegt sem stendur að túlka um of
tölur um alvarleg atvik. „Við vonum
auðvitað að þetta sé vísbending um
að við séum að ná tökum á alvarlegu
atvikunum en það er auðvitað mikil
bjartsýni og ég vil ekkert fullyrða
um það,“ segir Ólafur.
Skráðum atvikum á
Landspítala fjölgar
Ástæða fjölgunar atvika talin vera bætt skráning á spítalanum
Fjölgun skráðra
atvika
» Skráð atvik sjúklinga á
Landspítala voru 1.604 í maí
2019 en á sama tímabili í fyrra
voru atvikin 1.491. Er breyting
milli ára því 113 atvik eða
7,6%.
» Þrjú alvarleg atvik sjúklinga
höfðu verið skráð í maí 2019
en þau voru sjö á sama tímabili
í fyrra. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Spítali Að mörgu þarf að hyggja.
Ólafur
Baldursson