Morgunblaðið - 27.06.2019, Qupperneq 36
36
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. JÚNÍ 2019
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Það er eðli-legt, aðáhugamenn
um stjórnmál, og
þeir sem lifa af
þeim, fylgist
grannt með skoðanakönnunum.
Allir verða þó að hafa vara á,
því að kannanir sem birtast
þegar langt er í kosningar eru
minna marktækar en hinar.
Þekkt er að oft eru skekkjur
eins og innbyggðar í kannanir,
eins og kosningar í Bandaríkj-
unum haustið 2016 sýndu svo
sláandi. Þar vann Hillary
myndarlega í nær öllum könn-
unum, en Trump hafði þó bet-
ur.
En kannanir geta verið
gagnlegar, þótt þær segi ekki
alla söguna.
Þeir stjórnmálamenn sem
vilja færa aukin yfirráð yfir
orkumálum Íslendinga til ESB
upplýsa aldrei hvað sé gott við
þann gjörning. Fara með tal-
punkta þar sem staðhæft er að
það sé ekki endilega öruggt að
eitthvað sé verulega vont við
það. Þá sé heldur ekki al-
gjörlega öruggt að valda-
tilfærslan á orkumálum brjóti
gegn íslensku stjórnarskránni,
enda megi skoða það atriði síð-
ar! Eina sem þessir framsals-
menn yfirráða orkumála nefna,
er að sé kröfum um það valda-
framsal ekki hlýtt sé EES-
samningurinn í hættu! Í næsta
orði taka þeir þó fram að orku-
pakkarnir séu ekkert mál, ekk-
ert hættuspil og hjal tveggja
lausráðinna stjórnmálamanna á
fundi í útlöndum hafi eytt öll-
um vafa.
En þótt þetta sé sem sagt
ekkert mál og ekki sé al-
gjörlega öruggt að það brjóti
stjórnarksrá landsins, þá sé
það á hinn bóginn stórbrotið
hættuspil að hlýða ekki kröfum
ónefndra skrifstofumanna í
Brussel sem hafi sagt við
ónefnda skrifstofumenn á
Rauðarárstígnum að ella sé
EES-samningurinn í uppnámi.
Engu virðist breyta þótt ekki
sé fótur fyrir þessum hótunum
og þær styðjist ekki við nein
gögn um þennan samning.
Hvorki stuðningsmenn Fram-
sóknarflokksins né Sjálfstæð-
isflokksins kaupa þetta óráð-
stal og þykir það niðurlægjandi
fyrir þá, en þó sérstaklega fyr-
ir stjórnmálamennina sem sam-
sama sig bullinu og dæma sig
þar með úr leik sem menn sem
taka megi mark á.
Nýleg könnun sýndi að 57%
þjóðarinnar eru á móti innleið-
ingu orkupakkans en tæplega
30 % með. Önnur ný könnun
MMR sýnir að 48% stuðnings-
fólks Sjálfstæðisflokksins eru á
móti þessu óskiljanlega brölti
(58% þeirra sem tóku afstöðu)
og einungis 33% hlynnt.
Niðurbrot þessarar könn-
unar er merkilegt.
Það sýnir að á
meðal stuðnings-
manna Sjálfstæð-
isflokksins eru 30%
mjög andvíg orku-
pakkabröltinu en aðeins 18%
mjög hlynntir því!
En hvort sem horft er til
þessara 58% af stuðningfólki
Sjálfstæðisflokks sem tók af-
stöðu gegn orkupakkabrölti
eða þeirra 30 prósenta sem er
hvað mest niðri fyrir vegna
framgöngu flokksins (sem að-
eins 18% styðja af ákafa) kem-
ur eitt í ljós. Í þingflokknum
eiga þessi 58% engan stuðn-
ingsmann. Hvernig í ósköp-
unum getur einn þingflokkur
komið sér þannig út úr húsi hjá
sínum stuðningsmönnum? Sér-
hver stjórnmálaflokkur sem
uppgötvaði að 20-30% stuðn-
ingsmanna hans væri andvígur
máli sem breyst hefði í stórmál
sem hann sæti uppi með yrði
mjög hugsandi. En hvað þá
þegar 58% stuðningsmanna
flokks botna ekkert í því hvert
hann er að fara. Þá er eitthvað
stórkostlega mikið að. Ein-
hverjir hafa kvartað yfir því að
Morgunblaðið hafi talið sig eiga
samleið með 58 prósentum
stuðningsmanna Sjálfstæð-
isflokksins í orkupakkamálum.
Blaðið bindur sig ekki við
flokka en er þó ánægt með
þennan fjölda samferðamanna
úr þessum flokki. Reyndar var
ekki vitað betur í heilt ár en að
þessi mikli meirihluti flokks-
fólks og blaðið hefði jafnframt
verið samferða formanni
flokksins, sem hafði gert af-
stöðu sína ljósa með mjög af-
gerandi hætti úr ræðustól Al-
þingis.
Það eina óskiljanlega er að
þingflokkur Sjálfstæðisflokks-
ins er úti að aka með öðrum en
stuðningsmönnum sínum og
jafnvel lakar staddur í þeim
efnum en þegar flokknum var
óvænt ýtt skýringarlaust út á
svipað forað í Icesavemálinu
forðum.
Þá er einkar athyglisvert að
afstaða stuðningsfólks Pírata
er að breytast hratt. Í fyrr-
nefndri könnun sögðust 34%
stuðningsmanna Pírata mjög
andvígir orkupakkanum og
hafði þessi andstaða aukist
verulega frá því að seinast var
mælt. Þá sýndi hún einnig að
fullyrðingar um að yngra fólk
styddi orkupakkaógöngurnar
eru beinlínis rangar.
Könnunin sýnir einnig að
þetta skrítna mál þar sem
Sjálfstæðisflokkurinn leggur til
atlögu við yfirgnæfandi meiri-
hluta stuðningsmanna sinna,
hefur eingöngu góðan stuðning
hjá kjósendum smáflokkanna
Viðreisnar og Samfylkingar,
eða um 74% fylgi hjá hvorum.
Ráða þeir virkilega ferðinni?
Flokkurinn skuldar
stuðningsfólki sínu
skýringar}
Víðar er skrítið
en í kýrhausnum
Þ
egar flokkar sem liggja hvor á
sínum enda hins pólitíska litrófs
taka upp á því að starfa saman
verður þrautalending þeirra í mill-
um oft að hreyfa ekki við erfiðum
málum og allra síst þeim sem eru stefnumark-
andi. Samstarfið í núverandi ríkisstjórn virðist
þessum annmörkum háð, nema í þeim tilfellum
þar sem annar aðilinn nær að smeygja inn sín-
um helstu draumum innpökkuðum í snotrar
umbúðir.
Þrátt fyrir að þingmenn láti blekkjast, sem
gerist reyndar í æ ríkari mæli, láta skattgreið-
endur ekki gabba sig, að minnsta kosti ekki
ítrekað.
Nýjasti og fallegasti draumurinn er syk-
urskatturinn, sem á að trompa alla aðra skatta
sökum góðviljaðs tilgangs. Hækka skal skatta á
sykraðar vörur, en þær vörur hefur það fólk sem minnst
hefur úr að spila alltof oft þurft að grípa til. Rannsókn á
áhrifum þeirrar skattlagningar er seinni tíma vandamál,
heldur látið nægja að markmiðið sé að auka hollustu. Væri
ekki skynsamlegra að einbeita sér að lækka skattlagningu
á hollum vörum, svo fólk gæti veitt sér þær í ríkari mæli?
Nei, skattadraumarnir innihalda ekki lækkanir og sér í
lagi ef hækkanirnar eru fólkinu einungis til góðs.
Rósrauð ásýnd kolefnisgjaldsins nær engu minni hæð-
um en sykurskatturinn. Því þrátt fyrir að markmið með
álagningu kolefnisgjalds sé í besta falli illa skilgreint er
látið líta svo út að tilgangur þess sé eitthvað annað og fal-
legra en hin hefðbundna skattlagning ríkisvaldsins. Og
boðað hefur verið meira af svo góðu. Og ekki
tekur betra við þegar útgjaldahliðin er skoðuð.
Væntanlegir fjölmiðlastyrkir ríkisstjórn-
arinnar eru dæmi um „góðviljaða“ útdeilingu á
skattfé almennings. Þessir styrkir eru ekki
bara vanhugsaðir heldur einnig vanfjármagn-
aðir í fjármálaáætlun á meðan RÚV situr eins
og stríðalinn köttur í ríkisbúrinu.
Verkleysi ríkisstjórnarinnar í skattamálum,
sem kemur til af samsetningu hennar, þar sem
skattagleðin verður öllu öðru yfirsterkari lýsir
sér einna best í tryggingargjaldinu. Þrátt fyrir
stöðugt orðagjálfur um frekari lækkun gjalds-
ins til hagsbóta fyrir atvinnulífið, þá hefur rík-
isstjórnin komist upp með að draga lappirnar
og bið eftir efndum lengist stöðugt.
Á meðan á öllu þessu stendur, raungerast
hugmyndir beggja arma ríkisstjórnarinnar um
að þenja báknið út, þó aðallega á höfuðborgarsvæðinu. Út-
blásið forsætisráðuneyti, Íslandsstofa, þjóðarsjóður og
Þjóðgarðastofnun eru nýjustu dæmin sem ganga út á að
stækka og fjölga ríkisstofnunum.
Nú eru uppi hugmyndir að kæfa alla andstöðu með
hertum reglum um málfrelsi þingmanna. Þær hugmyndir
má helst rekja til vinstri flokkanna og þeirra sem einhvern
tíma hefði þurft að segja sér tvisvar að legðu slíkt til, en þó
með dyggum stuðningi auðsveipra starfsmanna sem telja
sig þurfa að leggjast á pólitískar árar.
Karl Gauti
Hjaltason
Pistill
Indælar skattahækkanir
Höfundur er þingmaður Miðflokksins í Suðurkjördæmi.
kgauti@althingi.is
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
SVIÐSLJÓS
Rósa Margrét Tryggvadóttir
rosa@mbl.is
Aðeins 51% leigjenda telursig búa við húsnæðisör-yggi samanborið við 94%húsnæðiseigenda. Þetta
kemur fram í niðurstöðum viðhorfs-
könnunar sem Íbúðalánasjóður stóð
fyrir en skýrsla með niðurstöðunum
var birt á vef sjóðsins í gær.
Í skýrslunni kemur fram að
heilt yfir virðist húsnæðisöryggi
vera nokkuð mikið hér á landi en
85% landsmanna telja sig búa við
það. Marktækur munur mældist á
svörum eftir kyni þar sem 87% karl-
manna töldu sig búa við húsnæð-
isöryggi samanborið við 83%
kvenna. Í skýrslunni kemur fram að
marktækur munur sé auk þess á bú-
setu eftir kyni en samkvæmt mæl-
ingum Íbúalánasjóðs í mars síðast-
liðinn voru 18% kvenna á
leigumarkaði en aðeins 13% karla.
Öryrkjar búi við lítið öryggi
Niðurstöður könnunar sýna að
áberandi munur er á afstöðu fólks
til húsnæðisöryggis eftir stöðu á
vinnumarkaði.
Öryrkjar töldu sig búa við tölu-
vert minna húsnæðisöryggi en aðrir
hópar en aðeins 64% öryrkja voru
sammála fullyrðingunni um hús-
næðisöryggi samanborið við 86%
launþega í fullu starfi. Í skýrslunni
kemur fram að algengasta ástæða
þess að svarendur töldu sig ekki búa
við húsnæðisöryggi væri að fólk
hefði ekki efni á leigu eða að verðið
væri of hátt. Næstalgengasta orsök-
in var að um tímabundinn leigu-
samning væri að ræða eða að eig-
andinn væri að selja húsnæðið.
Marktækur munur var á af-
stöðu fólks eftir aldri, óháð öðrum
breytum, en samkvæmt niðurstöð-
unum segist fólk á aldrinum 25–34
ára búa við minnst húsnæðisöryggi
á sama tíma og fólk á aldrinum 65
ára og eldri segist búa við mest hús-
næðisöryggi. 93% fólks á eft-
irlaunum var jafnframt sammála
fullyrðingunni um húsnæðisöryggi.
Ungt fólk er hlutfallslega lík-
legra til að vera á leigumarkaði, en
33% fólks á aldrinum 18–24 er á
leigumarkaði samanborið við 18%
fólks á aldrinum 35–44 ára.
Fram kemur í skýrslunni að
leigjendur telji sig búa í töluvert
verri fjárhagsstöðu en þeir sem búa
í eigin húsnæði. Yfir 20% fólks á
leigumarkaði segist safna skuldum
eða nota sparifé til að ná endum
saman samanborið við einungis 7%
þeirra sem búa í eigin húsnæði.
Þegar niðurstöður könnunar-
innar eru bornar saman við nið-
urstöður frá því í fyrra virðist fram-
boð af leiguhúsnæði hafa aukist
milli ára að mati fólks. 72% þjóð-
arinnar telur framboð af íbúðar-
húsnæði til leigu sem henti sér og
fjölskyldu sinni vera lítið í ár en á
fyrir ári síðan var það 80%.
Telja hagstæðara að kaupa
Meirihluti þjóðarinnar, eða
92%, telur óhagstætt að leigja um
þessar mundir. Eru þessar nið-
urstöður óbreyttar frá því í fyrra.
Til samanburðar telur 62% þjóð-
arinnar óhagstætt að kaupa íbúðar-
húsnæði. Fólk telur því almennt
hagstæðara að kaupa en leigja.
Aðeins 53% leigjenda voru
sammála því að þeir byggju í sínu
draumahverfi samanborið við 84%
þeirra sem bjuggu í eigin húsnæði.
Fram kemur í niðurstöðum að al-
gengasta svarið við því af hverju
fólk byggi ekki í sínu eftirlæt-
ishverfi væri að það hefði ekki efni á
því.
51% leigjenda telur
sig búa við öryggi
Morgunblaðið/Hari
Húsnæði 92% landsmanna telur óhagstætt að leigja um þessar mundir.
Samkvæmt könnun Íbúðalána-
sjóðs er töluverður munur á upp-
lifun landsmanna af húsnæð-
isöryggi. Einungis 51% leigjenda
voru sammála fullyrðingunni:
„Ég tel mig búa við húsnæðisör-
yggi“. Er það töluverður munur á
upplifun þeirra sem búa í eigin
húsnæði, nefnilega 94%.
Meirihluti þjóðarinnar, eða
85%, var þó sammála fullyrðing-
unni um húsnæðisöryggi.
Þá voru 64% öryrkja sammála
fullyrðingunni en 86% launþega
í fullu starfi.
Eftir því sem svarendur, óháð
vinnumarkaði, voru með hærri
tekjur því meira húsnæðisöryggi
töldu þeir sig búa við.
Minnst húsnæðisöryggi mæld-
ist í svörum ungs fólks en fólk á
aldrinum 25–34 ára taldi sig búa
við minnst húsnæðisöryggi á
meðan aldurshópurinn 65 ára og
eldri taldi sig búa við mest.
Ólík upplifun
landsmanna
HÚSNÆÐISÖRYGGI