Morgunblaðið - 27.06.2019, Page 42
atvinna@mbl.is • Sölufulltrúi • Richard Richardsson, richard@mbl.is, 569 1391
Við leitum að jákvæðum og metnaðarfullum einstaklingi til að bætast í hóp öflugra starfsmanna í heildsölu
fyrirtækisins. Lögð er áhersla á jákvætt hugarfar og metnað við að veita framúrskarandi þjónustu.
Starfið felst aðallega í þjónustu og sölu til rafvirkja, rafverktaka, byggingaraðila og hönnuða.
Hæfnikröfur:
• Iðn- eða tæknimenntun sem nýtist í starfi
• Þekking á rafmagnsvörum og lýsingarbúnaði
• Rík þjónustulund og lipurð í mannlegum samskiptum
• Stundvísi
Einungis reyklausir einstaklingar eldri en 25 ára koma til greina og þarf viðkomandi að hafa hreint
sakarvottorð. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Um framtíðarstarf er að ræða.
Umsókn ásamt ferilskrá skal senda á atvinna@rafkaup.is fyrir 6. júlí 2019.
Rafkaup er þjónustufyrirtæki sem sérhæfir sig í sölu og þjónustu á lömpum, lampa-
búnaði og rafmagnsvörum. Markmið félagsins er að vera ávallt í fremstu röð varðandi
þjónustu til viðskiptavina sinna og markaðssetningu á þeirri vöru sem fyrirtækið selur.
Sölumaður í fagverslun
• Gott skipulag
• Gott vald á íslensku og ensku
• Kurteisi
• Snyrtimennska
Landsnet | Gylfaflöt 9 | 112 Reykjavík | Sími 563 9300 | landsnet@landsnet.is | www.landsnet.is
VILTU VERA MEÐ Í SNJALLRI FRAMTÍÐ?
Sérfræðingur í reikningshaldi
Starfið er á fjármálasviði og innan teymis
reikningshalds þar sem sérfræðingur í reikningshaldi
vinnur að fjölbreyttum verkefnum.
Starfssvið
• Þátttaka í ársfjórðungslegum uppgjörum
• Gerð mánaðarlegra uppgjöra og tengd verkefni
• Umsjón með verkbókhaldi
• Þátttaka í öðrum verkefnum á sviði reikningshalds
Menntunar- og hæfnikröfur
• Menntun sem nýtist í starfi s.s. viðskiptafræði.
Framhaldsmenntun er kostur
• Reynsla af uppgjörum skilyrði auk haldbærrar reynslu
af verkbókhaldi
• Þekking á skattalögum og alþjóðlegum
reikningsskilastöðlum
• Mjög góð þekking og reynsla af notkun
upplýsingakerfa, þekking á Dynamics AX kostur
• Reynsla af greiningarvinnu og góð þekking á Excel
• Drífandi hugur og frumkvæði
• Sveigjanleiki og geta til að takast á við tímabundið álag
Við erum að leita að snjöllum einstaklingi til
að starfa með okkur á fjármálasviði. Hjá okkur
færð þú góða vinnufélaga, krefjandi verkefni,
gott vinnuumhverfi, tækifæri til þróunar og
góðan stuðning í starfi.
Umsóknarfrestur er til og með 14. júlí 2019.
Umsjón með ráðningu, Kristín Halldórsdóttir, yfirmaður reiknings-
halds, kristinh@landsnet.is og Valka Jónsdóttir mannauðsstjóri,
sími: 563-9300, netfang: mannaudur@landsnet.is. Umsækjendur
eru beðnir um að sækja um starfið á heimasíðu Landsnets,
www.landsnet.is. Umsóknum þarf að fylgja ítarleg starfsferilskrá og
kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og
rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið.
Við vinnum fyrir þig
Við erum þjónustufyrirtæki – við vinnum fyrir þig í takt við
samfélagið og höfum sett okkur það markmið að tryggja
örugga afhendingu á raforku til framtíðar. Við viljum vera
eftirsóknarverður vinnustaður þar sem umhyggja og öryggi er
haft í hávegum. Þannig sköpum við góðan vinnustað með
spennandi verkefnum, með gildin okkar – samvinnu, ábyrgð
og virðingu – að leiðarljósi.
www.hagvangur.is
FRÆÐSLA OG
ÞJÁLFUN HJÁ
HAGVANGI
FYRIR FYRIRTÆKI
OG EINSTAKLINGA
Skólamatur ehf. leitar að metnaðarfullum og skipulögðum
rekstrarstjóra. Rekstrarstjóri starfar náið með öðrum stjórnendum
fyrirtækisins. Leitað er að einstaklingi sem býr yfir frumkvæði,
metnaði og vilja til nýsköpunar. Rekstrarstjóri þarf að búa yfir
framúrskarandi leiðtogafærni, samskiptahæfileikum og hafa styrk
til að taka ákvarðanir og vinna undir álagi.
Helstu verkefni
· Ábyrgð á framleiðsluáætlunum
· Ábyrgð á skipulagi framleiðslu
· Ábyrgð á viðhaldi og endurnýjun tækja og búnaðar
· Innkaup og samningagerð
· Umsjón lagerbókhalds
· Kostnaðareftirlit
· Sala og reikningagerð
· Þátttaka í stefnumótun og markmiðasetningu
Hæfniskröfur
· Reynsla og/eða menntun sem nýtist í starfi
· Miklir samskipta- og skipulagshæfileikar
· Framúrskarandi þekking og færni á upplýsingakerfum
sem nýtast í starfi
· Sjálfstæði og frumkvæði
· Lausnamiðuð hugsun
· Afburða leiðtoga- og stjórnunarhæfni
· Reynsla af stjórnun
Umsókn fylgi starfsferilsskrá ásamt kynningarbréfi.
Umsóknarfrestur er til og með 16. júlí 2019.
Fyrirspurnir um starfið og umsóknir berist til Fannýjar Axelsdóttur,
mannauðsstjóra, skolamatur@skolamatur.is.
Rekstrarstjóri
Skólamatur ehf. er fjölskylduvænt fyrirtæki sem býður upp á
ferskan, hollan og næringaríkan mat - eldaðan frá grunni.
Fyrirtækið þjónustar um fimmtíu mötuneyti á suðvesturhorni
landsins og eru starfsmenn þess rúmlega eitthundrað.