Morgunblaðið - 27.06.2019, Side 47

Morgunblaðið - 27.06.2019, Side 47
Minningar MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. JÚNÍ 2019 ✝ Kristján Eiríks-son fæddist á Syðri-Sýrlæk í Vill- ingaholtshreppi í Árnessýslu 29. júní 1920. Hann lést á hjúkrunarheimilinu Hrafnistu í Reykja- vík 12. júní 2019. Kristján var næstyngsta barn foreldra sinna, Þor- kelínu Sigrúnar Þorkelsdóttur, f. 22.10. 1891, d. 7.8. 1982, og Eiríks Magn- ússonar, f. 29.8. 1883, d. 20.12. 1957. Systkini Kristjáns, sem öll eru látin, eru í aldursröð: Jóhanna, f. 1915, fyrrum verslunarkona í Reykjavík, Magnús, f. 1916, fyrrum bóndi aði Kristján ýmis íhlaupastörf sem buðust í Reykjavík og á sumrin vann hann sem kaupa- maður á ýmsum bæjum í Árnes- sýslu. Upp úr 1940 réðst Kristján til Jóns Loftssonar hf. þar sem hann starfaði í 50 ár eða nánast allan sinn starfsferil, fljótlega sem gjaldkeri, þá 25 ára, og síð- ar sem framkvæmdastjóri. Auk þess starfrækti hann um árabil ásamt Jóhönnu systur sinni Verslunina Fald í Austur- veri. Kristján bjó lengst af í Safa- mýri 46 í Reykjavík, en hin síð- ari ár á Brúnavegi 9 og síðast á Hjúkrunarheimilinu Hrafnistu í Reykjavík. Hann var virkur félagi í Frí- múrarahreyfingunni og Ferða- félaginu Farfuglum. Kristján verður jarðsunginn frá Háteigskirkju í dag, 27. júní 2019, klukkan 15. og afgreiðslumað- ur hjá Kaupfélagi Árnesinga á Sel- fossi. Sigrún, f. 1918, húsmóðir í Reykjavík, Gíslína Guðrún, f. 1919, húsmóðir í Kaup- mannahöfn, og Þóra, f. 1923, hús- móðir í Reykjavík. Í sveitinni stund- aði Kristján nám frá 10 ára aldri í farskóla svo sem þá var alsiða. Árið 1923 fluttist fjölskylda Þorkelínu og Eiríks búferlum að Arabæ í Gaulverjabæjar- hreppi. Árið 1937 brá fjölskyldan búi í Arabæ og fluttist til Reykja- víkur. Til að byrja með stund- Það var á árunum eftir að fað- ir minn lést, þ.e. eftir 1958, sem kynni mín hófust af Kristjáni Ei- ríkssyni. Þá byrjaði ég sem ell- efu, tólf ára stráklingur að send- ast fyrir fyrirtækið sem bar nafn pabba. Kristján mun hafa ráðið sig til starfa hjá Jóni Loftssyni h/f á árinu 1945, þá 25 ára gam- all. Fyrirtækið hafði verið stofn- að þremur árum fyrr en það stóð fyrir innflutningi, fyrst og fremst á ýmsum byggingavörum og timbri svo og vikurnámi á Snæfellsnesi og framleiðslu á byggingareiningum. Þetta var umhverfið sem Kristján vann í frá 25 ára aldri til um sjötugs, fyrst í samstarfi við pabba, eftir lát hans í samstarfi við Loft, bróður minn og síðan undirrit- aðan. Fyrst í stað mun Kristján hafa sinnt almennum skrifstofu- störfum en fljótlega var hann farinn að hafa umsjón með fjár- reiðum félagsins. Jafnframt tók Kristján þegar á leið meiri þátt í daglegri stjórnun sem fram- kvæmdastjóri og hafði einnig með höndum innflutning á timb- urvörum og samskipti við er- lenda aðila vegna þeirra. Eftir sjötugt og meira og minna næstu tuttugu árin vann hann síðan sjálfstætt sem umboðsmaður fyrir ýmis erlend timburfyrir- tæki. Kristján Eiríksson reyndist ávallt hinn besti samstarfsmað- ur, trúr því sem honum var trú- að fyrir, samviskusamur og þægilegur í allri umgengni. Við héldum vinatengslum fram að andláti hans. Framan af heyrðumst við mest í gegnum símann þar sem rætt var um landsins gagn og nauðsynjar og það sem efst var á baugi hverju sinni en Kristján hélt ávallt sinni andlegu reisn og fylgdist vel með gangi þjóðmál- anna. Á seinni árum minnist ég hans við árlegar heimsóknir í jólamánuðinum þar sem ég færði honum bók að gjöf. Sérstaklega er minnisstæð heimsókn til Kristjáns þar sem hann var ný- lega fluttur í nýtt og stórt fjöl- býlishús innarlega við Suður- landsbraut þar sem hann var eini íbúinn í a.m.k. tuttugu íbúða húsi. Því tók hann með ró og yf- irvegun eins og öllu öðru. Þaðan flutti hann síðan í íbúð á vegum Hrafnistu við Brúnaveg. Að leiðarlokum minnist ég Kristjáns fyrir tryggð og góð kynni. Blessuð sé minning hans. Þórarinn Jónsson. Látinn er í Reykjavík góður vinur og heiðursmaður, Kristján Eiríksson, fyrrverandi fram- kvæmdastjóri hjá Jóni Loftssyni hf., tæplega níutíu og níu ára að aldri. Hann var bróðir tengda- móður minnar heitinnar, Þóru Eiríksdóttur, og átti ég því láni að fagna að kynnast Kristjáni og hans áhugaverðu viðhorfum. Mér er því ljúft að minnast hans nokkrum orðum. Kristján ólst upp við hefð- bundin sveitastörf í Arabæ í Gaulverjabæjarhreppi á fyrri hluta 20. aldar þar sem lífsbar- áttan miðaðist við að þreyja þorrann og góuna, lifa af og hafa nóg til hnífs og skeiðar fyrir barnmargar fjölskyldur. Tækni- væðing til sveita var á frumstigi og glíman oft erfið við veðurfar og aðrar ytri aðstæður. Kristján var næstyngstur sex barna Þor- kelínu Þorkelsdóttur og Eiríks Magnússonar í Arabæ í Gaul- verjabæjarhreppi. Árið 1937 ákvað fjölskyldan að bregða búi og freista gæf- unnar í Reykjavík. Líklegt er að erfið óþurrkasumur hafi átt sinn þátt í að fjölskyldan tók sig upp og flutti. Ekki var auðvelt að sjá sér og sínum farborða á mölinni á þess- um árum rétt fyrir stríð frekar en í sveitinni. Kristján vann því sem kaupamaður í Árnessýslu á sumrin fyrstu árin sem hann bjó í Reykjavík. Til að byrja með gekk Kristján í ýmis íhlaupa- störf sem buðust. Hann fór í Samvinnuskólann og styrkti m.a. þannig stöðu sína í atvinnulífinu. Síðan hóf hann störf hjá Jóni Loftssyni hf. og gerðist gjaldkeri fyrirtækisins aðeins 25 ára gam- all. Á þeim bæ varð mönnum fljótlega ljóst að þar fór traustur maður og drengur góður, vinnu- samur, athugull og heiðarlegur, enda naut Kristján mikils trausts bæði samstarfsfólks og viðskiptavina innlendra sem er- lendra. Hann varð í tímans rás framkvæmdastjóri fyrirtækisins og sinnti aðallega innflutningi og sölu byggingarefna. Kristján ræktaði af alúð samband við er- lenda efnissala og var talsvert á ferðinni erlendis til þess að kynna sér nýjungar og styrkja viðskiptatengsl sem sum hver entust honum alla starfsævina. Starfsemi Jóns Loftssonar hf. lagðist af þegar Kristján var um sjötugt, en hann sinnti áfram upp á eigin spýtur timburinn- flutningi fram yfir nírætt. Hann var mjög áhugasamur um atvinnulíf og viðskiptamál bæði hér á landi og erlendis og fylgdist grannt með þróuninni á þeim vettvangi. Meðfram starfi sínu hjá Jóni Loftssyni starfrækti Kristján ásamt Jóhönnu systur sinni um árabil Verslunina Fald í Aust- urveri. Eins og oft er um trausta og ósérhlífna menn sinnti Kristján ýmsum félags- og trúnaðarstörf- um. Hann var m.a. virkur félagi í Frímúrarahreyfingunni og vann mikið og óeigingjarnt starf fyrir Ferðafélagið Farfugla. Hann var náttúrubarn, lengi vel virkur fé- lagi í Farfuglum og hafði yndi af óbyggðaferðum. Kristján kom sér upp sum- arhúsi og litlum unaðsreit í suð- urhluta Mosfellsbæjar þar sem hann naut náttúrunnar með áherslu á hvíld og gróðursetn- ingu. Þar má segja að verkin lofi meistarann. Líkamlegri heilsu Kristjáns tók að hraka upp úr níræðu. Hann hélt þó alla tíð skýrri hugsun. Hann fluttist að Brúna- vegi 9 og lést á Hjúkrunarheim- ilinu Hrafnistu í Reykjavík 12. júní síðastliðinn. Fjölskyldan saknar Kristjáns Eiríkssonar, heiðarleika hans og hjálpsemi. Blessuð sé minning hans. Gylfi Guðjónsson. Kristján Eiríksson ✝ Haukur fædd-ist í heimahúsi, Bröttugötu 15 Vestmannaeyjum, 10. nóvember 1974. Hann lést 20. maí 2019. Hann var son- ur Sigríðar Hauks- dóttur og Hafliða Albertssonar heit- ins. Hann ólst upp í Birkihlíð 24 eða Svalbarða í Vestmannaeyjum eins og húsið var kallað. Einn bróður á Haukur, Kristin Hjalta Hafliða- son. Móðir þeirra bræðra, mennt- uð fóstra á uppeldisárum Hauks í Eyjum, starfaði sem dagmóðir. Þegar Haukur var á sautjánda ári flutti hann ásamt foreldrum sínum til Íslands eða á meg- inlandið. Settust þau að til að byrja með að í Kópavog- inum. Haukur starfaði um tíma á grænmetislager Hagkaupa en flutti sig þaðan yfir í Bónus. Síð- ustu árin eða frá 2006 vann hann hjá MS eða Mjólkursamsölunni. Útförin fór fram í kyrrþey. Maður á erfitt með að skilja að fólk á besta aldri sé kallað héðan af jörðinni. Okkur brá við að frétta að Haukur Sigríðarson hefði orðið bráðkvaddur á heimili sínu aðeins 44 ára. Við höfum þekkt Hauk frá því hann fæddist en við Hafliði vorum vinir frá gömlum tíma, en eftir að við stofnuðum báðir fjölskyldur hófst áratuga vinskapur þessara tveggja fjölskyldna. Engir við- burðir voru hjá fjölskyldunum án þess að við mættum hvor hjá ann- arri. Guðbjörg og Sigurður Óskar, yngri börn okkar, nutu þeirra for- réttinda að vera hjá Siggu dag- mömmu á Svalbarða. Þau eiga því margar minningar frá samverunni við Hauk. Þegar við hjónin fórum í stutt helgarfrí fengu okkar börn oft gistingu á Svalbarða og nutu þar góðs atlætis. Stundum kom svo Haukur í gistingu hjá okkur og var þá oft glatt á hjalla hjá krökk- unum. Öllum ber saman um að Hauk- ur hafi verið góður vinnufélagi og góður starfskraftur. Alltaf verið hress og kátur og ávallt verið mik- ið líf og fjör í kringum hann. Það hefur mátt lesa á samfélagsmiðl- unum hversu vel hann var liðinn. Við sendum Sigríði móður Hauks og Kristni bróður hans okkar innilegustu samúðarkveðj- ur. Sigurður Jónsson Ásta Arnmundsdóttir. Haukur Sigríðarson Þær eru margar minningarnar sem rifjast upp nú þeg- ar okkar góði vin- ur, Stefán Finn- bogason, kveður. Ein sú fyrsta er frá þeim tíma er hann var í Háskólanum að læra tannlækn- ingar. Það voru ófá skiptin sem ég vaknaði að morgni ungur drengur, og sá tvö eða þrjú fallbyssuskot á rúmstokknum. Stebbi hafði fært mér trépinna úr skólanum og þeir nýttust vel sem skotfæri í tvinnakefli með teygju. Stebbi var náttúrubarn, unni útivist og veiðiskap. Hann kynnti mig fyrir fluguveiði og gaf okkur Sverri bróður flugur þegar við vorum að veiða smá- silung á maðk með þeim orðum að það væri miklu skemmti- legra og svo væri auðveldara að sleppa litlu fiskunum ef þeir væru veiddir á flugu. Með honum fór ég í minn fyrsta laxveiðitúr, fimmtán ára. Hann kom frá Húsavík að Stefán Yngvi Finnbogason ✝ Stefán YngviFinnbogason fæddist 13. janúar 1931. Hann lést 14. júní 2019. Útför hans fór fram 25. júní 2019. sækja mig í Skriðu og bað mig að vera tilbúinn klukkan hálfátta. Ég hafði áhyggjur því engin var vekjaraklukk- an. En í stofunni þar sem ég gisti þessa nótt var klukka sem sló á heila tímanum, tvö högg klukkan eitt, fjögur högg klukkan tvö o.s.frv. Þannig að ég þurfti bara að telja í svefni og ég man það eins og gerst hefði í gær þegar ég taldi „…fjórtán“ og spratt upp úr rúminu, klukkan var sjö. Ég veiddi alsæll einn sjóbirt- ing og varð vitni að fyrstu lax- veiðinni þegar Stebbi landaði 16 punda hæng í Skipapolli. Fjölskyldur okkar og Fríðu og Stebba voru alla tíð mjög nánar. Jólaboðin hjá þeim voru fastur liður í áraraðir sama hve mikið fjölgaði í hópnum. þá var gott að vera til og Stebbi hrók- ur alls fagnaðar í alls konar leikjum. Við Guðrún kveðjum góðan dreng með þökk í hjarta fyrir ótalmargar og góðar samveru- stundir og stuðning og sendum ástvinum samúðarkveðjur. Jón Árni Þórisson (Joddi).

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.