Morgunblaðið - 27.06.2019, Page 48

Morgunblaðið - 27.06.2019, Page 48
48 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. JÚNÍ 2019 ✝ SigurlaugÁgústa Guð- laugsdóttir fædd- ist í Reykjavík 22. september 1945. Hún lést á gjör- gæsludeild Land- spítalans 17. júní 2019. Foreldrar henn- ar voru Guðlaugur Ágústsson, f. 2.4. 1919, d. 24.7. 2004, og Svanhild Jensen Ágústsson, f. 22.6. 1926 í Fær- eyjum, d. 21.7. 2001. Sigurlaug var elst systkina sinna. Þau eru Ingiborg, f. 4.8. 1947, og Bjartmar, f. 13.6. 1952. Sigurlaug ólst upp í foreldrahúsum í Pétursborg á Fáskrúðsfirði og í sama húsi bjuggu amma hennar og afi, Sigurlaug og Ágúst, sem hún var skírð í höfuðið á og naut hún góðs af sam- skiptum við þau. Á unglingsárum Sig- urlaugar flutti fjölskyldan til Vestmannaeyja. Árið 1968 kynntist hún eftirlifandi eiginmanni sínum Aðalsteini Að- alsteinssyni og eiga þau þrjá syni: Guðlaug Að- alsteinsson, maki: Hjördís Jónsdóttir. Andra Snædal Að- alsteinsson, maki: Eyrún Páls- dóttir. Eyjólf Snædal Aðal- steinsson, maki: Vigdís Gígja Ingimundardóttir. Barnabörn- in eru níu og þar af sjö á lífi. Barnabarnabörnin eru fimm og tvö til viðbótar eru vænt- anleg á næstu vikum. Útförin fer fram frá Graf- arvogskirkju í dag, 27. júní 2019, klukkan 13. Margar góðar minningar koma upp þegar ég hugsa til Lillu frænku. Heimili hennar og Alla stóð mér alltaf opið. Þau pössuðu mig heilt sumar í Kefla- vík þegar ég var lítil. Oft kíkti ég svo til Lillu í spjall eða til þess að leika við Eyfa frænda. Á þessum tíma var það Lilla sem kunni að elda bestu fiskibollurnar í karr- ísósu. Andri frændi átti þá hvítar mýs sem var ótrúlega gaman að skoða og leika með – ekki allir leyfðu slík dýr inn á heimili sitt en það gerði Lilla en hún var bæði mikill dýra- og barnavinur. Á Garðavegi átti Lilla fallegan garð sem gaman var að dunda sér í. Þar sem Lilla var og bjó, þar var fallegt en hún var smekk- kona sem elskaði dúllerí. Iðulega var kveikt á kerti í rými sem bar kósíheitin vel og hlýjan streymdi um. Börn hændust að Lillu enda var alltaf kærleikur þar sem hún var. Lilla sýndi fólki áhuga og var alltaf góð við ættingja og vini, hún var tengingin við stórfjöl- skylduna sem náði allt frá Vest- mannaeyjum, til Austfjarða og alla leið til Færeyja. Nú kveðjum við fjölskyldan góða konu og kæra frænku. Blessuð sé minn- ing Lillu. Arna Bjartmarsdóttir og fjölskylda. Mig langar til að kveðja mág- konu mína, hana Lillu, eins og hún var alltaf kölluð, með nokkr- um orðum. Það var fyrir rúmum 50 árum, sem hún kom inn í líf Aðalsteins, bróður míns, en þau hittust fyrst á þjóðhátíð í Vestmannaeyjum árið 1968. Samband þeirra hefur alla tíð verið einstakt, og ég man að við vorum einhverju sinni að rifja þetta upp og bróðir minn sagði: „Já, og ég hef ekki séð eft- ir þessu einn einasta dag!“ Þau hjónin bjuggu í sama húsi og foreldrar mínir í mörg ár, og mér finnst ég aldrei hafa getað þakkað Lillu, eins og ég hefði viljað, fyrir þá umhyggju og ást- úð sem hún sýndi foreldrum mín- um. En plássið varð of lítið, með stækkandi fjölskyldu, en eftir lát foreldra minna fluttu þau hjónin aftur í gamla húsið í Skerjafirð- inum og hafa búið þar síðan. Það hefur verið ánægjulegt að fylgj- ast með samstilltu átaki þeirra við endurbætur á húsinu og að sjá garðinn, sem hún mamma lagði svo mikla vinnu í, fara að blómstra á ný. „Ég hugsa alltaf um, hvernig hún mamma þín hefði viljað hafa þetta,“ sagði Lilla við mig, oftar en einu sinni. Við munum sakna þess að fá þau ekki bæði í heimsókn í sveit- ina, og ég var farin að hlakka til að sýna Lillu blómin á pallinum mínum. En við höldum áfram að fá bróður minn í heimsókn og skreppa í Skerjafjörðinn, þegar við komum í bæinn. Það hefði Lilla viljað að við gerðum. Elsku Addi bróðir, synirnir þrír og þeirra fjölskyldur og aðr- ir aðstandendur, við biðjum Guð að styrkja ykkur í gegnum þessa erfiðu reynslu. Rósa og Úlfar. Ég kveð nú með trega og söknuði, mína elskulegu vinkonu og fyrrverandi mágkonu, Sigur- laugu Ágústu Guðlaugsdóttur, alltaf kölluð Lilla af nánustu vin- um og skyldmennum. Lilla var mörgum góðum kost- um gædd, hún hafði einstaklega góðan húmor og gat alltaf komið manni til að hlæja og sjá björtu hliðarnar á málunum ef svo bar undir. Frásagnargleði hennar var einstök, hún var listræn, mál- aði myndir og bar heimili hennar og Aðalsteins á Einarsnesi vott um hennar listrænu og smekk- legu eiginleika. Það var svo gott að geta komið við á Einarsnesi án þess að þurfa að boða komu sína með fyrirvara, þar voru allir velkomnir og var oft gestkvæmt. Lilla var einstaklega góð í því að galdra fram eitthvað gott að borða og gerði hún það á svo fal- legan og faglegan hátt. Aldrei kastað til hendinni. Lilla var góð við menn og dýr, hafði gott hjartalag og ríka réttlætiskennd. Hún hafði sterkar skoðanir og ef það þurfti að standa með þeim sem minna máttu sín, þá var Lilla þar. Ég sendi Aðalsteini og að- standendum mínar innilegar samúðarkveðjur og bið almættið um að styrkja og styðja. Jónína. Sigurlaug Ágústa Guðlaugsdóttir ✝ Sonja Sól Ein-arsdóttir förð- unarfræðingur fæddist í Hafnarfirði 10. desember 1969. Hún lést á Benidorm 9. júní 2019. Foreldrar hennar voru Einar D.G. Gunnlaugsson og Þóra Sigurðardóttir. Systkini hennar: Einar Sigurður Ein- arsson og Bára Einarsdóttir. Unnusti Sonju Sólar er Ingi A. Guðnason sem á einn son, Hafstein Þór. Sonja Sól og Ingi eiga tvö börn, Alex- ander Örn Ingason og Söndru Björk Ingadóttur, sem ól henni tvö barna- börn. Útför Sonju Sólar fer fram frá Kapell- unni í kirkjugarð- inum í Hafnarfirði í dag, 27. júní 2019, klukkan 11. Elsku Sonja okkar, frumburð- urinn okkar, er farin í ljósið hjá drottni en hún varð bráðkvödd þann 9. júní sl. Hún hittir þar nýlátna ömmu sína, hana Báru Jónsdóttur frá Hafnarnesi sem lést á Hrafnistu í Hafnarfirði 4. júní sl. Hún Sonja okkar var einstak- lega góð manneskja, vildi öllum ávallt það besta og var einstak- lega hjálpleg þegar hún gat að- stoðað vini og vandamenn. Sonja var mikil listakona á mörgum sviðum, hún var virki- lega góður listmálari og bera mál- verkin hennar góðan vott um það. Hún hafði lært förðunarfræði sem hún var virkilega flink í og ekki má gleyma þeim listrænu hæfileikum sem hún sýndi í allri matargerð, en hún var einstak- lega góð í allri matreiðslu. Og var virkilega gaman að sjá myndirnar sem hún sendi okkur á Facebook-síðunni sinni af glæsilegum réttum sem voru lis- tænt upp settir og við getum borið um það að allt sem hún eldaði smakkaðist einstaklega vel. Hún ræktaði ýmsar krydd- jurtir, en uppáhaldsjurtin henn- ar var skessujurtin. Hún ræktaði af mikilli alúð og notaði hún hana mikið í mat- argerð sinni, einkum þó þegar hún gerði frábæru kjötsúpuna sína. Elsku Sonja, við eigum eftir að sakna þess að geta ekki hringt í þig eða þú í okkur eins og við vorum vön að gera nær daglega. Eins að hlæja saman þegar við komum til þín í kaffi þegar við fórum að versla á Sel- fossi. Já, það myndast svo sann- arlega tómarúm við fráfall þitt, elsku Sonja okkar, en þú verður alltaf sterk í minningum sem við eigum svo margar og fallegar um þig. Við eigum svo sannarlega eft- ir að sakna kveðjuorðanna þinna sem þú kvaddir okkur alltaf með í lok símtalanna okkar, en þú kvaddir okkur alltaf með þessum orðum: „Ég elska ykkur bæði.“ Kveðja, mamma og pabbi. Þegar Bára systir Sonju hringdi í mig og tilkynnti mér að systir hennar væri dáin, brast eitthvað innra með mér, lífið er svo hverfult, óréttlátt og skrýtið. Við vorum bekkjarsyst- ur og vinkonur frá því við vor- um í gaggó og eigum stóraf- mæli á árinu sem ég var farin að huga að, til að koma Sonju á óvart eins og hún gerði þegar hún kom mér á óvart og mætti til Spánar til mín. Sonja lét mig halda að hún væri að fara í sumarbústað og var spenntust fyrir að koma mér á óvart, sem tókst. Efst er mér í huga þakklæti fyrir að hafa eignast Sonju Sól sem vinkonu. Sonja mín fór nú kannski ekki hefðbundnar og troðnar slóðir en hún tók sig til og gerði marga skemmtilega hluti og skóp minn- ingar, eins og þegar hún með að- stoð Inga síns gerði myndband þar sem hún spilaði og söng frumsamið lag til mín, sem hvatningaróð þegar ég var að bugast á ritgerðarsmíðum. Lag þetta yljar inn að hjartarótum og kætir mig alltaf jafn mikið þegar ég horfi á það og hana kyrja lagið á sinn einstaka hátt. Fyrstu kynni mín af Sonju voru úr Breiðholtinu þegar feim- in lítil stúlka byrjaði með mér í 7 ára bekk, nýflutt frá Hornafirði með foreldrum sínum. Við bjuggum báðar í Vesturbergi og vorum saman í Fellaskóla. Með okkur tókst mikill og góður vin- skapur og brölluðum við ýmis- legt saman. Til að mynda ákvað Sonja á einum degi að við myndum ger- ast pönkarar og það var tekið með trompi, við tókum strætó niður á Hlemm og fórum í búð á Laugavegi og keyptum gaddaól- ar og gaddabelti, grifflur og patcholíu sem Sonja sagði að væri aðalpönkaralyktin, ég sam- þykkti og við önguðum í nokk- urn tíma. Einn skólabróðir okkar setti svo saman fyrir okkur sérvalin þungarokkslög á kassettu. Svo var hárið túberað og spreyjað fast í allar áttir, þá vorum við til- búnar sem pönkarar. Við rædd- um stundum hvað okkur þótti þessi tími endalaust skemmtileg- ur með allri uppátektarseminni sem okkur datt í hug. Sonja var Cindy Lauper-aðdá- andi og ég man þegar pabbi hennar rakaði hárið á henni í stíl við Cindy og litaði bleikt sem var rosalega flott. Sonju fannst alveg einstak- lega skemmtilegt og spennandi að fara til spákvenna og miðla, ég man í eitt skiptið fékk hún nákvæma lýsingu á tilvonandi manni sínum sem hún hafði ekki hitt en þegar hún kynntist Inga sínum passaði ansi margt við frásögn spákonunnar og þau urðu ævilangt kærustupar. Við vorum 18 ára þegar við eignuðumst dætur okkar með stuttu millibili og áfram hélt vin- skapurinn. Sonja elskaði fjöl- skylduna sína afar mikið og naut þess að hleypa barninu í sjálfri sér út með leik og fíflast með fólkinu sínu sem sér nú á eftir ástvini sínum. Nú er engin Sonja Sól sem sendir litla kveðju þar sem stendur „til í smá mal?“, sem gat endað með allt að þriggja tíma samtali og sem endaði iðulega á: ég elska þig. Almættið geymi elsku vin- konu mína og umvefji sálu henn- ar með kærleika og friði. Guð blessi minningu Sonju Sólar sem lifir í hjörtum okkar og huga. Kæra fjölskylda, Ingi, Sandra, Alexander, Hafsteinn, Júlíus og barnabörn, foreldrar og systkini, okkar innilegustu samúðar- kveðjur til ykkar allra, hugur okkar er hjá ykkur, haldið vel utan um hvert annað þegar þið stígið þessi erfiðu spor að kveðja Sonju Sól Einarsdóttur. Ykkar vinir, Andrea, Óli og Kalla María. Hvers vegna er leiknum lokið? Ég leita en finn ekki svar. Ég finn hjá mér þörf til að þakka þetta sem eitt sinn var. (Starri í Garði) Hlýleg framkoma, heiðarleg, sönn vinkona, stríðnislega óþekk og villt, en oftast stillt. Listræn gyðja, með kraft- mikla dimma rödd, fór sínar eig- in leiðir, algjör nagli og með þykka skel. Hafðu þakkir fyrir allt, Sonja Sól mín. Ég vona að þú finnir leið þína þangað sem þú trúir að þú sért að fara næst. Og hugsa ég ávallt til þín með hlýju og sól í hjarta. Inga og fjölskyldu sendi ég samúðarkveðjur Þín vinkona, Sigríður Bernadetta Lorange. Sonja Sól Einarsdóttir Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, FRIÐRIK JÓN DÝRFJÖRÐ vélvirkjameistari, Hlíð, Siglufirði, sem lést föstudaginn 14. júní, verður jarðsunginn frá Siglufjarðarkirkju laugardaginn 29. júní klukkan 14. Erla Eymundsdóttir Sigfús Hlíðar Dýrfjörð Anna María Guðmundsdóttir Helena Dýrfjörð Björn Jónsson Baldur Dýrfjörð Bergþóra Þórhallsdóttir Þórgnýr Dýrfjörð Aðalheiður Hreiðarsdóttir afabörn og langafabörn Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, MAGNEA ERNA AUÐUNSDÓTTIR hjúkrunarfræðingur, Sólvangsvegi 1, Hafnarfirði, lést á Sólvangi í Hafnarfirði sunnudaginn 23. júní. Útför hennar fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju þriðjudaginn 2. júlí klukkan 15. Guðmundur Jónsson Auðunn G. Guðmundsson Anna V. Þormar Elínborg Guðmundsdóttir Páll Ólafsson Elfa Guðmundsdóttir Steinunn Guðmundsdóttir barnabörn og barnabarnabörn Elskulegi faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, INGÓLFUR BÁRÐARSON, Sigtúni 19, Selfossi, lést þriðjudaginn 25. júní. Útför mun fara fram í kyrrþey að ósk hins látna. Erla Ingólfsdóttir Hulda Ingólfsdóttir Óskar Lúðvík Högnason Bára Ingólfsdóttir Stefán Guðjónsson Linda Ingólfsdóttir Garðar Már Garðarsson barnabörn og barnabarnabörn Ástkær eiginkona mín, móðir og amma, HALLDÓRA GUÐLAUG RAGNARSDÓTTIR, lést mánuaginn 17. júní. Útförin hefur farið fram í kyrrþey. Frímann Gústafsson, börn, barnabörn og barnabarnabörn Okkar ástkæra móðir, tengdamóðir, amma og langamma, HERDÍS MARÍA JÓHANNSDÓTTIR, lést á Hrafnistu í Hafnarfirði þriðjudaginn 11. júní. Útför hennar fer fram frá Víðistaðakirkju miðvikudaginn 3. júlí klukkan 15. Guðný Harðardóttir Guðjón Ármann Jónsson Guðrún Auður Harðardóttir Erla Ruth Harðardóttir barnabörn og langömmubörn

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.