Morgunblaðið - 27.06.2019, Side 50
50 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. JÚNÍ 2019
✝ Karl Magn-ússon, fæddist í
Reykjavík 19. októ-
ber 1945. Hann lést
á Landspítalanum í
Fossvogi 10. júní
2019.
Foreldrar hans
voru Bertha Karls-
dóttir, f. 16. maí
1921, d. 5. sept-
ember 2000, og
Magnús Jóhann-
esson, f. 9. desem-
ber 1920, d. 1. október 1983.
Systkini Karls eru Markús Örn
Antonsson, f. 25. maí 1943, Guð-
rún Magnúsdóttir, f. 23. október
1947, d. 28. september 2010,
Magnús Hrafn Magnússon, f. 4.
maí 1950, d. 12. nóvember 1989,
og Erla Kristín Magnúsdóttir, f.
30. ágúst 1956.
Þann 26. desember 1971 gekk
Karl að eiga Vigdísi Auði Guð-
mundsdóttur, sjúkraliða, f. 27.
maí 1949. Hún var dóttir
hjónanna Guðmundar Bjarna Jó-
Hlíðdal, Gunnar Hlíðdal og Eydís
Hlíðdal. Fyrir átti Inga Rós syn-
ina Sigurð Karl og Hlyn Inga
Óskarssyni.
Karl ólst upp í Reykjavík og
bjó þar fram á fullorðinsár en síð-
ustu ár var hann búsettur í
Hveragerði. Karl lauk gagn-
fræðaprófi frá Flensborgarskól-
anum í Hafnarfirði. Eftir að námi
lauk vann hann ýmsa verka-
mannavinnu og á sumrin sinnti
hann sveitastörfum á Ásbjarn-
arstöðum á Vatnsnesi. Hann hóf
störf í lögreglunni í Reykjavík 1.
nóvember 1970 og árið 1973 lauk
hann námi frá Lögregluskóla rík-
isins. Árið 1976 var hann skip-
aður aðstoðarvarðstjóri og
nokkrum árum síðar skipaður að-
alvarðstjóri. Hann tók til starfa í
umferðardeild lögreglunnar árið
1987 og kláraði þar sína starfs-
ævi með sóma. Innan umferðar-
deildar átti hann mjög farsælan,
fjölbreyttan og góðan starfsferil
sem hann ávallt sinnti af dugnaði
og alúð. Karl var lengi vel í stjórn
SPOEX, samtaka psoriasis- og
exemsjúklinga á Íslandi
Útför Karls fór fram í kyrrþey
19. júní 2019 að ósk hins látna.
hannessonar, f. 30.
maí 1895, d. 10. sept-
ember 1983, og
Þorbjargar Valdi-
marsdóttur, f. 13. júlí
1916, d. 25. júní 1985,
frá Þorgrímsstöðum
á Vatnsnesi.
Börn þeirra eru: 1)
.Guðmundur Bjarni
Karlsson, rafvirki, f.
9. ágúst 1971, kvænt-
ur Elísabetu Hrönn
Gísladóttur, hár-
greiðslukonu. Börn þeirra eru
Svandís Hekla og Gísli Ernir. 2).
Bertha Karlsdóttir, garðyrkju-
fræðingur og grunnskólakennari,
f. 8. nóvember 1972, börn með
fyrrverandi sambýlismanni,
Valdimar Antonssyni, Þorbjörg
og Anton. Fyrir átti Bertha dótt-
urina Heiðrúnu Ingu Þrast-
ardóttur. 3). Inga Rós Karlsdóttir,
skrúðgarðyrkjufræðingur, f. 24.
júlí 1979, sambýlismaður Gunnar
Hlíðdal Gunnarsson, grunnskóla-
kennari. Börn þeirra eru Kristján
Mánudagurinn annar í hvíta-
sunnu byrjaði ekki eins og aðrir
dagar í mínu lífi. Vakna við sím-
ann þar sem Inga Rós litla systir
færir mér þær fréttir að þú, pabbi
minn, hafir verið fluttur inn á
Borgarspítala og sért mikið veik-
ur.
Ég og Elsa förum með hraði
niður í Fossvog og hittum
mömmu og systurnar, fáum þær
rosalegu fréttir, að þú hafir verið
með lífshættulegt ástand á ósæð
sem gaf sig!
Þú fluttur með hraði í stóra
skurðaðgerð. Við biðum frétta í
Karfavoginum, sem þér þótti svo
vænt um. Í ljósi þess hversu mikið
og hættulega veikur þú varst tek-
ur svona aðgerð margar klukku-
stundir. Eftir nokkrar klukku-
stundir þar sem við, fólkið þitt
sátum í sólinni og borðuðum, þá
kom símtal og við öll niður á Borg-
arspítala þar sem þau stingandi
orð komu sem reyndust rothögg
þann daginn: „Hann Karl lifði
ekki aðgerðina af. Hann Karl er
látinn.“
Eftir svona kjarnorkubyrjun á
degi, að pabbi sé dáinn, kastast
þau orð veggja á milli í höfðinu en
einungis sem orð. Ég óttast að
fullur skilningur og áhrif þess
skarðs eða þess tóms sem þú skil-
ur eftir muni taka tíma að koma
fram.
Þegar ég, mamma og systurnar
hittumst í „Hveró“ eins og þú
sagðir svo oft, fara strax alls kon-
ar minningar að þjóta um hugann.
Það er skrýtið að dvelja þessa
dagana hér í Hveró að undirbúa
þig fyrir hinstu hvílu og útför.
Við skoðun á öllum ljósmynd-
unum við undirbúninginn þýtur
maður ósjálfrátt í gegnum eigin
æviminningar sem ég á um okkur,
þig og alla hina í öllum þessum
ferðum um allt land. Sem strákur
man ég eftir litlum bensínflugvél-
um sem við flugum í Laugardaln-
um og skellinöðrutímabili, svo
bílar og mótorhjól, sem var mjög
slæmt tímabil þar sem helstu
áhyggjurnar þá dagana voru að
vera á undan þér heim úr vinnu,
þar sem við hættum á sama tíma,
til að ná hjólinu. Ef ég tapaði
þeirri keppni, var fjandans hjólið
horfið! Þú bara farinn á hjólinu og
ég alveg brjálaður!
Ég get haldið endalaust áfram.
Síðust árin hafa verið þægileg og
eftirminnileg sér í lagi þessar
stuttu óvæntu heimsóknir seinni
part dags þar sem ég, Gísli Ernir
og þú ásamt Nóa gamla, sem alltaf
vildi vera í fanginu þínu, ræddum
heima og geima, svo þessi siður að
birtast óvænt með litlar gjafir
handa öllum var frábær.
Elsku pabbi minn, ég þakka
Guði fyrir að hafa keyrt þig heim
eftir skírnina á litlu Dísu viku fyrr
þar sem við Elsa og Svandís
Hekla stoppuðum í Breiðumörk-
inni og áttum öll fjögur rosalega
þægilega stund heima hjá þér og í
lokin tók ég utan um þig og kyssti
á kinnina, grunlaus um að það yrði
í síðasta sinn.
Nú þegar þú ert farinn og þessi
þraut að kveðja þig, góði kall, hef-
ur verið erfið og þung en á end-
anum verður þetta síðasta verk-
færið frá þér til mín í þá tösku
verkfæra og góðu ráða sem þú
hefur gefið mér og ég notað í
gegnum lífið, hvort sem það voru
ráð við mótorhjólaakstur eða
gjörðir ykkar mömmu fyrir mig,
Elsu og börnin. Fullt af fyrir-
myndum sem ég hef notað og mun
síðar nota fyrir börnin mín á alls-
konar tímamótum í þeirra lífi.
Hvíldu þig nú, pabbi minn,
núna ættir þú að vera frjáls og
laus við fjandans sjúkdóma sem
gerðu þér erfitt fyrir og ollu þér
þreytu í gegnum árin. Núna ertu
laus og þarft ekki að hafa áhyggj-
ur af fólkinu þínu sem er allt tilbú-
ið og útskrifað áfram í lífið með
þau verkfæri sem þú skildir eftir.
Ég kveð þig með þeim orðum sem
ég skil betur með aldrinum.
Faðirinn lifir lífinu í gegnum
augu sonarins og sonurinn lifir líf-
inu í gegnum augu föðurins.
Takk fyrir allt.
Guðmundur Bjarni Karlsson.
Elsku pabbi minn.
Þá er komið að kveðjustund.
Hjartað mitt er brostið af sorg og
söknuði en ég mun ylja mér við
blíðar og bjartar minningar ásamt
góðum stundum sem við höfum
átt saman á lífsleiðinni. Það er
margt sem reikar um hugann á
þessum tímamótum og er hjarta
mitt fullt af þakklæti fyrir allt það
sem þú hefur kennt og gefið mér.
Þú varst lögga af Guðs náð,
fyrst í vegaeftirlitinu, síðan að-
stoðarvarðstjóri, nokkrum árum
seinna varðstjóri og síðast aðal-
varðstjóri. Þú hafðir mikinn
áhuga á starfi þínu sem gerði þér
kleift að gera það sem þér þótti
skemmtilegast, að ferðast óhindr-
að um landið. Enda varstu mjög
fróður og vel að þér í landafræði
og þekktir hvern krók og kima á
Íslandi. Ég man eftir því, þegar
þú keyptir talstöðvar fyrir okkur
börnin fyrir eina ferðina okkar
saman um landið. Þá var ein tal-
stöð í hverjum bíl og við alltaf að
spyrja þig um heiti á hinu og
þessu tengd landinu.
Takk, pabbi, fyrir að kenna
mér að keyra bíl, þú varst og verð-
ur ávallt færasti og traustasti öku-
maður sem ég hef þekkt enda
undir þú þér alltaf best á bak við
stýrið.
Þú skapaðir þér gott orðspor
sem bifhjólalögreglumaður og
sem menntaður ökukennari
tókstu að þér að kenna lögreglu-
nemum á bifhjól ásamt því að vera
oftar en ekki fremstur í flokki
fylgdarmanna þegar þjóðhöfð-
ingjar komu til landsins.Þú hafðir
sterkar skoðanir á mótorhjólateg-
undum, enda fór það ekki fram
hjá neinum sem þekktu þig að allt
annað en Harley Davidson, flokk-
aðir þú sem rusl.
Þú varst mikill bíladellukall og
handlaginn við vélar, Volvo og
amerísk tryllitæki voru í uppá-
haldi. Ég bý að því í dag enda
kenndir þú mér að skipta um
dekk, mæla olíu og passa upp á að
bíllinn sé alltaf í toppstandi. Þú
varst stoltur af ævistarfi þínu í
lögreglunni og verkefnum sinntir
þú af festu og lítillæti en stoltastur
varstu af barnabörnunum þínum
sem nú eru orðin tíu talsins. Þér
var mikið í mun að okkur öllum
gengi vel í lífinu og liði vel enda
gættir þú og hlúðir vel af þínum
nánustu og passaðir upp á að eng-
an skorti neitt. Þú varst einstak-
lega mikill dýravinur og eiga kis-
urnar mínar eftir að sakna þín
mikið. Þeir sem þekktu til þín vita
að þú varst stór og mikill á velli,
með stórt hjarta og með mikla
lund, en hafðir ríka kímnigáfu og
komst mér oft til að hlæja með
hnyttnum tilsvörum og hrossa-
hlátri.
Síðustu árin í Hveragerði hafð-
ir þú góðan tíma til að sinna tölvu-
málum enda var það þitt helsta
áhugamál. Þú settir saman og
tókst í sundur heilu tölvurnar og
gast dundað við þetta heilu dag-
ana.
Skemmtilegast fannst þér þó
að vinna í myndvinnslu í ofur
„MAC-anum. Stundvísi og áreið-
anleiki voru eiginleikar sem þú
bjóst yfir og lagðir mikla áherslu
á, við afkomendur þína og er ég
ævinlega þakklát fyrir það.
Elsku pabbi, þú varst hjarta-
hlýr, heiðarlegur, örlátur og góð-
ur maður, mikið óskaplega verður
tómlegt án þín. Ég kveð þig í
hinsta sinn og veit að þú munt
ávallt vaka yfir okkur.
Pabbi
Með ást þinni
kenndir þú mér að elska.
Með trausti þínu
kenndir þú mér að trúa.
Með örlæti þínu
kenndir þú mér að gefa.
Takk pabbi
Þín dóttir
Bertha.
Kæri Kalli.
Þótt sólin nú skíni á grænni grundu,
er hjarta mitt þungt sem blý.
Því burt varst þú kallaður á örskammri
stundu,
í huganum hrannast upp sorgarský.
Fyrir mér varst þú ímynd hins göfuga og
góða,
svo fallegur, einlægur og hlýr.
En örlög þín ráðin - mig setur hljóða,
við hittumst ei framar á ný.
Megi algóður Guð þína sálu nú geyma,
gæta að sorgmæddum, græða djúp sár.
Þó kominn sért yfir í aðra heima
mun minning þín lifa um ókomin ár.
(Sigríður Hörn Lárusdóttir)
Takk fyrir allt og allt, elsku
tengdapabbi.
Elsa Hrönn Gísladóttir.
Elsku afi Kalli var margt.
Hann var hugrakkur og sterkur
og var fátt sem stóð í hans vegi.
Hann var samt fyrst og fremst
hlýr og góður. Hann var besta ein-
tak manns sem nokkur gæti hugs-
að sér.
Ég tel mig gæfusaman að hafa
kynnst honum, ekki bara því hann
er afi minn heldur líka því hann
gerði allt betra. Það gerir mig
glaðan að hugsa um tímann sem
ég fékk að verja með afa mínum
því ekki eru allir svo heppnir.
Við afi vorum miklir vinir og
áttum saman endalaust af minn-
ingum og því tekur andlát hans
mig sárt.
Hann var ávallt góður við alla
og hvað þá ástvini. Aldrei kom
hann illa fram við aðra og var
ávallt örlátur. Hann var góðhjart-
aður og mikill dýravinur.
Hann unni tölvum og bílamál-
um af mikilli ástríðu og erfði ég
það allt frá honum. Afi var
hjartahlýjasti maður sem ég hef
kynnst og heimurinn er svo sann-
arlega síðri nú þegar hann er far-
inn.
Þín verður saknað og þér verð-
ur aldrei gleymt.
Þinn vinur og afastrákur,
Anton Valdimarsson.
Nú farinn ertu mér frá.
Hvað geri ég þá?
Þig hafa ég vil
og segja mér til.
Nú verð ég að kveðja.
Fæ ekkert um það að velja.
Þú kvaddir mig með hlátri.
Það er ekki skrítið að ég gráti.
Í hjarta mér þú verður,
þaðan aldrei hverfur.
Ég minningu þína geymi
en aldrei gleymi.
Elsku hjartans afi minn,
nú friðinn ég finn.
Þá kveð ég þig um sinn
og kyssi þína kinn.
(Ágústa Kristín Jónsdóttir)
Takk fyrir allt, elsku afi minn.
Er svo þakklát fyrir allt sem þú
hefur gert fyrir mig og allar minn-
ingarnar Með þér. Ég elska þig og
á eftir að sakna þín.
Þín
Svandís Hekla.
Hann Kalli er dáinn. Snöggt og
án nokkurs fyrirvara var klippt á
lífsþráð hans.
Vel man ég þegar hann kom
ungur drengur til sumardvalar
hjá Möggu og Lofti á Ásbjarnar-
stöðum. Hann varð þar fastur
gestur og batt mikla tryggð við
alla í þessum afskekkta dal. Mér
fannst oft sem hann liti á Þor-
grímsstaðadal sem mikilvægan og
mótandi stað í sínu lífi og hann
fylgdist ávallt með fólkinu þaðan
af lifandi áhuga. Það var hans fólk.
Uppvaxtarstaður minn, Þor-
grímsstaðir, er næsti bær og vit-
anlega hittumst við oft. Kalli bar
alltaf sama persónuleika. Alveg
frá því að hann var smástrákur
með glottaralegan svip og
skemmtileg tilsvör. Þessum eigin-
leikum hélt hann alltaf. „Ósköp
ert þú í síðu pilsi, Vigdís mín,“
sagði hann við Dísu, litlu systur
mína, þegar einhverjir krakkar
frá Ásbjarnarstöðum komu fram-
eftir og við vorum að þvælast um í
blautu grasi. Meinlaust, græsku-
laust og smá kímið eins og var
hans háttur. Við eldri systkini
Dísu sáum ástæðu til að halda
þessu til haga og stríða henni með
þegar þau Kalli fóru að draga sig
saman rúmum áratug síðar.
Einlægni, trygglyndi og trú-
mennska voru sterkir eiginleikar í
fari Karls Magnússonar. Hann
varð sér úti um réttindi lögreglu-
manns þegar þau Dísa fóru að búa
saman og börn að fæðast, og hann
starfaði í lögreglunni alla sína
starfsævi. Oft vitnaði hann í
starfsfélagana og sagði sögur frá
vinnustaðnum. Aldrei þó af við-
kvæmum málum sem lögreglan
þurfti að takast á við, en ýmis
þeirra hafa án vafa reynt meira á
en við skrifborðsfólkið gerum
okkur grein fyrir. En hann hafði
líka ánægju af starfinu og fannst
skemmtilegt að keyra um á bíla-
og hjólaflota lögreglunnar og fara
hratt ef svo bar undir.
Það var þó fjölskyldan sem mér
virtist alltaf vera Kalla mikilvæg-
ust. Dísa og krakkarnir. Þeim var
hann stoltur af. Og ekki dró úr
þeirri ánægju þegar barnabörnin
fóru að fæðast. Hann mátti líka
vera stoltur af sínum hópi, því af-
komendur þeirra Dísu eru mikið
myndar- og atgervisfólk.
Að leiðarlokum vil ég þakka
Karli mági mínum innilega fyrir
öll okkar samskipti. Við Hólmgeir
komum mjög oft til þeirra Dísu
hér á árum áður. Þeim samfund-
um hefur fækkað síðari ár, en allt-
af var hressandi og skemmtilegt
að koma til þeirra. Sérstaklega vil
ég þakka honum fyrir hve vel
hann reyndist móður minni, Þor-
björgu, í hennar heilsuleysisbasli.
Amma mín, Jónína, kunni líka
svo vel að meta gamansemi Kalla
og ýmsa aðra eiginleika. Honum
sé þökk.
Við Hólmgeir sendum Dísu og
fjölskyldunni allri okkar innileg-
ustu samúðarkveðjur. – Lífið á sér
bæði gleði- og saknaðarstundir.
Við sem eldumst þurfum marga
að kveðja og þá verður okkur litið
bæði aftur um öxl og fram um veg:
Og ég horfi fram um veg
ég horfi aftur um veg –
undrandi
við enn ein vatnaskil
sem taka sér nú bólfestu
í blóði mínu.
(Hannes Pétursson)
Jónína Guðmundsdóttir.
Karl Magnússon
Jónsi minn.
Þannig var ég vön
að tala til þín og geri
það nú í hinsta sinn.
Nú ert þú farinn
allt of ungur úr þess-
ari veröld og í húsi okkar situr
sorgin.
En hjálp er að finna í góðum
minningum og þær á ég margar
um þig en mín fyrsta minning
tengd þér er sú þegar Sunna Ella
Jón Reynir
Hilmarsson
✝ Jón Reynir(Jónsi) Hilm-
arsson fæddist 24.
júní 1982. Hann lést
10. maí 2019. Útförin
fór fram 29. maí 2019.
mín, þá 15 ára segir:
„Mamma hvað
fyndist þér ef ég
byrjaði á föstu?“
Og ekki leið á
löngu þar til þú Jónsi
minn, rauðhærður,
glaðlegur og ljúfur
drengur komst inn í
líf fjölskyldunnar.
Þau urðu 18 árin
sem þú, Sunna Ella
og síðar börnin ykk-
ar fjögur voruð líf okkar og yndi,
þakka þér það, elsku Jónsi minn.
Þakka þér góðmennskuna og
gleðina.
Þakka þér greiðviknina.
Þakka þér ástina sem þú gafst
Sunnu Ellu. Þakka þér allra
mest börnin þín fjögur sem þú
skilur eftir þig.
Þín verður saknað og þín
verður minnst og börnin þín fá
ávallt stuðning og ást frá fjöl-
skyldunni.
Mig dreymdi eina nóttina að ég væri
fiðrildi sem
flaug um og var ánægður með það.
Skyndilega
vaknaði ég og var orðinn Chuang-tzu
aftur.
Hver er ég í raun og veru? Fiðrildi sem
dreymir
að það sé Chuang-tzu eða Chuang-tzu
sem
heldur að hann sé fiðrildi.
(Chuang-tzu, 3.öld f.Kr.)
Friður sé með þér.
Saknaðarkveðja,
Kolbrún og Róbert,
Thelma Birna, Pétur og
börn,
Viðar og Aníta.
Við önnumst alla þætti undirbúnings og fram-
kvæmd útfarar ásamt vinnu við dánarbússkiptin.
Við þjónum með virðingu og umhyggju að
leiðarljósi og af faglegum metnaði.
Við erum til staðar
þegar þú þarft á
okkur að halda
Lára Árnadóttir,
umsjón útfara
Útfararþjónusta
& lögfræðiþjónusta
Klettaskóli, Suðurhlíð 9, Fossvogi | Sími 551 1266 | útför.is
Með kærleik og virðingu
Útfararstofa Kirkjugarðanna Sálm. 9.11
biblian.is
Þeir sem þekkja
nafn þitt treysta
þér því að þú,
Drottinn, bregst
ekki þeim sem til
þín leita.