Morgunblaðið - 27.06.2019, Side 51

Morgunblaðið - 27.06.2019, Side 51
MINNINGAR 51 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. JÚNÍ 2019 ✝ Guðlaug GuðnýJónsdóttir fæddist 1. júlí 1922 á Hellissandi í Nes- hreppi utan Ennis. Hún lést á Hrafn- istu í Reykjavík 5. júní 2019. Foreldrar henn- ar voru Ingveldur Ástrós Sigmunds- dóttir frá Akur- eyjum í Helgafells- sveit, f. 2. nóvember 1880, d. 5. júlí 1971, og Jón Pétursson, f. 24. febrúar 1894, d. 21. febrúar 1925. Guðlaug átti einn bróður, Sig- mund Magnús, f. 29. desember 1917, d. 10. janúar 2015. Hann bjó í Bandaríkjunum með fjöl- skyldu. Guðlaug ólst upp á Hellissandi hjá móður sinni sem var skóla- stýra við barnaskólann þar en faðir hennar dó þegar hún var tæpra þriggja ára. Ingveldur flutti til Reykjavíkur með börnin árið 1935 þegar Sigmundur byrj- aði í Menntaskólanum í Reykja- vík. arliðadóttir, þau eiga tvö börn, 3) Jón Hreinn, f. 1952, og 4) Hrönn, f. 1954, maki Þráinn Sigurðsson, þeirra börn eru Guðlaug Íris, f. 1977, maki Stefán Rósar Esj- arsson, þau eiga þrjú börn: Finn- ur Þór, f. 1982, sambýliskona Sunna Rós Agnarsdóttir, og Frið- rik Ingi, f. 1990, sambýliskona Sara Þöll Halldórsdóttir. Guðlaug gekk hefðbundna skólagöngu í Reykjavík eftir að hún flutti frá Hellissandi, hún fór síðan í Verslunarskóla Íslands. Hún starfaði síðan í skóbúð Hvannbergsbræðra og í heildsölu Ásgeirs Sigurðssonar, Edinborg. Guðlaug sinnti húsmóð- urstörfum ásamt uppeldi fjög- urra barna og umönnun móður sinnar. Á efri árum sótti hún fé- lagsstarf eldri borgara. Lengst af bjuggu Guðlaug og Finnur í Hvassaleiti 26 en 2007 flutti Guð- laug á Sléttuveg 19 þar sem hún bjó þar til hún fór á Hrafnistu 2014 þar sem hún lést. Útför Guðlaugar fer fram frá Áskirkju í dag, 27. júní 2019, klukkan 13. Guðlaug giftist Finni Sigur- björnssyni sjómanni þann 15. mars 1947, f. í Kirkjuskógi, Mið- dölum, 2. júní 1921, d. 15. ágúst 1982. Foreldrar hans voru Lilja Kristín Árna- dóttir frá Jörfa í Haukadal, f. 19. október 1887, d. 30. september 1981, og Sigurbjörn Guðmundsson frá Þorgeirsstaðahlíð í Miðdölum, f. 12. janúar 1881, d. 15. febrúar 1950. Guðlaug og Finnur eignuðust fjögur börn: 1) Kolbrún, f. 1947, maki Snorri Ingimarsson, þeirra börn eru Áslaug, f. 1967, fyrrver- andi maki Páll Stefánsson, þau eiga tvö börn og tvö barnabörn, og Ingimar, f. 1973, maki Arna Björk Kristinsdóttir, þau eiga tvö börn, 2) Erna, f. 1950, fyrrver- andi maki Jörundur Markússon, þeirra börn eru Eva María, f. 1978, sambýlismaður Magnús S. Tryggvason, og Ívar Örn, f. 1984, maki Guðfinna Ýr Sum- Móðir mín Guðlaug G. Jóns- dóttir, Gulla amma í Hvassó eða Gulla langa á Hrafnistu, er látin tæplega 97 ára gömul. Þetta voru þau nöfn sem hún var kölluð af afkomendum sínum. Það er margs að minnast eftir langa ævi. Við vorum venjuleg al- þýðufjölskylda, mamma, pabbi og við fjögur systkinin. Einnig bjó Ingveldur amma, móðir mömmu, ávallt hjá okkur og fannst okkur það sjálfsagt. Við vorum frumbyggjar í Hvassaleiti 26 með kartöflugarða í kring og skautasvell við hliðina. Pabbi var á millilandaskipum og því sá mamma alfarið um heimilið, allt gekk þetta upp með nægju- semi og dugnaði. Fjölskyldan ferðaðist oft um landið á sumrin og það var lítið mál fyrir pabba og mömmu að pakka í Volkswagen-bjölluna fjór- um börnum og Ingveldur amma var oft með í för. Amma sat í framsætinu við hlið pabba, leiðin lá í Borgarnes, þar gisti amma hjá frænku sinni og beið á meðan mamma og pabbi fóru áfram með okkur systkinin, Kolbrún og Erna í aftursætinu, ég og Jón bróðir í skottinu aftast í bílnum og útilegubúnaðurinn á toppnum og við furðum okkur oft á því hvernig í ósköpunum þetta gekk upp. Oftast var farið á Snæfellsnesið þaðan sem mamma var ættuð. Tjaldað var við einhvern lækinn á leiðinni eða gist í Stykkishólmi þar sem vinafólk hennar bjó. Þetta voru góðir tímar, við brosum nú að þessum minningum, hvernig þetta allt gekk með sex manna fjöl- skyldu og ömmu, en vissulega þekktum við ekkert annað. Marg- ar skemmtilegar minningar eig- um við um Sigmund bróður mömmu, hann sagði okkur skemmtilegar sögur sem tengdust Snæfellsnesinu. Þegar mamma og bróðir hennar töluðu um Jökulinn þá var að sjálfsögðu átt við Snæ- fellsjökul hinn eina sanna. Mamma talaði mikið um Jökulinn sem sást vel frá Hrafnistu. Það var mömmu og okkur öll- um mikill missir þegar pabbi lést skyndilega árið 1982. Mamma bjó ein eftir það og þá kom vel í ljós hve sjálfstæð og dugleg hún var. Hún ferðaðist innan- og utan- lands með vinkonum sínum. Hún átti fjölda myndaalbúma frá þess- um ferðum sínum sem hún skoðaði oft og rifjaði upp skemmtileg ferða- lög. Mamma var mikil hannyrða- kona, prjónaði ungbarnapeysur, saumaði út harðangursdúka og myndir sem hún gaf börnunum að ógleymdum jólasokkum sem fóru inn á hvert heimili, alls þessa fá nú afkomendur hennar að njóta. Við systkinin eigum fallega hluti eftir hana. Mamma var mjög trygg vinum sínum og ættingjum, gladdi fólk með heimsóknum og símtölum, taldi það aldrei eftir sér að fara bæ- inn á enda í strætó eða gangandi í heimsóknir, þetta gaf henni mikið og ekki síður þeim sem sem fengu að njóta tryggðar hennar. Hún fylgdist með afkomendum sínum og spurði oft um þau. Barna- börnin eru sjö, langömmubörnin eru níu og langalangömmubörnin eru tvö. Hann er orðinn stór hóp- urinn sem hún var afar stolt af. Mamma bjó lengst í Hvassaleiti 26 en flutti á Sléttuveg 19 árið 2007, flutti síðan á Hrafnistu í Reykjavík árið 2014, ánægð þar innan um sitt dót og handavinnu. Hún var þakklát fyrir sína löngu ævi og kvaddi sátt. Hvíl í friði. Þín dóttir, Hrönn. Takk, elsku amma og langa, fyrir samveruna og samfylgdina. Vertu nú yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sigurður Jónsson frá Presthólum) Góða ferð, amma – Guð geymi þig. Guðlaug Íris, Stefán og krakkarnir. Nú er Guðlaug tengdamamma eftir langa vegferð komin til fund- ar við eiginmann og foreldra. Hún var sátt við Guð og menn og þráði hvíld. Ég kynntist Guðlaugu og Finni fyrir meira en hálfri öld þegar við Kolbrún tókum saman. Við urðum foreldrar ung þegar Áslaug fædd- ist. Guðlaug var þá boðin og búin til að leggja sitt af mörkum við umönnun Áslaugar. Guðlaug og Finnur bjuggu á þessum tíma í Hvassaleiti og hjá þeim Ingveldur móðir hennar, þá háöldruð og rúmföst, hana önnuðust hún og Finnur af mikilli alúð, þar til Ing- veldur fór á Hrafnistu 1968. Guðlaug talaði oft um sumar- dvalir sínar í Akureyjum í Helga- fellssveit, þar sem hún var sumar- langt hjá ömmu sinni, móðursystur og fjölskyldu. Kríuegg og fiskur var stór þáttur fæðis í eyjunum og er það kannski ávísun á langt líf. Tengdamamma ferðaðist mikið bæði með vinkonunum sem hún kallaði „stelpurnar“ innanlands í gönguferðum og jafnvel hesta- ferðum. Síðan urðu það útlönd með Finni þar til hann dó 1982 og eftir það með vinkonum sínum. Hún naut þeirra ferða. Tengdamamma var sjómanns- kona svo oft var vinnudagurinn langur og því að mörgu að huga. Hún naut þá stuðnings móður sinnar meðan heilsa hennar leyfði. Við hjónin ferðuðumst með henni bæði innanlands og utan og hún heimsótti okkur nokkrum sinnum til Svíþjóðar. Ég er þakklátur fyrir að hafa átt Guðlaugu og Finn að sam- ferðafólki. Snorri Ingimarsson. Guðlaug G. Jónsdóttir Í dag, 25. júní, fer fram útför Sjafnar tengdamóður minnar. Þennan dag fyrir einu ári síðan lést móðir mín og hvílir nú í Hafn- arfjarðarkirkjugarði. Þessar tvær góðu konur, tengdamóðir mín og móðir mín, bjuggu í sitt hvoru landinu og um- gengust því ekki mikið. Þær spurðu þó alltaf hvor um aðra og við bárum alltaf kveðjur til og frá þeim hvorri til annarrar. Það slær kannski skökku við að skrifa um móður mína í kveðjunni til Sjafnar en einhvern veginn er það þannig að þegar ég hugsa til Sjafnar þessa dagana þá hugsa ég til mömmu í næstu hugsun. Ég ber þær saman og hugsa um lífið og til þess að árið 1965 voru þær báðar Sjöfn Guðmundsdóttir ✝ Sjöfn Guð-mundsdóttir fæddist 22. ágúst 1935 í Reykjavík. Hún lést á Landspít- alanum 14. júní 2019. Útför Sjafnar fór fram frá Seltjarnar- neskirkju 25. júní 2019. Þessi grein er end- urbirt því að upphaf hennar vantaði. Beð- ist er velvirðingar á mistökunum. ungar og áttu báðar von á barni. Þær eign- uðust börnin á fæð- ingardeild Landspít- alans í janúar og júní alveg óvitandi um til- veru hvorrar annarr- ar. Það var svo 24 ár- um síðar að þær tengdust þegar börn- in þeirra fundu hvort annað og ákváðu að gifta sig. Þar með deildu þær einhverju því stærsta og mesta sem hægt er að deila í líf- inu, börnunum sínum og sameig- inlegum barnabörnum. þessar tvær konur voru ekki lík- ar en það var kannski það besta við þær. Í gegnum tíðina hef ég fengið að heyra frá börnunum mínum að þeim finnist gaman að eiga svona ólíkar ömmur. Það besta við að elska ólíkt fólk er þegar manni tekst að taka það til sín sem höfðar til manns og bera það áfram. Eitt agnar lítið dæmi um það er naglalakk. Ég dáðist alltaf að nöglunum hennar Sjafnar sem voru iðulega óaðfinnanlega lakkaðar í fallegum bleikum litum. Við áttum það sameiginlegt að finnast bleikir litir fallegir og núna er ég búin að lakka neglurnar bleikar henni til heiðurs. Ég kynntist því heima hjá henni að naglalakk er ekki bara fallegt og fínt heldur er hægt að nota það til að tjá fólki væntumþykju sína. Sjöfn og dóttir hennar, Teddý, lökk- uðu neglurnar saman, tengdafor- eldrar mínir lökkuðu neglurnar á dóttur minni og undanfarin ár hefur Teddý mágkona mín séð um að lakka neglurnar á Sjöfn sem hefur dvalið á deild fyrir heilabilaða á Grund. Ég hef fylgst með og dáðst að því hvernig Teddý hefur, m.a. með því að lakka neglurnar á mömmu sinni, séð til þess að Sjöfn hafi fengið að halda reisn sinni þrátt fyrir heilabilunina. Þvílík væntum- þykja og virðing fyrir ástkæru for- eldri er ekki alveg sjálfgefin. Það sló mig þegar ég var á leið- inni hingað til Íslands til að fylgja Sjöfn til grafar að í þetta sinn mun ég geta heimsótt þær báðar, tengdamóður og móður, í sömu ferðinni. Svo sló það mig að þær eru báðar dánar. Sú síðasta af foreldrum okkar mannsins míns hefur farið á vit feðra sinna og þar með erum við börnin þeirra orðin elsta kynslóð fjölskyld- unnar. Það er gangur lífsins. Fyrr í dag hitti ég góða vini, þar á meðal lífsglaða og lífsreynda ekkju sem sagði mér að hún sam- gleðjist þeim sem deyja en sam- hryggist þeim sem eftir lifa. Ég geri hennar orð að mínum: Ég samhryggist ykkur elskurn- ar sem syrgið Sjöfn. Elsku tengdamamma, ég sam- gleðst þér yfir lífinu þínu og því sem það færði þér, og mér. Englarnir og við vökum yfir sálu þinni. Ég ber þær saman, í hjarta mínu. Elín María Hilmarsdóttir. BÖÐVAR JÓNSSON málarameistari, Miðtúni 7, lést 19. júní á gjörgæsludeild Landspítalans. Útför hans fer fram frá Háteigskirkju föstudaginn 28. júní klukkan 13. Jón Einar Böðvarsson Björn Böðvarsson Árni Böðvarsson Bozena Zofia Tabaka Innilegar þakkir fyrir hlýjar samúðarkveðjur og vinarhug vegna andláts ástkærs eiginmanns, föður, afa, bróður og mágs, HILMARS PÉTURS ÞORMÓÐSSONAR blaðamanns, sem lést föstudaginn 10. maí. Þökkum öllum sem komu að umönnun hans. Fyrir okkar hönd og annarra ástvina, Björg Atladóttir Atli Örn Hilmarsson Steinþór Óli Hilmarsson Hilmar Ársæll Steinþórsson Katrín Ósk Baldvinsdóttir Steinunn Helga Steinþórsd. Ásgeir Þormóðsson Valgerður Ólafsdóttir Innilegar þakkir til allra er sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, GEIRÞRÚÐAR FINNBOGADÓTTUR HJÖRVAR sjúkraliða, Furugrund 52. Starfsfólki Hrafnistu Reykjavík sendum við sérstakar þakkir. Finnbogi Þormóðsson Sigrún Lára Shanko Tryggvi Þormóðsson Anna Sigríður Sigurðardóttir Jóhanna Þormóðsdóttir Karl Ragnarsson Þormóður Þormóðsson barnabörn og barnabarnabörn Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, ÁSBJÖRN MAGNÚSSON, lést á Heilbrigðisstofnun Vesturlands á Akranesi 24. júní. Útför hans fer fram frá kapellunni á Drangsnesi laugardaginn 29. júní klukkan 14. Valgerður Magnúsdóttir og fjölskylda Elsku yndislega mamma okkar, tengdamamma og amma, EMILÍA PETREA ÁRNADÓTTIR, Bjarkargrund 20, Akranesi, andaðist á Heilbrigðisstofnun Vesturlands, Akranesi, 7. júní. Útförin fer fram frá Akraneskirkju miðvikudaginn 3. júlí klukkan 13. Helena Guttormsdóttir Lárus Bjarni Guttormsson Hildur Jónína Þórisdóttir Axel Máni, Guttormur Jón, Halldór, Bárður, Þórir, Aðalsteinn og Emilía Margrét Ástkær eiginkona mín, móðir og amma, EVA ÓSK ÞORGRÍMSDÓTTIR, Æsufelli 4, Reykjavík, lést mánudaginn 17. júní. Útförin fer fram í kyrrþey. Blessuð sé minning þín. Valgeir Reynisson Birgitta Sif Pétursdóttir Karl Pétursson Aþena Mist Ragnarsdóttir Grabriel Elvar Valgeirsson Kristján Helgi Valgeirsson og barnabarn Elskuleg móðir okkar, VALDÍS ÁRMANN frá Skorrastað í Norðfirði Hátúni 17, Eskifirði, lést á Fjórðungssjúkrahúsinu í Neskaupstað aðfararnótt sunnudagsins 23. júní. Útför hennar fer fram frá Eskifjarðarkirkju laugardaginn 6. júlí klukkan 14. Jarðsett verður í kirkjugarðinum í Hermannastekkum í Hamarsfirði sunnudaginn 7. júlí klukkan 14. Fyrir hönd vandamanna, Guðjón Ármann, Ólafur, Árni Þórður og Þóra Sólveig

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.