Morgunblaðið - 27.06.2019, Síða 57

Morgunblaðið - 27.06.2019, Síða 57
DÆGRADVÖL 57 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. JÚNÍ 2019 Eikjuvogur 29 - 104 Rvk. s: 781-5100 Opið: Mán-fim: 12-18 fös: 12-16 SUMAR 2019 „ÞETTA ER EKKI FÍKN. ÉG GET HÆTT AÐ HLAUPA Á HVAÐA TÍMAPUNKTI SEM ER – MIG VANTAR BARA FAR HEIM.” „ÉG FER ALDREI AFTUR Í SUMARFRÍ.” Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... að sitja saman í ró og næði. Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann GRETTIR, TÍMINN LÍÐUR HJÁ ÓKEI … HVAÐ ANNAÐ GETUR TÍMINN GERT? MÍN KÆRA HUNANG … ÉG ER MEÐ SVOLÍTIÐ SEM MUN SANNARLEGA BINDA OKKUR NÁNARI BÖNDUM! TAMBÚRÍNU! VIÐ GETUM FARIÐ SAMAN Í TÓNLEIKAFERÐALAG Á MORGUN! KLING KLING HAGNAÐUR valdur og rekur vinsæla síðu undir heitinu www.torutrix.is. Maki: Hlyn- ur Örn Kjartansson tölvunarfræð- ingur. Þau eru búsett í Reykjavík. Barnabörn: Natalía Marín 12 ára og Pétur Ragnar 7 ára; 3) Pétur Mar Pétursson, f. 18.4. 1987, sölumaður Volvo bíla hjá Brimborg. Maki: Karen Ósk Sigurðardóttir, starfs- maður í Lyfju. Þau eru búsett í Reykjavík. Barnabörn: eitt á leiðinni; 4) Guðríður Elísa Pétursdóttir, f. 8.2. 2001, nemi í Menntaskólanum í Reykjavík, búsett í Reykjavík. Systkini Péturs eru Jón Elís Pétursson, f. 21.9. 1956, húsasmíða- meistari, búsettur á Akranesi; Margrét Rósa Pétursdóttir, f. 12.6. 1958, sjúkraliði, búsett í Garði; Ólafur Bjarki Pétursson, f. 1.10. 1971, hönn- uður, búsettur á Akranesi. Foreldrar Péturs eru hjónin Guð- ríður Guðmunda Jónsdóttir, f. 2.5. 1936, mikil lista- og handverkskona, vann einnig í prjónaverksmiðjunni á Akranesi og svo síðar á Sjúkrahúsinu á Akranesi við rannsóknir og aðhlynn- ingu, og Guðlaugur Pétur Elís Brekk- an Pétursson, f. 18.7. 1936, húsasmíða- meistari. Þau eru búsett á Akranesi. Guðlaugur Pétur Brekkan Pétursson Margrét Jónsdóttir húsfreyja á Brunnastöðum og ljósmóðir á Vatnsleysuströnd, f. í Hópi í Grindavík Guðjón Pétursson bóndi á Brunnastöðum á Vatnsleysuströnd, f. í Nýjabæ í Vogum Petra Guðlaug Guðjónsdóttir húsmóðir á Brunnastöðum og Akranesi Guðlaugur Pétur Brekkan Elísson trésmíðameistari á Akranesi Elís Ríkharð Guðjónsson sjómaður á Brunnastöðum á Vatnsleysuströnd og á Akranesi Guðbjörg Jónsdóttir húsfreyja á Álftavatni og í Norðurárdal, f. á Erpsstöðum í Miðdölum Guðjón Jónsson bóndi á Álftavatni í Staðarsveit, Snæf., í Sanddalstungu og víðar í Norðurárdal, Mýr., f. á Galtarhöfða í Norðurárdal Kristín Jónsdóttir húsfreyja og læknaritari á Akranesi Jón Allansson deildarstj. Byggða- safnsins í Görðum á Akranesi Sigurrós Allansdóttir matráður á Akranesi Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir matgæðingur og dagskrárgerðar- maður Sigríður Guðmundsdóttir húsfreyja á Akranesi Þórður Þ. Þórðarson knattspyrnumaður og framkvæmdastj. á Akranesi Teitur Þórðarson fv. knattspyrnumaður og þjálfari Ólafur Þórðarson fv. knattspyrnumaður og þjálfari Ómar Elísson sjómaður á Akranesi Sigþór Ómarsson fv. knattspyrnumaður með ÍA Ingvar Elísson fv. knattspyrnumaður með ÍA og Val Guðríður Jónsdóttir húsfreyja í Guðnabæ, f. í Fossakoti í Andakíl, Borg. Guðmundur Jónsson bóndi í Guðnabæ á Akranesi, f. á Mófellsstöðum í Skorradal Jón Guðmundsson trésmiður á Akranesi Sigurrós Guðmundsdóttir húsfreyja og matráðskona á Akranesi Kristín Jónsdóttir húsfreyja á Sigurstöðum, f. á Mel á Akranesi Guðmundur Guðmundsson skútusjómaður á Sigurstöðum á Akranesi, f. í Rvík Úr frændgarði Péturs Péturssonar Guðríður Guðmunda Jónsdóttir vann í prjónaverksmiðjunni á Akranesi og sjúkrahúsinu Heimspólitíkin er aldrei langtundan. Valið stendur um það milli Boris Johnson, fyrrverandi utanríkisráðherra, og Jeremy Hunt, núverandi utanríkisráð- herra, hvor verði leiðtogi Íhalds- flokksins. Kötturinn Jósefína Meu- lengracht Dietrich lætur sig þetta varða: Um bjarthærðan Boris ég fjalla í brag sem að kæta mun alla því gleðin er sönn. Menn glotta við tönn ef þeir segja ‘ann sé með öllum mjalla. Við þessu bárust athugasemdir á Boðnarmiði og sýna að erlendum stjórnmálamönnum eru ekki síður vandaðar kveðjurnar en íslenskum! Helgi Ingólfsson yrkir: En ef til vill óvænt mun „stunt“, þótt örfáum finnist það „skønt“, því skálkinn ég þekki sem skárri er ekki, þann skaufhala, Jeremy Hunt. Bjarni Sigtryggsson bætti við: Æran er af honum rúin og ef til vill framavon búin. Hann boxaði víst það sem boxa menn síst; og blá, gul og marin er frúin. Í fréttum á Eyjunni segir að Sir Max Hastings, einn virtasti blaða- maður Bretlands, telji Boris John- son algjörlega óhæfan til að verða forsætisráðherra Bretlands. Kött- urinn Jósefína Meulengracht Diet- rich brást við: Ég og Boris! Ég og hann! Ég er alveg hvumsa og bit. Að tala svona um tignarmann tel ég ekki nokkurt vit. Jón Atli Játvarðarson segir að til þess séu vítin að varast þau: Drekk af kappi dökkan bjór djöfuls appið hamlar. Tunguslappir tískuskór tefja lappir gamlar. Jón Atli bætir því síðan við, að það sé ekki bara Miðflokkstruntan sem ögrar þjóðinni: Ríkisstjórn Katrínar svíður nú svörð og svælan er mikil við þilið. Bannar nú sykur og sælu á jörð sem að víst enginn á skilið. Aldrei fær bitann sinn öndin á tjörn alltaf er rok út við sjóinn. Enginn fær verðlaunað blíðustu börn með brjóstsykursmola í skóinn. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Af heimspólitík, skaufhala og brjóstsykursmola

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.