Morgunblaðið - 27.06.2019, Side 62

Morgunblaðið - 27.06.2019, Side 62
62 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. JÚNÍ 2019 DRAUMAEIGN Á SPÁNI Nánar á www.spanareignir.is ÞÚ ERT Í ÖRUGGUMHÖNDUMHJÁ OKKUR Aðalheiður Karlsdóttir Löggiltur fasteignasali adalheidur@spanareignir.is Sími 893 2495 Ármúla 4-6, Reykjavík Karl Bernburg Viðskiptafræðingur karl@spanareignir.is Sími 777 4277 Ármúla 4-6, Reykjavík 2-3 svefnherbergi 2 baðherbergi Flott hönnun, vandaður frágangur Frábært útsýni Geymsla og stæði í bílakjallara Hægt að velja um tilbúnar íbúðir eða íbúðir í byggingu Alg jör paradís fyrir golfara Verð frá 34.900.000 Ikr. (246.000 evrur, gengi 1evra/142 Ikr) Við höfum selt fasteignir á Spáni síðan 2001 GLÆSILEGAR LÚXUSÍBÚÐIR Las Colinas margverðlaunað sem eitt besta golfsvæðið á Spáni AF MYNDLIST Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Það var sólbjartur og heitur laugar- dagsmorgunn í Feneyjum og löng röð fólks hafði myndast í frekar fá- förnum hluta borgarinnar; hún lá frá hellulögðu torgi, í skugganum með- fram nokkrum húsum og að inngang- inum að fyrrverandi athafnasvæði ítalska sjóhersins. Af og til kom fólk þaðan út með ánægjusvip, einhverjir sperrtu þumalfingur ánægjulega framan í þá sem enn biðu og dásöm- uðu það sem þau höfðu upplifað. Eftir tæpa tvo tíma komumst við loks inn og fylltum það tæpa hundrað gesta sem á hverjum tíma er leyft að ganga upp á svalirnar í yfirgefinni skemmu og horfa niður á sandi borið gólfið fyrir neðan, á umtöluðustu sýningu Feneyjatvíæringsins að þessu sinni, í þjóðarskála Litháen. Þetta er óperu- gjörningurinn Sun & Sea (Marina) eftir listakonurnar Rugilë Barzdiu- kaitë, Vaiva Grainytë og Lina Lape- lytë, verkið sem hreppti hið eftirsótta Gullna ljón fyrir besta skálann. Verð- laun sem sumir gagnrýnendur höfðu nánast viljað afhenda hinni frönsku Laure Prouvost eftir blaða- mannadagana áður en tvíæringurinn var formlega opnaður, enda sýning hennar í franska skálanum einnig af- ar vel lukkuð, rétt eins og framlag Martins Puryear í þeim bandaríska, svo getið sé tveggja þeirra umtöl- uðustu og athyglisverðustu. En óperugjörningur Litháanna sló í gegn, verðskuldað. Gestir horfa nið- ur á um þriðja tug söngvara á svið- settri baðströnd; fólkið les eða grípur í spil í sterkri birtu á gulum fjöru- sandi, spilar badminton, fiktar í snjallsímum, smáhundar gjamma og einhverjir spjalla eða blunda. Á sama tíma hljómar rafræn mínimalísk óp- erutónlist, um klukkustundarlangt verk, þar sem einsöngvarar í hópi strandgestanna segja sögur af lífi sínu og tilveru og er brotið upp með kór á milli. Umfjöllunarefni verksins er tímabært, hnattræn hlýnun og áhrifin sem hún hefur á jörðina og líf- ið á henni. Og verkið er afar áhrifa- ríkt og vel lukkað, hvernig sem á er litið. Hér hefur tekist vel að finna skála úti í borginni sem hentar verk- inu, flytjendur eru góðir og tónlistin og textinn að sama skapi – uppi á svölunum eru textablöð svo gestir geta fylgst með flutningum sem er viðstöðulaus, frá tíu á morgnana til sex síðdegis, á laugardögum og mið- vikudögum. Þetta er því úthalds- gjörningur „í anda Ragga Kjartans“ eins og sumir íslenskir gestir hafa haft á orði. Greint var frá því í fréttum að að- standendum skálans hefði ekki geng- ið vel að safna fé til að halda sýn- ingum áfram eftir opnunarvikuna og höfðu þá þegar þurft að treysta á hópfjármögnum á samfélagsmiðlum. En verðlaunin tryggðu rekstrarfé og nú geta gestir því mætt í skála Lithá- en tvo daga í viku að sjá óperuna; hina dagana er skálinn opinn en mannlaus, óperan hljómar í hátöl- urum. Margbrotin upplifun Það er einstaklega góð og upp- byggileg skemmtun að heimsækja Feneyjar þau sumur þegar myndlist- artvíæringurinn stendur yfir, og mik- ilvægt að gefa sér góðan tíma til að skoða sýningar. Skapandi samtíma- listamenn fjalla ætíð á einhvern hátt um eða bregðast við samtímanum og lífinu með öllum þess hræringum, og það er forvitnilegt að sjá og upplifa verkin sem verða þá til. Verkin sem eru svo furðulega fjölbreytileg, hvort sem litið er til forma, efnistaka eða innihalds. Og þessi forna og sökkv- andi síkjaborg, Feneyjar, skapar ein- staka umgjörð fyrir myndlistina. Skipta má myndlistarupplifuninni í Feneyjum á árum tvíæringsins í tvennt. Annars vegar tvíæringinn sjálfan, sem samanstendur af svokall- aðri aðalsýningu sem er sett saman af sýningarstjóra og teygir sig yfir hinn svokallaða ítalska skála í garð- inum Giardini og Arsenale, sem eru fyrrverandi húsakynni skipasmíða- stöðvar feneyska flotans, og svokall- aða þjóðarskála. Hluti þeirra er í Gi- ardini og við Arsenale en um helmingur þeirra er á víð og dreif út um borgina, á hinum ýmsu eyjum: í fyrrverandi kirkjum, vöruhúsum, verslunarhúsum, skúrum og skemm- um. Að þessu sinni eru þjóðarskál- arnir 89 talsins en Feneyja- tvíæringurinn mun vera eina myndlistaruppákoman þar sem lista- menn eru valdir til að koma fram sem fulltrúar þjóðar sinnar, nánast eins og íþróttamenn á Ólympíuleikum. Fyrir utan tvíæringinn eru síðan allrahanda aðrar myndlistarsýningar í borginni og sumar með frábærum listamönnum fyrri alda rétt eins og samtímans. Þær eru sumar í form- legum söfnum en aðrar settar upp í aflögðum eða virkum kirkjum, inni á heimilum og hefðarsetrum, í gall- eríium og tilfallandi húsakynnum. Framboðið er svo mikið að það veitir ekki af fimm til sjö dögum til að skoða sýningar; dögum þar sem mikilvægt er að gæta þess að fara ekki of hratt yfir og njóta á milli sýninga hvíldar, matar og drykkjar. Og nóg er af slík- um lystisemdum í þessari heillandi borg. En hér læt ég nægja að nefna það helsta á tvíæringnum sjálfum en meðal athyglisverðra sýninga í borg- inni má sem dæmi nefna teikningar eftir Leonardo da Vinci, yfirlitssýn- ingar á verkum Baselitz, Letiziu Ba- taglia, Helen Frankenthaler, Jannis Kounellis og Luc Tuymans, innsetn- ingu Joan Jonas og áhrifamikla sýn- ingu Seans Scully í kirkju og klaustri. Verk um áhugaverða tíma Hinn bandaríski Ralph Rugoff, forstöðumaður Hayward Gallery í London, var skipaður alráður sýn- ingarstjóri aðalsýningar tvíærings- ins að þessu sinni, hins 58. í röðinni. Og eftir að hafa unnið undanfarin misseri ásamt aðstoðarfólki að val- inu, og með njósnara út um hin ýmsu lönd, kynnti hann þemað og sýn- inguna sem hann kallar Megir þú lifa á áhugaverðum tímum. Rugoff valdi verk eftir 79 listamenn, æði alþjóð- legan hóp. Og þótt það virðist eðllegt þá var það engu að síður nýjung að hann valdi einungis verk eftir lifandi listamenn. Fyrrverandi sýn- ingastjórar hafa oft stutt val sitt með verkum eftir látna meistara. Og annað sem heyrir til nýjunga er að verk eftir nær alla listamenn- ina má bæði sjá í hinum víðáttumiklu sölum Arsenale, þar sem þau fá gott pláss, og í minni sölum ítalska skál- ans í Giardini, þar sem hver og einn á færri eða minni verk sem blandast meira saman en á hinum staðnum. Sumir sýningarstjórar fyrri ára hafa keyrt á eitt meginþema í aðal- sýningunni, með misgóðum árangri. Rogoff ákvað hins vegar að hafa ekki eitt meginstef, annað en að vekta at- hygli á því að tímarnir séu „áhuga- verðir“ og getum við túlkað það orð hvert með okkar hætti, í ljósi verk- anna á sýningunni. Hann segir listina ekki vinna á sviði stjórnmál- anna en í verkum sínum bregðist margir listamenn hins vegar við ástandi heims- og þjóðmála, og þar á meðal við allrahanda ógn sem þeim sýnist beinast að stofnunum og gild- um. Listin geti ekki stöðvað ris þjóð- ernisafla í hinum ýmsu deildum jarð- ar eða bætt ömurleg örlög flóttamanna víða um lönd. En á sýn- ingunni kunni gestir að sjá, segir Ru- goff, hvernig ólíkir listamenn skapi Myndlistarkeppni þjóðanna  Litháar hrepptu verðskuldað verðlaun fyrir besta þjóðarskálann í Feneyjum  Áhrifamikil aðalsýning með verkum 79 samtímalistamanna  Innsetning Hrafnhildar í íslenska skálanum góð Morgunblaðið/Einar Falur Í Arsenale Hluti af ljósmyndaröð Sohams Gupta, sem fjallar um fólk á jaðri indversks samfélags, og tvær hinna flennistóru sjálfsmynda hinnar suðurafrísku Zanele Muholi sem blasa við í mörgum sölum aðalsýningarinnar. Vefur Kóngulær spunnu upplýst verk Tomásar Saraceno í Berlín. Dauðafley „Barca Nostra“, ómerkt en umtalað verk Christophs Büchel stendur á bryggjukanti við Arsenale. 700 til 1.100 manns fórust með skipinu.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.