Þjóðarbúskapurinn

Issue

Þjóðarbúskapurinn - 01.04.1995, Page 8

Þjóðarbúskapurinn - 01.04.1995, Page 8
1996-1999, einkum vegna þess að nauðsynlegt er að draga frekar úr þorsk- veiðum, nema hafnar verði framkvæmdir við stóriðju af einhverju tagi. • Viðskiptin við útlönd skiluðu umtalsverðum afgangi á árinu 1994. Afgangurinn var rúmlega 10 milljarðar króna sem svarar til 2,3% af landsframleiðslu. Ekki hefur verið meiri afgangur á viðskiptajöfnuði síðan á árinu 1962. Hagstæð þróun viðskiptajafnaðar skýrist fyrst og fremst af mikilli aukningu útflutnings. Búist er við áþekkum afgangi á viðskiptajöfnuði á þessu ári. Þetta er mikilvægt, bæði í ljósi þess að ijárfesting er lítil og jafnframt stuðlar hagstæður viðskiptajöfnuður að því að treysta gengi krónunnar. • Verðbólga milli áranna 1993 og 1994 var sú minnsta sem mælst hefur hér á landi frá því á sjötta áratugnum. Hún var 1,5% sem er 0,6 prósentustiga minni verðbólga en að meðaltali í aðildarríkjum OECD (Tyrkland ekki meðtalið). Að hluta skýrist óvenjulítil verðbólga af lækkun virðisaukaskatts á matvæli. Á grundvelli þeirra kjarasamninga sem gerðir hafa verið að undanfömu má reikna með að verðbólga aukist lítillega á þessu ári og verði 2-2,5% sem er svipað og spáð er að meðaltali í iðnríkjunum. Þessi spá er þó háð því að launaþróunin í heild verði í samræmi við kjarasamninga á almennum vinnumarkaði og að ríkis- ljármál og peningamál veiti nægjanlegt aðhald að efnahagslífínu. • Kaupmáttur ráðstöfunartekna jókst að meðaltali um !4% milli áranna 1993 og 1994. Næstu árin þar á undan dróst kaupmáttur hins vegar verulega saman. Á grundvelli nýgerðra kjarasamninga á almennum vinnumarkaði og breytinga á sköttum má ætla að kaupmáttur ráðstöfunartekna á mann aukist um 3% á þessu ári. Þá er miðað við samningsbundnar launabreytingar að teknu tilliti til starfs- aldurshækkana og aukinna umsvifa í þjóðarbúskapnum. • Eins og jafnan þegar upptaktur er í efnahagslífmu er mikilvægt að koma í veg fyrir að þensla myndist. I því skyni er brýnt að stjórn ríkisfjármála og peninga- mála haldi aftur af aukningu þjóðarútgjalda, ekki síst þegar hún byggir að miklu leyti á aukinni einkaneyslu eins og hér er reiknað með. I tengslum við kjarasamninga á almennum vinnumarkaði voru gerðar tilslakanir í ríkisljármálum sem boðað var að mætt yrði með lækkun ríkisútgjalda og auknum tekjum. Með hliðsjón af meiri og örari bata í efnahagslífinu en gert hefur verið ráð fyrir er áríðandi að þeim áformum verði hrint í framkvæmd sem fýrst og jafnframt verði stigin nauðsynleg skref til þess að tryggja að jafnvægi komist á í opinberum fjármálum á næstu tveimur til þremur árum. Hér á eftir verður fyrst lýst framvindu og horfum í alþjóðaefnahagsmálum. Meginmálið fjallar hins vegar um framvindu innlendra efnahagsmála 1994 og horfur 1995. Jafnframt fýlgir með yfirlit um efnahagshorfur 1996-1999 og viðauki sem hefur að geyma annál efnahagsmála undanfarin misseri. 6

x

Þjóðarbúskapurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðarbúskapurinn
https://timarit.is/publication/1367

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.