Þjóðarbúskapurinn

Eksemplar

Þjóðarbúskapurinn - 01.04.1995, Side 11

Þjóðarbúskapurinn - 01.04.1995, Side 11
3. Framvindan 1994 Árið 1994 markar kaflaskil í efnahagsmálum hér á landi. Eftir langvarandi lægð í þjóðarbúskapnum glæddist hagvöxtur á ný. Samkvæmt bráðabirgðatölum jókst lands- framleiðslan um 2,8% milli áranna 1993 og 1994 sem felur í sér að hagvöxtur hér á landi hafi verið sá sami og að meðaltali í aðildarríkjum OECD. Til samanburðar stóð landsframleiðslan nánast í stað næstu sex árin þar á undan. Þessi hagstæða þróun skýrist fyrst og fremst af mikilli uppsveiflu í útflutningsgreinum. Útflutningur vöru og þjónustu jókst um 10,2%. Þessi aukning á bæði rætur að rekja til mikils afla af ijarmiðum og hagfelldum mörkuðum erlendis. Jafnframt hefur stöðugleikinn heimafyrir og góð starfs- skilyrði útflutnings- og samkeppnisgreina lagst á sömu sveif. Afli og útílutningur Heildarafli landsmanna á árinu 1994 var 1.550 þúsund tonn samkvæmt bráðabirgða- tölum. í tonnum talið dróst afli saman um 9,8% frá 1993, en samdráttinn má að stærstum hluta rekja til þess að þorskafli dróst saman um 45 þúsund tonn og loðnuafli minnkaði um 190 þúsund tonn. Á föstu verði varð heildaraflinn um 1,8% minni en um 0,4% að loðnunni slepptri. Botnfiskaflinn minnkaði um 7,3%. Breyting á afla einstakra tegunda var misjöfn eins og sjá má í töflu sem fylgir hér á eftir. Þannig rúmlega tvöfaldaðist afli úthafskarfa og grálúðuafli dróst saman um tæplega fímmtung. Þrátt fyrir minni afla varð útflutningsframleiðsla sjávarafurða 8,9% meiri 1994 en árið á undan. Þrennt kemur hér einkum til. í fyrsta lagi jókst innflutningur sjávarfangs til vinnslu hér á landi. Erlend fiskiskip lönduðu hér um 21 þúsund tonnum af þorski á árinu 1994 á móti 14 þúsund tonnum 1993. Stærsta hluta aukningarinnar má rekja til afla íslensku hentifánaskipanna sem skráð eru sem erlend skip, en þau lönduðu um 4.000 tonnum af þorski hérlendis samkvæmt tölum Fiskifélags íslands. Erlend fiskiskip lönduðu hér um 1.600 tonnum af rækju og um 38 þúsund tonnum af loðnu á árinu 1994. í öðru lagi barst meira hráefni til vinnslu hérlendis vegna minni útflutnings ísfisks. Útflutningur ísfisks í skipum og gámum var 17% minni árið 1994 en árið áður. í þriðja lagi getur meira verðmæti framleiðslunnar en aflatölur fela í sér skýrst af hagkvæmari ráðstöfun afla, eins og aukið vinnsluvirði loðnu vegna meiri frystingar á loðnu og loðnuhrognum er til vitnis um. Aflinn úr Barentshafi og Flæmska hattinum varð veruleg búbót fýrir íslenska þjóðarbúið á síðasta ári. Áætlað er að alls hafi landsmenn veitt 37 þúsund tonn af þorski í Barentshafi og um 2.400 tonn af rækju á Flæmska hattinum við Nýfundnaland. Um 25 ísfisktogarar og 35 vinnsluskip voru við veiðar í Smugunni í Barentshafi þegar mest var. Áætla má að samanlagt útflutningsverðmæti þess afla sem kom af þessum svæðum 9

x

Þjóðarbúskapurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðarbúskapurinn
https://timarit.is/publication/1367

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.