Þjóðarbúskapurinn

Issue

Þjóðarbúskapurinn - 01.04.1995, Page 16

Þjóðarbúskapurinn - 01.04.1995, Page 16
útvegsfyrirtækja bæði árin. Rekstrarskilyrði botnfiskveiða og -vinnslu versnuðu lítillega á árinu 1994, enda bjó greinin við lækkun á afurðaverði í erlendri mynt og samdrátt í afla. Á móti þessum þáttum vógu nokkur atriði: Gengisfellingin í júní 1993 olli því að þótt afurðaverð í erlendri mynt mælist 3% lægra á árinu 1994 en á árinu 1993, þá er afurðaverðið 3% hærra í íslenskum krónum talið á árinu 1994. Aukin sókn í úthafskarfa og Smuguna drógu úr áhrifum af minni þorskafla. Þá ber þess að geta að þótt frysting loðnu og loðnuhrogna sé ekki eiginleg botnfískvinnsla þá telst hún hér með frystingu botnfísks vegna þess að vinnslan fer fram í þeim deildum fyrirtækjanna sem annast frystingu botnfísks. Hátt verð á frystum loðnuafúrðum og mikil aukning framleiðslu voru mikil búbót fyrir mörg frystihús. Hreinn hagnaður í hlufalli af tekjum, % 1993 Ágúst 1994 Sjávarútvegur í heild1)2) 2 214 Veiðar og vinnsla botnfisks2) '/2 -'/2 Veiðar 0 114 Bátar -5 -5 Togarar -3 -3'4 Frystiskip 101/2 15 Botnfiskvinnsla 1 -3 Frysting 214 -3 Söltun -414 -3 Veiðar og vinnsla rækju2) 714 1314 Loðnuveiðar og -bræðsla2) 1214 1414 1) Hér eru taldar með botnfískveiðar og -vinnsla, rækjuveiðar og -vinnsla og loðnuveiðar og bræðsla. Þessar greinar ná til tæplega 90% af allri sjávarafúrðaframleiðslu. 2) Miðað er við tekjur greinanna alls að frádregnum milliviðskiptum með hráeíni. Taflan hér fyrir ofan sýnir hreinan hagnað fyrirtækja í sjávarútvegi sem hlutfall af tekjum miðað við svonefnda árgreiðslureglu, en þá er miðað við að allt stofnfjármagn sem bundið er í fyrirtækjunum sé ávaxtað með 6% raunvöxtum en reksturinn sé fjármagnaður með afurðalánum sem bera erlenda nafnvexti eins og þeir eru á hverjum tíma. Á árum þegar gengi krónunnar er fellt þá sýnir þessi aðferð nokkru betri afkomu en hefðbundnar bókhaldsaðferðir, en á árum þegar gengið er stöðugt gefur aðferðin lítið eitt lakari afkomu. Aðferðin tekur ekki tillit til breytinga á öðrum vöxtum en vöxtum afurðalána í erlendri mynt. Sú lækkun innlendra vaxta sem varð haustið 1993 hefur því ekki áhrif á afkomuna. Vegna þess að um 2/3 af skuldum sjávarútvegsfyrirtækja eru tengdar gengi erlendra mynta og vaxtakjörum á erlendum fjármagnsmörkuðum þá hefúr þessi vaxtalækkun minni þýðingu fyrir afkomu sjávarútvegsfyrirtækja en annarra fyrirtækja. Bæði þessi atriði sem lúta að meðferð vaxtakostnaðar í reikningum fyrirtækjanna valda því að afkomubatinn á milli áranna 1993 og 1994 mælist minni þegar árgreiðsluaðferð Þjóðhagsstofnunar er notuð heldur en hefðbundnar bókhalds- aðferðir mæla. 14

x

Þjóðarbúskapurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðarbúskapurinn
https://timarit.is/publication/1367

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.