Þjóðarbúskapurinn

Útgáva

Þjóðarbúskapurinn - 01.04.1995, Síða 18

Þjóðarbúskapurinn - 01.04.1995, Síða 18
þrátt fyrir aukningu í fjármunamyndun í íbúðarhúsnæði. Aftur á móti varð samdráttur í opinberum framkvæmdum. Auk þeirra vísbendinga sem hér hafa verið raktar má geta þess að á liðnu ári gerði Þjóðhagsstofnun að beiðni Samtaka iðnaðarins úrtakskönnun á afkomu iðnfyrirtækja á fyrri helmingi ársins 1994. Ársvelta fyrirtækja í úrtakinu var um 12 milljarðar króna eða um 13% af veltu í almennum iðnaði. Hagnaður sem hlutfall af veltu hjá þessum fyrirtækjum var 3-4%. Einnig var gerð athugun á afkomu fyrirtækja sem skila reikningum til Verðbréfaþings íslands fyrir fyrri hluta árs 1994. Þar var um að ræða 11 fyrirtæki með um 40 milljarða króna ársveltu. Hagnaður hjá þessum fyrirtækjum í heild var um 1% af tekjum. Þessar vísbendingar benda til batnandi afkomu fyrirtækja í fyrra. Niðurstöður úr ársreikningum þeirra fyrirtækja sem hafa birt tölur um afkomu sína á liðnu ári staðfesta þetta. Þegar liggja fyrir niðurstöður úr reikningum 43 fyrirtækja. Þar kemur meðal annars fram að hagnaður þeirra eftir skatta hafí verið um 4'/2 milljarður króna á liðnu ári eða í rúm 4% af tekjum. Velta þeirra varð um 106 milljarðar króna og hafði hækkað um rúm 5% frá fyrra ári. Afkoma þessara úrtaksfyrirtækja á árinu 1993 er nokkru betri en afkoma þeirra 1.253 fyrirtækja sem áður er getið um sem bendir til þess að í úrtakinu séu fyrirtæki með betri afkomu en vænta megi af atvinnurekstrinum í heild á árinu 1994. Vergur rekstrarafgangur, 1973-1994 Hlutfall afþáttatekjum 45 43 41 39 37 35 33 31 29 27 25 Þótt hér sé vissulega um lítið úrtak að ræða er ástæða til þess að hafa þessar niðurstöður til samanburðar við þróun heildarstærða. Þá er einkum átt við niðurstöður þjóðhagsreikninga og forsendur þjóðhagsspár og þá heildarmynd sem þannig fæst. Nærtækasti mælikvarðinn hér eru vergar þáttatekjur en þær má skilgreina sem verga landsframleiðslu að frádregnum óbeinum sköttum en að viðbættum framleiðslu- sfyrkjum. Vergum þáttatekjum má síðan skipta í tvennt, í laun og vergan rekstrarafgang, en með því er leitast við að meta þau verðmæti sem vinnuaflið og fjármagnið bera úr býtum hvort um sig. Vergur rekstrarafgangur er sú fjárhæð sem eftir verður til þess að 16

x

Þjóðarbúskapurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðarbúskapurinn
https://timarit.is/publication/1367

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.