Þjóðarbúskapurinn

Issue

Þjóðarbúskapurinn - 01.04.1995, Page 23

Þjóðarbúskapurinn - 01.04.1995, Page 23
en hjá öðrum opinberum aðilum, svo sem hjá ijárfestingarlánasjóðunum, voru afborganir verulega umfram lántökur. Um 3,8 milljarðar króna voru teknir að láni erlendis eða um fjórðungur heildarlánsfjárþarfarinnar. Til samanburðar við lánsíjárþörf hins opinbera var nýr peningalegur spamaður á árinu 1994 um 37 milljarðar króna. Peningamál Skipulagsbreytingar í gjaldeyrismálum og vaxtabreytingar heimafyrir og erlendis settu svip sinn á þróun peningamála á árinu 1994. Langtímahreyfíngar fjármagns voru gefnar frjálsar í byrjun árs og jafnframt var hafinn undirbúningur að afnámi síðustu hamla á ijármagnshreyfingar í byrjun árs 1995. Eins og við var að búast var fjármagns- útstreymið töluvert við þessar aðstæður. Utstreymið varð nokkru meira en reiknað var með og er ástæðan einkum ófyrirséð lækkun erlendra skulda. Hún skýrir rúmlega helming útstreymisins sem samtals varð um 23-24 milljarðar króna. Gjaldeyrisforði Seðlabankans lækkaði um tæpa 11 milljarða króna í fýrra og nettóstaða bankans, en þá hafa erlendar skammtímaskuldir verið dregnar frá, um 14 milljarða króna. Þetta gerðist þrátt fýrir ríflega 10 milljarða króna afgang á viðskipta- jöfnuði sem að öðru jöfnu bætir gjaldeyrisstöðuna um þá fjárhæð. Fjármagnsútstreymi nam því 23-24 milljörðum króna. Að baki þessarar þróunar liggja annars vegar skipulagsbreytingar á ijármagnsmarkaði og hins vegar aðstæður á lánamarkaði. Afnám hamla á fjármagnshreyfingar gagnvart útlöndum hlaut að hafa í för með sér töluvert streymi fjármagns til útlanda, er fjárfestar löguðu verðbréfasafn sitt að þeim möguleikum sem Ijárfesting erlendis bauð upp á. Vextir fóru hækkandi erlendis er á árið leið, bæði á skammtíma- og langtíma- markaði, og skýrist sú þróun af auknum efnahagsumsvifum og væntingum um vaxandi verðbólgu. Vextir óverðtryggðra ríkisskuldabréfa hækkuðu víðast um 2-3% og þar sem verðtryggð bréf eru boðin hneigðust vextir einnig til hækkunar. Vextir innanlands voru lægri en erlendis, sem hafði í för með sér að fýrirtæki greiddu niður erlendar skuldir sínar. Þetta kemur fram í því að endurlánað erlent lánsfé banka lækkaði um 12,7 milljarða króna. Almenn útlán, sem ijármögnuð eru innanlands, jukust hins vegar um 9,5 milljarða króna. Lán til atvinnuvega lækkuðu þó en á móti jukust útlán til heimila og opinberra aðila verulega. Færa má fýrir því rök að þessi lækkun erlendra skulda hafi að hluta stafað af því að innlendir vextir hækkuðu seinna og hægar en víðast hvar annars staðar og því voru lánskjör innanlands hlutfallslega hagstæð lengst af árinu. Misræmi milli vaxta innanlands og utan hafði einnig í för með sér umtalsverð verðbréfakaup íslendinga í útlöndum. Hrein erlend verðbréfakaup eru þannig talin hafa numið um 7,8 milljörðum króna. Loks varð nokkur aukning á framvirkum gjaldeyris- samningum og jukust gjaldeyrisskuldbindingar bankakerfisins um röska 2 milljarða króna af þessum sökum í fyrra. í hátt við markaða stefnu í vaxtamálum hefur boðum með ávöxtunarkröfu yfir 5% verið hafnað í útboðum spariskírteina. Fjárfestar sættu sig ekki við þá ávöxtun þegar á árið leið. Þetta leiddi til þess að frá og með miðju ári í fýrra hafa skírteini til 10 ára ekki selst í útboðum og frá því í september hafa 5 ára bréfín ekki selst. Þessi þróun varð í kjölfar aukins framboðs skuldabréfa útgefnum meðal annars af lánastofnunum og sveitarfélögum, og aukinnar ásóknar í verðbréfasjóði og erlend skuldabréf. Lánsfjárþörf 21

x

Þjóðarbúskapurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðarbúskapurinn
https://timarit.is/publication/1367

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.