Þjóðarbúskapurinn

Útgáva

Þjóðarbúskapurinn - 01.04.1995, Síða 26

Þjóðarbúskapurinn - 01.04.1995, Síða 26
Áætlað er að störfum hafi fjölgað um tæp 1.900 ársverk árið 1994, eða um 1,5% frá árinu áður. Þetta er mesta fjölgun starfa frá árinu 1987. Almennur bati í efnahagslífinu skýrir að mestu þessa þróun. Að auki er áætlað að fleiri átaksverkefni hafi leitt til fjölgunar ársverka um 300 og skilað tæpum 1.000 ársverkum í heildina á árinu 1994. Sérstakt framlag ríkissjóðs til atvinnuskapandi aðgerða lækkaði hins vegar úr 2,4 milljörðum króna 1993 í 1,5 milljarð 1994. Áætlað er að vinnuframboð hafi aukist um 1,9% milli áranna 1993 og 1994. Atvinnuþátttaka jókst um 0,6% af mannljölda á vinnualdri og var 77,2% að meðaltali á árinu 1994. Tekjur, verðlag og kaupmáttur Innlendar vörur hafa hækkað mun minna en erlendar vörur þegar litið er á verðlagsþróun til nokkurs tíma. Flokkun Hagstofu Islands á vísitölu neysluverðs eftir eðli og uppruna leiðir í ljós að innlendar vörur hafa hækkað um 7,6% frá febrúar 1991 til jafnlengdar 1995. Á sama tíma hækkaði verð erlendra vara um 25,5% og framfærslu- vísitalan í heild um 20,6%. Athygli vekur að á þessu tímabili hækkuðu búvörur og aðrar innlendar matvörur aðeins um 2,5%. Þriggja mánaða hækkun verðlags Umreiknuð til árshœkkunar 1992 1993 1994 1995 10 8 6 4 2 0 -2 -4 Vísitala neysluverðs var að meðaltali 1,5% hærri árið 1994 en á árinu áður og um 1,1% frá upphafi til loka árs. Sem dæmi um kyrrstöðu verðlags í fyrra má nefna að vísitalan stóð í stað frá október 1993 til desember 1994 og síðustu tvo mánuði ársins lækkaði vísitalan, óverulega að vísu. Greining verðbreytinga efitir eðli og uppruna varanna í fyrra sýnir svipaða mynd og undangengin ár, en verðlag erlendra vara hækkaði um 2,7% samtímis sem verð innlendra vara lækkaði um 2,5%. Verð búvara sem háðar eru verðlagsgrundvelli lækkuðu um 2,1%, en þær vega um 5% í framfærslu- vísitölunni. Verð annarra innlendra matvara lækkaði enn meira eða um 5,1%. Hér gætir vissulega áhrifa lækkunar virðisaukaskatts á matvælum úr 24,5% í 14% sem tók gildi 1. 24

x

Þjóðarbúskapurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðarbúskapurinn
https://timarit.is/publication/1367

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.