Þjóðarbúskapurinn

Eksemplar

Þjóðarbúskapurinn - 01.04.1995, Side 28

Þjóðarbúskapurinn - 01.04.1995, Side 28
Þegar litið er til heimilanna í heild kemur í ljós að atvinnuþróun hefur afgerandi áhrif á ráðstöfunartekjur, en af henni ráðast meðal annars heildarlaunatekjur. Það er gert ráð fyrir að ársverkum hafi fjölgað um 1,5%, sem er nokkru meira en áætluð Qölgun mannljöldans og leiðir það því til aukningar ráðstöfunartekna á mann. Heildarlauna- greiðslur eru taldar hafa aukist um 2,5%. Miðað er við að raunvextir peningalegra eigna heimilanna hafi verið um 3% að jafnaði bæði árin 1994 og 1995, en að á skuldahlið hafí raunvextir lækkað um 14%, farið úr rúmum 5% í um 4,5%. Tilfærslutekjur hafa vaxið hröðum skrefum undangengin ár. Bamabætur og vaxtabætur eru nú taldar til tilfærslna fremur en sem frádráttur frá beinum sköttum, svo sem áður var. Áætlað er að tilfærslutekjur í heild hafi hækkað um 4,1% frá 1993 til 1994. Beinir skattar þyngjast milli ára 1993 og 1994. Að öllu samanlögðu fæst að ráðstöfunartekjur á mann hafí aukist um 2% og að kaupmáttur þeirra hafi vaxið um '/2%. Þjóðarútgjöld Bráðabirgðatölur um neyslu- og íjárfestingarútgjöld 1994 liggja nú fyrir. Tölumar sýna vaxandi umsvif, einkum á síðari hluta ársins, sem meðal annars kemur fram í auknum innflutningi vöru og þjónustu. I heild jukust þjóðarútgjöld um 0,9%, samanborið við 3,2% aukningu þjóðarframleiðslu. Þessi munur á vexti framleiðslu og útgjalda kemur fram sem aukinn afgangur á viðskiptajöfnuði. Einkaneysla. Einkaneyslan jókst á árinu 1994 í fyrsta skipti frá því 1991. Samkvæmt bráðabirgðatölum nam aukningin 1,7%. Til samanburðar dróst einkaneyslan saman um 414% hvort árið 1992 og 1993. Þessi umskipti skýrast fyrst og fremst af bata í efnahagslífínu sem leitt hefur af sér aukningu kaupmáttar ráðstöfunartekna. Taflan hér á eftir sýnir skiptingu einkaneysluútgjalda heimilanna árin 1990 og 1994 ásamt magnbreytingum einstakra liða. Aukning einkaneysluútgjaldanna kemur fram á flestum sviðum. Mest aukning varð á útgjöldum vegna fatnaðar, húsgagna og húsbúnaðar, auk kaupa á vörum og þjónustu af ýmsu tagi. Aðrir útgjaldaliðir jukust minna, eða drógust saman. Verulegur samdráttur kom fram í útgjöldum íslendinga erlendis, en auk þess dró úr útgjöldum vegna matar og drykkjarvara og útgjöldum vegna flutningatækja og samgangna, en þar vegur kostnaður vegna kaupa og reksturs einkabíla einna þyngst. Athygli vekur samdráttur í kaupum og sölu einkabíla því útgjöld vegna kaupa á einkabílum aukast venjulega samhliða almennri aukningu einkaneysluútgjalda. Innan ársins varð vart við nokkra stígandi í einkaneyslunni, einkum hvað varðar innfluttar neysluvörur. Þannig dróst almennur neysluvöruinnflutningur saman um 214% á fyrsta ársfjórðungi miðað við sama tímabil 1993. Þegar líða tók á árið fór neysluvöru- innflutningur vaxandi og á síðasta ársfjórðungi nam aukningin rúmlega 15% á fostu verði miðað við sama tímabil árið þar á undan. Almennt hafa einkaneysluútgjöld fylgt hinni almennu hagþróun. Sé miðað við landsframleiðslu hefur þó orðið vart tilhneigingar til hlutfallslegrar lækkunar frá árinu 1987. Það ár nam einkaneyslan 63,9% af landsframleiðslunni en var á síðasta ári 59,4% samkvæmt áætlunum. Þessi hlutfallslega lækkun einkaneyslunnar á fyrst og fremst 26

x

Þjóðarbúskapurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðarbúskapurinn
https://timarit.is/publication/1367

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.