Þjóðarbúskapurinn

Útgáva

Þjóðarbúskapurinn - 01.04.1995, Síða 30

Þjóðarbúskapurinn - 01.04.1995, Síða 30
sjávarútvegs, en fjárfesting í fískveiðum og fískvinnslu jókst verulega á síðasta ári. Einnig jukust ijárfestingaútgjöld Pósts og síma, Ríkisútvarps, auk þess sem sala á tölvum og skrifstofubúnaði jókst um fjórðung. Á móti þessari aukningu vegur samdráttur í fjárfestingu rafvirkjana og rafveitna, byggingarstarfsemi og í samgöngum. í heild jókst fjármunamyndum atvinnuveganna um 0,2%. Fjárfesting í íbúðarhúsnæði jókst um 2%, eftir samdrátt frá 1989. íbúðarspá Húsnæðisstofnunar gerir ráð fyrir að byggja þurfí 1.200-1.300 íbúðir til að fullnægja eftirspurninni eftir nýjum íbúðum næstu árin. Undanfarin ár hefur fjöldi fullgerðra íbúða verið nokkru meiri eða um 1.600 íbúðir á ári, sem skýrist að hluta af miklum framkvæmdum við íbúðir fyrir aldraða. Fjárfesting hins opinbera dróst saman um 6,6% og munar þar mest um rúmlega 16% samdrátt í framkvæmdum við vegi og brýr. Aðrir framkvæmdaliðir hins opinbera lækkuðu einnig að raungildi, og má nefna að framkvæmdir við götur og holræsi minnkaði um rúm 2% og byggingaframkvæmdir um tæp 4%. Sem hlutfall af landsframleiðslu hefur heildarfjárfestingin lækkað jafnt og þétt frá því á miðjum áttunda áratugnum. Árin 1971-1976 var fjárfestingarhlutfallið í hámarki. Á þessum árum óx fjárfesting í íbúðarhúsnæði mikið, sömuleiðis fjárfesting í öðrum mannvirkjum, einkum virkjunum. Þessu til viðbótar kom síðan aukin atvinnuvega- ljárfesting aðallega í sjávarútvegi. Frá því að þessari miklu fjárfestingarhrinu lauk hafa nánast allir liðir fjármunamyndunarinnar dregist saman. Fjárfesting hins opinbera er undanskilin en hún hefur verið mun stöðugri en önnur ijárfesting. Innflutningur Mikil umskipti urðu í innflutningi á síðasta ári. Eftir mikinn samdrátt árin þar á undan jókst almennur vöruinnflutningur í fyrra um rúm 5% að magni. Þessi aukni inn- flutningur kom fram í flestum liðum. Aukningin er áberandi mest í innfluttum fjár- 28

x

Þjóðarbúskapurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðarbúskapurinn
https://timarit.is/publication/1367

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.