Þjóðarbúskapurinn

Issue

Þjóðarbúskapurinn - 01.04.1995, Page 35

Þjóðarbúskapurinn - 01.04.1995, Page 35
Fiskafli á föstu verðlagi og útflutningsframleiðsla % Hlutfallsleg breyting frá fyrra ári Horfur eru á að framleiðsla áls verði óbreytt í ár frá fyrra ári en reiknað er með 10% aukningu á framleiðslu kísiljárns. Afram er búist við vexti annars útflutnings þótt ekki sé reiknað með jafn stórfelldri aukningu og í fyrra. í heild er spáð um 7% magnaukningu annars útflutnings. Gangi þessi spá eftir mun samanlögð aukning annars útflutnings árin 1994-95 vega að fullu upp samdrátt áranna 1990-1993. Horfur eru á að útflutningsframleiðslan í heild muni aukast um 3,2% að magni frá því í fyrra. Þjónustu- tekjur án vaxta aukast um tæp 4% samkvæmt spánni og munar þar mest um áframhaldandi aukningu tekna af erlendum ferðamönnum. Samtals er því reiknað með að útflutningur vöru og þjónustu aukist um 2,9% á þessu ári. Viðskiptakjör Horfur um viðskiptakjör í vöruviðskiptum á árinu verða að teljast allgóðar. Verðlag sjávarafurða hefur farið hækkandi á síðustu mánuðum og er um þessar mundir 5,8% hærra í SDR en að meðaltali í fyrra. Þótt verðhorfur séu að venju óvissar er margt sem bendir til þess að markaðir fyrir sjávarafurðir verði tiltölulega hagstæðir á næstu misserum. í því sambandi nægir að benda á að framboð fiskafurða í heiminum fer minnkandi og efnahagur iðnríkjanna fer batnandi. Hvort tveggja ætti að stuðla að hagstæðum mörkuðum fyrir fiskafurðir. Alverð hækkaði mikið á síðari hluta ársins í fyrra og fyrstu mánuðum þessa árs. Þegar best lét í janúar síðastliðnum komst verð á áli á stundarmarkaði í London (LME) í rúmlega 2.000 dollara tonnið og hafði þá hækkað um 75% á einu ári. Síðan hefur álverð heldur sigið niður á við aftur. Almennt er búist við því að verðið haldist að meðaltali í um 1.800 dollurum tonnið á árinu sem hefði í för með sér rúmlega 20% hækkun frá meðalverði 1994. Markaðsverð á kísiljámi hefur ekki tekið neinum viðlíka breytingum og verð á áli. Samkvæmt upplýsingum frá framleiðendum má gera ráð fyrir að verðið 33

x

Þjóðarbúskapurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðarbúskapurinn
https://timarit.is/publication/1367

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.